Til FERLIRs (ferlir@ferlir.is) berast stundum skondin skeyti, sem jafnan er svarað jafnóðum. Hér er jákvætt dæmi:
“Þrautseigja ykkar er aðdáunarverð. Ég hef fylgst með vefsíðunni og nýtt mér fróðleikinn og frábærar ábendingar ykkar til útivistar. Hafið mikla þökk fyrir!”
Ein af 82 fjárborgum á ReykjanesskaganumMeð sanni má segja að FERLIR hafi bæði fundið á skipulegum ferðum sínum ýmislegt áður óþekkt og staðfest annað óþekkt. Og það sem meira er; sannreynt hefur verið að eldri skriflegar heimildir bæði standast og standast ekki. Svo virðist sem skráendur hafi haft tal af fólki, sem lýst hefur einstökum stöðum og sanneynt hafa staðreyndir eða upplýst um að þeir hafi bara aldrei farið á vettvang til að sannreyna sagnirnar.
Margt fleira má nefna. Eitt er þó víst; að a) það sem skrifað hefur verið þarf ekki að vera rétt og b) það sem einstaka “bessavisserar” telja hið eina rétta þarf bara alls ekki að vera (og er oftast ekki) hið eina rétta!
Segja má, af innkomnum athugasemdum að dæma, að FERLIR þurfi á næstu árum að umgangast tvennt; annars vegar leiðinda “besservisserra” og hins vegar áhugasama fróðleiksfúsa.
FERLIR hefur frétt af einstaklingum, sem hafa verið að safna fróðleik um afmörkuð svæði Reykjanesskagans, ekki bara sagnfræðilega heldur og náttúrufræðilega. Segja verður eins og er að ekki einn einasti fornleifafræðingur né starfsmaður tiltekinna opinberra stofnana hefur nýtt jafnmikinn ólaunaðan tíma sinn í tiltekin svæði og FERLIRsþátttakendur hafa gert með þeim ágæta árangri er raun ber vitni.
Geta má þess til fróðleiks að einn aðalskrásetjari FERLIRsvefsíðunnar fékk einkunnina 10.0 í fornleifafræði hjá Háskóla Íslands í fornleifaskráningu.

Ferlir

Í hellinum Ferlir í Brennisteinsfjöllum.