Í Árbókinni 1943-48 segir Ólafur Þorvaldsson frá leiðinni milli Herdísarvíkur og Sýslusteins. Þar fjallar Vegurinnhann m.a. um Selhól, Hrísbrekkur (Litlu- og Stóru-), Klifhæð og Sængurkonuhelli:
„Af Seljabót held ég svo austur hraun og fer Gamlaveg, sem liggur frá eystra horni Geitahlíðar, ,,niður á milli hrauna“, niður á Seljabót austast; er þá Seljabótarbruni á hægri hönd, en Kolhraun á vinstri. Gamlaveg hefur að mestu verið hætt að fara eftir að rudd hafði verið gata gegnum tvö brunabelti austan Geitahlíðar, og þar með vegur sá, sem enn er farinn, tekinn sem aðalvegur. Báðir bera þessir vegir merki mikillar umferðar, enda önnur aðalleið úr Árnes- og Rangárvallasýslum sem skreiðarvegur til Suðurnesja.“

Sjá meira undir Fróðleikur.