Á hvítasunnudag, 27. maí kl. 14:00, var messað í Krýsuvíkurkirkju. Tilefnið var 150 ára afmæli Krýsuvíkurkirkja 150 árakirkjunnar sem og 10. dánarártíð Sveins Björnssonar, yfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, er síðastur manna var jarðsettur í kirkjugarðinum í Krýsuvík. M.a. var frumflutt ljóð Matthíasar Johannessen af þessu tilefnum með tónlist Atla Heimis, “Munu ósánir akrar vaxa”.
Veglegur bæklingur var og útgefinn í tilefni afmælisins. Prestur var að sjálfsögðu Gunnþór Ingason. Þórhildur Ólafs og Þórhallur Heimisson þjónuðu fyrir altari og  dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur, predikaði.
Messukaffi var síðan í Sveinssafni þar sem synir Sveins heitins önnuðust m.a. leiðsögn um safnið.

Sjá meira um sögu kirkjunnar undir Fróðleikur.