Það mun hafa verið Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sem átti hugmyndina að stofnum fólkvangs á Reykjanesi. Þegar hann fór eitt sinn um ReykKrýsuvíkursvæðið og var að skoða verksumerki eftir fjósbygginguna í Krýsuvík 1948 blöskraði honum að sjá hvernig hluta af uppgreftrinum hafði verið ýtt fram af brún Grænavatns, sem er bæði merkilegur og fallegur sprengigígur. Honum fannst að bregðast þyrfti við. Að hans mati virtist fólk ekki gera sér grein fyrir hverskonar náttúrufyrirbæri gígurinn væri. Hann taldi að kominn væri tími til að vernda náttúruna á svæðinu fyrir framkvæmdagleði mannanna.

Sjá meira undir Fróðleikur.