Þegar FERLIR var nýlega á gangi um Kaldárselssvæðið norðanvert var ákveðið að staldra við og Kaldarsel-uppdrattur-VIgaumgæfa það betur en fyrr. Um var að ræða svonefnt fjárhellaskjól norðan Borgarstands. Komu þá óvænt í ljós tvírýma mannvirki og tvö stök hús skammt frá; sennilega eldhús og geymsla. Afstaða minjanna minnti á dæmigerða tímabundna selstöðu. Svo virðist sem svæði það er geymir fjárskjólshellana hafi verið notað sem slíkt. Gæti það hafa hugsanlega hafa verið í tíð Þorsteins, Krýsuvíkur-Gvendar eða Kristmundar frá Stakkavík.

Sjá meira undir Fróðleikur.