Við skoðun á Nóngili og nágrenni komu í ljós leifar selstöðu; þrjú rými og stekkur til hliðar (austar). Um er að ræða Vorsabaejarseldæmigerða selstöðu af eldri gerð, þ.e. óreglulega þyrpingu rýma; baðstofu, búrs og eldhúss með sér inngangi. Selstaðan, sem virðist gleymd, gæti hafa verið frá því á 16. eða 17. öld.
Minjar þessar er ekki að sjá í örnefnalýsingum og fornleifaskráningingum af svæðinu.
Björn Pálsson, fyrrum héraðsskjalavörður Árnesinga, sem er manna fróðastur um sögu og minjar á þessu svæði, sagðist aðspurður halda að selstaðan við Hengladalaána hefði verið frá Völlum og selstaðan við Selgilið í framanverðum Gufudal hefði sennilega verið frá Reykjum af landamerkjum að dæma því Reykir hafi átt land austan við Sauðalækinn.

Sjá meira undir Sel og selstöður.