Ætlunin var að ganga upp og niður meginhrauntröð Nýjahrauns, sem myndaðist haustið 1151, frá upptökunum og til Snókalöndbaka. Í tröðinni, sem er bæði djúp og breið á köflum, eru formfagrar hraunmyndanir, auk þess sem landslagið á svæðinu er ægifagurt. Að þessu tilefni var gengið inn í Nýjahraun (Kapelluhraun) við gatnamót Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar. Norðan gatnamótanna eru hin grónu Snókalönd, hluti Hrútagjárdyngjuhrauns, og sunnan þeirra er hin stórbrotna hrauntröð Rauðhóls. Fyrir hugsandi hugmyndasmiði og myndlistamenn eru fáir staðir áhugaverðari.
Jöklar síðasta jökulskeiðs hurfu af Reykjanesi fyrir um 12.000 – 13.000 árum og er það nokkru fyrr en annars staðar á landinu (11.000 árum).

Sjá meira undir Lýsingar.