Gengið var um Leggjarbrjót frá Þingvöllum yfir í Botnsdal í Hvalfirði. Þetta er forn þjóðleið milli LeggjabrjóturBotnsdals og Þingvalla en einnig milli Brynjudals og Þingvalla. Þegar farið er frá Þingvöllum er haldið upp vestan við túnin í Svartagili, en þar er nú engan bæ að sjá enda lagðist búskapur þar niður fyrir allmörgum árum. Farið er vestan við gil er nefnist Hrútagil upp á lágan ás. Þegar þangað er komið blasir við grösugur dalur, Botnssúlur gnæfa við himin í norðri og lengra til norðausturs sér inn í Svartagil, sem virðist bera nafn, sem því hæfir. Af gili þessu dregur bærinn nafn sitt. Þjóðleiðin er nálægt austurmörkum hins forna landnáms Ingólfs, þess er fyrstur norrænna manna er, skv. skráðum heimildum, sagður hafa numið hér land. Þegar hafa komið fram ummerki er bæði staðfesta og véfengja heimildirnar. FERLIR stefnir að því að ljúka vettvangsminja- og sagnaskoðunartilvísunum í „landnáminu“ á árinu 2012. Þar með lýkur einni umfangsmestu, best skipulögðu og þrautseigustu leit á svæðinu frá upphafi „landnáms“. Uppdrættir hafa verið gerðir af minjasvæðum, teknar hafa verið þúsundir ljósmynda og minjarnar hnitsettar. 

Sjá meira undir Lýsingar.