Árið 2004 vann Sigrún Helgadóttir skýrslu fyrir stjórn Reykjanesfólkvangs um fólkvanginn, upphaf hans, markmið og framtíð. Hér birtist útdráttur úr Reykjanesfólkvangur - kortskýrslunni, sem er 43 bls. með margvíslegum fróðleik og tillögum. Auk þess að lýsa Reykjanesfólkvangi getur höfundurinn um menningar- og samfélagsverðmæti hans m.t.t. sögu, minja og þjóðtrú, náttúrufegurð (hughrif), útivist og ferðamennsku, lista, náttúruvísindastarfa og fræðslu og umhverfismenntar. Árið 2005 varð fólkvangurinn 30 ára, en hann var stofnaður formlega með auglýsingu í Stjórnartíðindum 1. desember 1975 (520/1975).

Sjá meira undir Fróðleikur.