Af minjum á Selsvöllum að dæma er ljóst að þar hefur verið haft í seli um langan tíma.
Á Selsvellir-225Völlunum voru fyrrum allflestar selstöður frá Grindavíkurbæjunum þar sem bæði fé og kýr hafa verið hafðar í seli. Ef glögglega er skoðað má sjá a.m.k. minjar tveggja fjósa. Svo virðist sem selastaðan hafi lagst af um tíma, hugsanlega flust á Baðsvelli norðan Þorbjarnarfells sbr. heimildir þess efnis. Frásögn er um ofbeit á Baðsvöllum bendir til þess að selstaða Grindvíkinga hafi verið flutt á nýjan leik upp á Selsvelli, en á annan stað.
Á meðfylgjandi uppdrætti má sjá afstöðu gömlu og nýju selstöðvanna á Selsvöllum.

Sjá meira undir Fróðleikur.