Þriðja sagan er höfð eftir Steinunni Guðmundsdóttur, vinnukonu á Ölfusvatni.
Hún mundi ekki fyrir víst hvenær húnhverafugl sá fuglana, en taldi að það mundi hafa verið um 1857. Hún var þá að raka slægju rétt hjá stóra hvernum á Ölkelduhálsi (þar sem Gísli sá fuglana). Kvaðst hún hafa orðið hrædd, er hún sá þá synda á sjóðandi vatninu. Sagði hún að þeir hefðu verið dökkgráir að lit, með beinan háls nokkuð háan. Hún sá þá synda lengi á hvernum, en hvorki sá hún þá stinga sér né fljúga og ekki hreyfa vængi.

Sjá meira undir Frásagnir.