Gengið var frá íþróttahúsi Íþróttaakademíunnar í Ytri-Njarðvík og upp að sýnilegum enda Á HvalsnesgötuHvalsnesvegar (-götu) ofan byggðarinnar suðaustan Rós(a)selsvatna (-tjarna). Þar má sjá hvar hún liggur upp holtið og síðan áfram upp Miðnesheiðina. Ætlunin var að fylgja götunni alla leið að Hvalsnesi, en millum þessara staða lá aðalleiðin fyrr á öldum, eða þar til sjálfrennireiðin gerði kröfu til breyttra og betri vega skömmu eftir fyrsta áratug 20. aldar. Gatan (vetrarleiðin) er vörðuð að hluta. Flestar vörðurnar eru fallnar, en þó má enn sjá heilar vörður, einkum á svæðinu innan varnargirðingar Atlantshafsbandalagsins, sem reyndar hvarf á braut tveimur dögum fyrir gönguna. Um er að ræða miðhluta þessarar leiðar sem hefur verið afgirt frá stríðsárunum. Reyndar eru það fleira en vörður á leiðinni er geyma fyrrum mannvistarleifar, eins og koma átti betur í ljós í ferðinni.

Sjá meira undir Lýsingar.