Skógfellavegur

Stefnan var tekin á Skógfellaveginn, gamla þjóðleið milli Voga og Grindavíkur. Vegarkaflinn er u.þ.b. 16 km langur, en greiðfær og augljós, enda er hann bæði Varðavarðaður alla leiðina og auk þess hefur hann verið stikaður í seinni tíð.
Í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi, er m.a. fjallað um Skógfellaveginn. Þar segir: „Í lægðinni við Stapahornið og ofanvið Reykjanesbrautina [nú ofan gangna undir brautina] sjáum við fyrst móta fyrir Skógfellavegi sem var fyrrum þjóðleið til Grindavíkur. Í heimildum ber leiðin eftirfarandi nöfn: Skógfellavegur, Skógfellsvegur, Vogavegur (það nafn notuðu Grindvíkingar), Sandakravegur, Sandakadalsvegur og Sandhálsavegur“.

Sjá meira undir Gamlar leiðir.