HÉR má sjá myndband (safn ljósmynda) úr síðustu ferð FERLIRs í Maístjörnuna og nálæga hella, s.s. Húshelli og Steinbogahelli.
maistjarnan-321Erfitt er að ljósmynda í hellum þessum vegna þess að ekki er um gegnumtrekk að ræða (einungis eitt op í hverri rás). Við slíkar aðstæður fyllist rýmir mjög fljótt af gufu frá líkama hlutaðeigandi. Flassið á myndavélinni er gjarnt á að beina athyglinni sérstaklega að henni svo allt annað fer fyrir lítið. Hér verður því að taka viljann fyrir verki.
Staðsetningar Maístjörnunnar er hvergi getið af a.m.k. tveimur ástæðum; um er að ræða einn fallegasta hraunhelli á Íslandi og auk þess eru í honum einstaklega viðkvæmar á fimmta þúsund ára gamlar dropsteinsmyndanir, sem auðvelt er að eyðileggja af vangjá, og verða ekki bættar. (Smellið á myndina hér að ofan og má þá sjá Augað.)