Brennisteinn var unninn í Krýsuvík um miðja 18. öld. Til er umsögn um námusvæðið og lýsing á ummerkjum þar stuttu síðar.
Tóft vestan við GestsstaðiAf þeim má sjá að á svæðinu ætti enn að móta fyrir tóftum af búðum námumanna.
Ætlunin var að ganga um vinnslusvæðin og leita ummerkja þeirra.
Þegar aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík er skoðað má reka augun í fjölmargt um Krýsuvíkursvæðið, sem hér verður rakið að hluta. En þar er líka fjölmargt ósagt. T.a.m. er hvergi getið um Kaldranasel, búðaleifar undir Baðstofu, útihús frá Gestsstöðum, leifar brennisteinsvinnslunnar við Seltún og svona mætti lengi telja.

Sjá meira undir Lýsingar.