Þegar gengið var Ölkelduháls mátti hvarvetna sjá heitar laugar og hveri, einkum umleikis Ölkelduhnúk.
Olkelduhals-3Ölkelduhálsrétt er miðdepillinn á svæðinu, inni á hverasvæðinu. Kindurnar í afrétti nýta sér bæði hlaðna réttarveggina sem skjól og varmann frá hverunum. Litadýrðin er mikil, hvert sem litið er. Á Tjarnahnúk er stór reglurlegur gjall- og klepragígur. Austar er Dalskarðshnúkur ofan við Reykjadal. Bæði í þeim dal og þeim næsta að austanverðu, Grændal, eru mikil og litskrúðug hverasvæði, sem vert er að gera sér ferð til að skoða. Vestar er Kýrskarðshnúkur og þá Hengill. Austan undir honum eru allnokkur hveragil með ölkeldum og volgum lækjum, s.s. Köldulaugargil, Nesjalaugagil og Ölfusvatnslaugargil.

Sjá myndir frá Ölkelduhálsi og úr Ölfusvatnslaugargili og nágrenni.