Í ritinu „Blanda“ (2. árg. 1. h.) er lýsing á Höfnum samin af Brandi hreppstjóra Guðmundssyni, eftir beiðni sóknarprestsins Sigurðar B. Sívertsens á Útskálum, er það sóknarlýsing Kirkjuvogssóknar árið 1840.
Reykjanes-229Brandur var fæddur árið 1771 og andaðist í Kirkjuvogi 16. júní 1845. Hann var talinn einn hinn besti skipasmiður í sinni tíð og fljótvirkur. Á 40 árum smíðaði hann 40 stór skip og 100 smærri. Hann var lengi hreppstjóri í Hafnahreppi og mjög vel látinn…

Sjá meira undir Frásagnir.