Í Lesbók Mbl. þann 31. janúar 1954 fjallaði Árni Óla um lífið fyrir aldamótin 1900.
Hluti af leið StefánsUm var að ræða frásögn sem hann hafði eftir Stefáni Filippussyni um fyrstu langferð hans, 18 ára gamall, frá Fljótshverfi vestur að Höfnum á Reykjanesi.
“Þetta gerðist árið 1888. Þá hafði foreldrum mínum enn eigi tekizt að koma sér upp nægilegum bústofni eftir felliveturinn 1882. Var oft þröngt í búi á þessum árum, því að börnin voru mörg og sjaldnast færra en 12 manns í heimili. Það var því afráðið að senda mig suður í Hafnir til Sigurðar Benediktssonar í Merkinesi, sem var hálfbróðir móður minnar. Skyldi ég vera hjá honum á vertíðinni sem matvinnungur…“

Sjá meira undir Fróðleikur.