Húshellir

Undirbúningi að Ratleik Hafnarfjarðar 2012 er að ljúka. Þemað verður “hellar og skjól”.
Kaldarsselshellar-303Í umdæmi Hafnarfjarðar og nágrennis eru fjölmargar náttúru- og menningarminjar er tengast hellum, hvort sem um er að ræða langar og fagursveigðar hraunrásir hellurhraunanna eða skjólgóða skúta apal- og blandhraunanna. Útvegsbændurnir nýttu sér skjólin m.a. fyrir fé og gangandi. Þau voru einu afdrep fjárins um aldir, eða allt fram í byrjun 20. aldar þegar efni varð til að byggja sérstök hús fyrir það.
Hraunin umleikis Hafnarfjörð gefa því góða mynd, bæði af afurð náttúrunnar í gegnum tíðina sem og nýtingu fólksins er þau byggðu.

Sjá meira undir Fróðleikur.