Vörðurfellsrétt

Ætlunin var að ganga frá Strandarhæð (Strandarhelli og Bjargarhelli) að Ólafarseli, upp á Vörðufell Vordufellsgata-21að Vörðufellsréttinni, í Vindássel og Eimuból, upp í Hellholt og að Girðingarréttinni (Selvogssréttinni gömlu). Þaðan var ætlunin að halda niður í Staðarsel undir Svörtubjörgum og skoða nokkrar óþekktar tóftir í bakaleiðinni um heiðina. Séra Eiríkur Magnússon á Vogsósum fylgdi ferðalöngunum um heiðina.
Á leiðinni var gengið fram á óþekktar mannvistarleifar á nokkrum stöðum og þó einkum á einum milli Vindássels og Staðarsels. Þar reyndust vera hús, líklega selstöður, á fjórum stöðum, stórt fjárskjól með miklum fyrirhleðslum og stór hellir með hlöðnum niðurgangi og fyrirhleðslu er niður var komið. Botninn var rennisléttur svo sæmandi væri hverju öðrum samkomustað.

Sjá meira undir Lýsingar.