Hér má berja augum myndband er gert var með stafrænni myndavél á göngu um MinjarSeltanga og nágrenni. Gangan var liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur 2008.
Mæting var við Ísólfsskála og ekið að Selatöngum.
 Gengið var með leiðsögn um Selatanga þar sem sjá má minjar um verbúðir og sjósókn fyrri tíða. Síðan var gengið eftir rekastíg um Katlahraunið sem er líkt og „Dimmuborgir“ með sínum kyngimögnuðu hraunmyndunum. Gangan endaði handan Skollahrauns við Ísólfsskála eftir 3 tíma og 3 mín. Gangan var í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins. Þátttakendur voru 112 talsins.

Sjá myndbandið HÉR.