Mæting var við Straum. Gengið var um Óttarsstaði að Lónakoti. Eftir að hafa skoðað Lónin og Vatnshelli var gengið til baka um Ingveldar, Jakobsvörðuhæð og Kúadal. Rifjuð voru upp helstu örnefni og á leiðinni var litið á 6 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar 2010. Þema leiksins að þessu sinni er „hleðslur“.
Núverandi hús í Straumi (burstabærinn) var byggður 1927. Hafnarfjarðarbær keypti húsið 1986. Jónsbúð, hjáleiga frá Straumi, var í ábúð frá 16. öld fram til 1910. Búskapur í Eyðikoti lagðist af um miðja 20. öld. Núverandi hús að Óttarsstöðum eystri var byggt 1885 og var búið í því fram til 1952. Óttarsstaðir vestri fóru úr byggð 1965.
Sjá meira um svæðið m.a. undir Lýsingar.