Ætlunin var að ganga suður og vestur fyrir Selsvelli með það fyrir augum að leita uppi felustað útileguþjófa, sem þar dvöldust um tíma á 18. öldinni.
HellirTvennum sögum fer af dvalarstað þeirra. Í annarri eiga þeir að hafa verið handsamaðir í skjóli þessu er vera átti nálægt Selsvallaveginum (aðrir segja nálægt Hvernum eina), en í hinni að þeir hafi fært sig til norður með fjöllunum og verið handsamaðir þar í öðru skjóli þeirra. „Norður með fjöllunum“ hefur bæði verið lýst þannig að það skjól hefði verið verið „Hverinn eini“ og einnig enn norðar, allt að þeim stað, sem nú er Húshellir.
Líkt og svo oft áður fannst það sem leitað var að, en hvor það var það sem nákvæmlega átt var við er svo annað mál.

Sjá meira undir Lýsingar.