Mæting var við Straum. Gengið var um Óttarsstaði að Lónakoti. Eftir að hafa skoðað Lónin og Lonakot-23Vatnshelli var gengið til baka um Ingveldar, Jakobsvörðuhæð og Kúadal. Rifjuð voru upp helstu örnefni og á leiðinni var litið á 6 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar 2010. Þema leiksins að þessu sinni er „hleðslur“.
Núverandi hús í Straumi (burstabærinn) var byggður 1927. Hafnarfjarðarbær keypti húsið 1986. Jónsbúð, hjáleiga frá Straumi, var í ábúð frá 16. öld fram til 1910. Búskapur í Eyðikoti lagðist af um miðja 20. öld. Núverandi hús að Óttarsstöðum eystri var byggt 1885 og var búið í því fram til 1952. Óttarsstaðir vestri fóru úr byggð 1965.

Sjá meira um svæðið m.a. undir Lýsingar.