Gamla Sandgerðisgatan (Sandgerðisvegurinn, sbr. Sig. B. Sívertsen (Sóknarlýsing um 1880)) var gengin frá Sandgerði að Grófinni í Keflavík.
Á SandgerðisvegiGatan sést þar sem hún kemur undan einum húsgrunnanna á nýbyggingarsvæðinu ofan bæjarins og liðast síðan upp móann. Vestan við Vegamótahól, þar sem voru gatnamót Sandgerðisgötu og Bæjarskersvegar, liggur gatan undir nýja Sandgerðisveginn, en kemur aftur undan honum í Draugaskörðum. Ofan við þau eru t.d. Efri-Dauðsmannsvarðan. Þar liggur gatan áfram til suðurs framhjá Dynhól. Fallnar vörður eru vinstra megin götunnar svo til alla leið upp að Gotuvörðu, framhjá Einstæðingsvörðu þar sem voru gatnamót Fuglavíkurvegar, og áfram upp að Gotuvörðu. Þar liðast hún niður móana áleiðis að Keflavíkurborginni ofan Grófarinnar og niður með Brennivínshól. Á leiðinni fer gatan undir Garðveginn og síðasti sýnilegi hluti hennar er skammt suðvestan hólsins.

Sjá meira undir Lýsingar.