Engar vörður eru sjáanlegar á Vesturhálsi, utan vörðuleifa á Framfelli og tveggja annarra Selvellirsem eru á Vigdísarvallahálsi. Á honum eru tvö vörðubrot á fjallshæð vestsuðvestur frá Vigdísarvöllum. Eystri varðan hefur augljóslega verið eyktarmark frá bænum. Hinni virðist hafa verið hróflað upp á ólíklegum stað fyrir vörðu. Hún er reyndar í línu við hábrún Grænavatnseggja við Hamradal, en svo virðist sem þarna hafi einhverjir vilja koma upp merki til staðfestingar einhverju, líklega til að teygja landamerkin austar á hálsinn en þau í raun voru. Ef tekið er t.a.m. mið af lýsingu Grindavíkursóknar á þessa vörðu vantar algerlega eitt kennileiti á millum, þ.e. fellið, sem fyrr hefur verið nefnt fremst á Vesturhálsi, en það mun að öllum líkindum, m.v. fyrirliggjandi gögn og staðsetningu, vera fyrrgreint Framfell – og þá einnig Vesturfell frá Vigdísarvöllum, enda augljóst þaðan í vestri.

Sjá meira undir Lýsingar.