Ratleikur Hafnarfjarðar verður lagður út fljótlega – fjórtánda árið í röð að árinu 2009 undanskyldu. Í ár verður leikurinn Náttúran umhverfis Hafnarfjörð er stórbrotin - og bíður þín í Ratleiknum 2007tileinkaður steinhleðslum. Upphafsmaður hans var Pétur Sigurðsson, útivistarkappi. Hann kynntist svipuðum leik á ferð sinni um Noreg. Jónatan Garðarsson, hinn fjölfróði um inn- og uppsveitir Hafnarfjarðar, hefur lagt leikinn undanfarin ár, auk Guðna Gíslasonar.
Frá upphafi hefur markmiðið með leiknum verið að efla áhuga almennings á útivist og vekja athygli á þeim fjölmörgu náttúruperlum sem bíða handan við bæjardyrnar. Leikurinn hefur verið í stöðugri þróun og nú á 13 ára afmælinu er boðið upp á breytilega styrktarflokka. Það ættu því allir að geta fundið verkefni við sitt hæfi.
Nánar verður fjallað um ratleikinn er nær líður miðjum júní.

Sjá meira undir Fróðleikur.