Gengið var á Keili. Fjallið er 379 m hátt móbergsfjall norðvestan við Höskuldarvelli á Reykjanesskaga. Keilir - loftmyndFjallið hefur myndast á ísöld við gos undir jökli án þess að gosið næði upp úr. Keilir er keilulaga og sést víða að.Hann er auðþekktur vegna lögunar sinnar. Sjómenn hafa löngum haft Keili sem mið og er hann til dæmis notaður þegar siglt er inn Hamarssund á leið inn til Sandgerðis. Af Keili er mikil og falleg útsýn og er auðveld ganga á fjallið að norðaustanverðu. Að þessu sinni var hins vegar gengin enn auðveldari leið. Hálfrar klukkustunda gangur er að fjallinu, en alls er gangan, fram og til baka, um 10 km.

Sjá meira undir Lýsingar.