Helgafell

Sauðhóll heitir grasi gróinn formfagur hóll í Helgafellslandi í Mosfellssbæ. Hóllinn hefur löngum verið talinn álagablettur.
SauðhóllFjallað er m.a. um Sauðhól í bókinni Mosfellsbær – Saga byggðar í 1100 ár. Þar segir: “Það var um veturnætur að bóndinn á Helgafelli í Mosfellssveit fór fram í Skammadal til að smala heim fé sínu. Veðurútlit var slæmt, kafalskóf og skyggni því ekki gott. Bónda gekk vel að ná saman fénu, enda undan veðrinu að sækja heim til bæja, því vindur var af austri. Bónda fannst fé fleira en hann átti, en sá það ekki vel fyrir snjómuggunni. Hélt hann að þetta ókunna fé væri annaðhvort frá Reykjum eða Varmá…”

Sjá meira undir Fróðleikur.