Fjölmiðlar eiga það til að byrja á og jafnvel búa til áhugaverðar „fréttir“ um einstök „afbrot“, sem framin eru, en ljúka þeim ógjarnan. Hér er dæmi um eitt slíkt „óleyst fjölmiðlaafbrot“.
„Búið var undirbúa þetta þannig að einn okkar færi til Hveragerðis og hringdi í lögregluna úr tíkallasíma klukkan átta rettir-992kvöldið eftir og tilkynnti að verið væri að stela kjötinu úr gámnum. Síðan átti hann einfaldlega að leggja á. Í millitíðinni átti annar maður að fara upp að húsinu, þar sem gámurinn var, í myrkrinu, klippa á innsiglið, opna gáminn upp á gátt og láta sig hverfa. Innan skamms kom svo lögreglan á staðinn, og það með miklum látum. Gámurinn stóð opinn og rannsóknin hófst.

Margir voru yfirheyrðir vegna málsins. Og auðvitað var þeirra á meðal rokið beint til mín. Allt gerðist þetta mjög hratt.“

Sjá meira undir Frásagnir.