Eins og sagði í fyrri lýsingu um leit að LM-merki á steini við gömlu götuna Isleifur(Skógfellastíg/-Vogaveg) er staðfest gæti staðsetningu á réttum landamerkjum Vatnsleysustrandarhrepps og Grindavíkur var ákveðið að fara með mikilvægan upplýsingaraðilann á vettvang ef sú ferð bæri ekki árangur. Ljóst var þó, er inn á tiltekið svæði var komið, þar sem gamla gatan beygir til suðurs að Litla-Skógfelli (inn fyrir mörk Grindavíkur), að forsagan lét tilfinningar leitenda ekki ósnortnar. Það lá í loftinu að umrætt merki væri þarna á tiltölulega afmörkuðu svæði við götuna.

Sjá meira undir Lýsingar.