Nýlega fór fram einstaklega áhugavert fræðslukvöld í Saltfisksetrinu í Grindavík undir yfirskriftinni „Reykjanesfólkvangur – Reykjaneshryggur“. Fræðslukvöldið var Flekamót Evrópu og Ameríku um Reykjaneshrygg liður í Viðburðardagskrá Grindavíkur 2008. Efni kvöldsins átti einkar brýnt erindi til áhugasamra sveitarstjórnarmanna, en enginn þeirra lét sjá sig. Viðstaddir gestir voru engu að síður mjög ánægðir.
Sigrún Helgadóttir líf og umhverfisfræðingur og dr. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans héldu sinn hvorn fyrirlesturinn um Reykjanesskagann, annars vegar þann hluta hans er fellur undir Reykjanesfólkvang og hins vegar framhald hans til suðurs, Reykjaneshrygginn.

Sjá meira undir Fróðleikur.