Hverasvæðið við Seltún í Krýsuvík er einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn hér á landi – og ekki af Til Seltúnsástæðulausu. Óvíða á landinu er litadýrðin meiri á háhitasvæðum en einmitt þarna; margir hverir, bæði leir- og gufuhverir. Upplýsingaskilti er (árið 2009) við bílastæðið, en það er lítið meira en lýti á einstakri náttúrperlu. Upplýsingarnar segja í rauninni ekkert um hverasvæðið og nágrenni þess, myndun jarðhitans, tilurð hans og birtingarform. Með hóflegri gagnrýni má þó segja að upplýsingamiðlun á Seltúnssvæðinu sé stórlega vanrækt. Á staðnum kemur fram að hverasvæðið er á einum háhitasveima af fimm á Reykjanesskaganum.

Sjá meira undir Fróðleikur.
Sjá einnig myndir af hverasvæðinu HÉR.