Vitneskja um „fornar“ eða „gamlar“ götur á Reykjanesskaganum eru tiltölulega nýjar.
Þeirra er ekki Gömulgetið í fornum heimildum, hafa að öllum líkindum þótt svo sjálfsagðar að ekki tæki að fjalla um þær sérstaklega. Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðir milli áhugaverðra náttúrustaða. Einn þeirra staða var hverasvæðið í Krýsuvík. Að öðru leyti þótti Reykjanesskaginn líkastur auðn, líkt og Sveinn Pálsson lýsti í ferðabók sinni seint á 19. öld. Þrátt fyrir það hafa landsmenn ferðast af nauðsyn milli tiltekinna staða með ströndinni og stranda á millum um aldir – allt frá landnámi á 9. öld, eða jafnvel lengur. Þegar meiri festa komst á samfélagsmyndina og tilteknir staðir urðu ráðandi forðabúr svæðisins og aðrir ákveðnir stjórnsýslustaðir komust á fastar og hefðbundnar ferðir starfsfólks að og frá þeim, sem og fólks er sótti þangað varning, stundum í löngum lestum, s.s. að Seltöngum og í aðrar verstöðvar og verslunarstaði.

Sjá meira undir Fróðleikur.