Eftir að hafa rakið hina fornu þjóðleið “Prestastíg” milli Ármannsfells og Hrafnabjarga um Prestahraun (sjá HÉR) var ákveðið að ganga kaflann frá Reyðarbarmi að Hrafnabjörgum.
Hrafnabjorg-121Þegar þessi kafli var rakinn þurfti sérstaklega að gæta að og varast fjárgötur er liggja upp og um heiðina. En ef af teknu tilliti til að þarna var um reiðgötu að ræða var tiltölulega auðvelt að rekja hana um gróninga upp áleiðis að suðvesturhorni Hrafnabjarga. Steinar á stangli á hraunhólum hjálpuðu til. Tvö merkt skjól voru á leiðinni. Á Hrafnarbjargahálsi beygir gatan til vinstri við misgengi og fer síðan aflíðandi niður að “Skuggasteini”. Þaðan stefnir hún á hraunkant norðan hans og fylgir honum að Presthól og áfram að Ármannsfelli.

Sjá MYNDIR.