Mæting var við Saltfisksetrið og ekið með rútum að Móklettum á Krýsuvíkurleið.
Í gönguferðinniGengið var með leiðsögn um gömlu þjóðleiðirnar, Sandakraveg og Skógfellaveg og endað við Saltfisksetrið í  Grindavík. Svæðið býður upp á  stórbrotna náttúru, jarðfræði og sögu.
Við göngu sem þessa er betra að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm.
Í lok göngu var boðið upp á heilgrillað lamb á teini í Saltfisksetrinu. Gangan var í boði Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
Frábært veður. Gangan, sem var 15 km, tók um 5 klst og 5 mín.

Sjá myndbandið HÉR.