Þrátt fyrir fælandi útivistarveður eitt eftirmiddegið, þokusudda og rigningu, var haldið út á Reykjanesið; ysta odda Reykjanesskagans.
Gunnuhver-201Líkt og svo jafnan áður við slíkar aðstæður birti verulega til eftir því sem vestar og sunnar dró. Kista, Hverasvæðið við Gunnuhver, ströndin við Valahnúk og brimketillinn vestast í Staðarbergi léku við hvurn sinn fingur, enda eiga þau fáa sína líka hér á landi – reyndar sama hvernig viðrar.

Sjá myndir HÉR.