Í örnefnalýsingum fyrir Krýsuvík er m.a. fjallað um Sængurkonuhelli, öðru nafni Víkurhelli, neðan við ÖgmundarhraunNúpshlíðarhorn. Ætlunin er að leita að hellinum. Ákveðnar grunsemdir voru um hvar hann er að finna. Einnig er sagt frá honum í ferðalýsingu prests frá Grindavík er þjónustaði einnig Krýsuvík í byrjun 20. aldar. Gömlu leiðirnar á þessu svæði eru nokkrar. Neðan (sunnan) við Núpshlíð er Núpshlíðarstígur. Hann lá undir hlíðinni og upp með henni að austanverðu. Áður en komið er að brúnum Tóubrunna (Tófubrunna/Tófubruna) beygir gatan til norðausturs yfir hraunið, að Latstöglunum. Önnur gata liggur áfram til norðurs, upp á þverhlíðarleiðina. Hún lá frá Latsfjalli norðanverðu og þvert yfir hálsinn, yfir Leggbrjótshraun og að Méltunnuklifi. Síðar var leiðin gerð akfær, en hún sést þó enn á kafla milli Núp(s)hlíðar og Latfjalls. Við þá leið eru nokkrir skútar, en engir (utan einn) sem gætu talist til hella.

Sjá meira undir Lýsingar.