Margir virðast hafa mikinn áhuga á Reykjanesskaganum, enda úr fjölmörgu að velja.
Á meðan sumir njóta þess að ganga um svæðið og skoða smáatriðin hafa Stórbrotið landslag á Reykjanesskagaaðrir gaman að því að aka um það og njóta útsýnisins.
Fá landsvæði bjóða upp á fjölbreyttari möguleika til útivistar. Ef benda ætti á einn tiltekinn stað öðrum fremri væri úr vandi að velja. Landssvæðið í heild er svo stórbrotið og fallegt; sjá má myndunina og jarðsöguna hvar sem á það er litið, menningarsagan er við hvert fótmál og ófáir staðir eru til sem ekki tengast þjóðtrú og sögulegum atburðum. Í rauninni er sá staðurinn fallegastur þar sem þú ert staddur hverju sinni. Allt umfram það er einungis myndbreyting í allri fegurðinni.

Sjá meira undir Fróðleikur.