Víða á Reykjanesskaganum má sjá rauða flekki eða jafnvel heilu gjallhólana. Gjallið er jafnan nefnt “Rauðamöl”, en það getur einnig ummyndast í öðrum litum.

RauðamölGjallið er grófasta frauðið úr kvikunni er þeytist jafnan stutt frá eldstöðinni og storknar í loftinu. Stærsti hluti þess lendir á gígbarminum og kurlast þar í lausan mulning. Nýtt gjall er oft svart og gljáandi af glerjungi, en ef gufur leika um það litast það rautt af hematíti vegna oxunar járns og er gjallið þá kallað rauðamöl.M.ö.o. verður gjallið oftast rauðleit við að járnið í því oxast úr Fe+2 í Fe+3.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Grindavík (sjá myndir á Myndasíðu).