Til FERLIRs (ferlir@ferlir.is) berast stundum skondin skeyti, sem jafnan er svarað jafnóðum. Hér eru nokkur dæmi:
1. “Sá að þið hafið fundið selið í Seltúni. Ég fann það reyndar fyrir allnokkrum árum síðan og það var m.a. sett inn á kort yfir Krýsuvíkursvæðið.”
Hraunkarl, fæddur 190 árum f. Kr. á ReykjanesskaganumSvar FERLIRs var: “Hvar er selið?” Kunnugt var um að “sel” hafði verið merkt inn á opinbert Krýsuvíkurkort norðaustan við gatnamótin að veginum að hverasvæðinu við Seltún. Við skoðun á því svæði var bara engar tóftir að finna á þeim stað, hversu gaumgæfilega og með hversu eindregnum vilja var leitað.
Nú leið og beið. Svarið barst loksins. Það var svohljóðandi: “Hvar er selið?” Besservisserinn var þá ekki betur að sér í staðsetningunni en þetta. Segja verður eins og er, að mýmörg dæmi eru lík þessu. Einhver hefur einhvern tímann sett eitthvað á blað fyrir einhverja í von um að um réttar upplýsingar væri þá um að ræða, aðrir annað hvort vissu ekki betur eða þeir vonuðu að þeir myndu bara ekki gaumgæfa upplýsingarnar. Segja má með sanni að FERLIR hafi á undanförnum áratug, með mikilli þolinmæði, jarðfræðilegri þrautseigu og margítrekuðum vettvangsferðum gaumgæft nákvæmlega svo til allan skriflegan fróðleik um Reykjanesskagann aftur í aldir, sannreynt heimildarvinnunna og kveðið á um áreiðanleikann. Ýmislegt fróðlegt hefur vissulega komið í ljós – og ekki allt skásetjurunum í vil.
Sagnir um rústir í Húshólma voru í fyrstu sagðar bábyljaHér er, að gefnu tilefni, ástæða til að upplýsa um a.m.k. eitt mikilvægt leyndarmál; FERLIR hefur aldrei í lýsingum sýnum, sem nú eru orðnar 1592 talsins á vefsíðunni (2330 í raun)
, reynt að lýsa staðháttum svo vel að hægt væri fyrir óviðkomandi að ganga svo til beint að einstökum minjum eða minjasvæðum. Vitað er hversu mikilvægt er fyrir þörf leitenda að fá að leita og fyrir “besservissera” að viðurkenna vanmátt sinn, auk þess sem huga þarf að verndargildi minja.
2. “Tel vinnu ykkar takmarkaða á röngum heimildum”.
Svar FERLIRs var: “Hvaða heimildum?”
Heimildir eins þurfa ekki endilega að koma heim og saman við heimildir annars. Þannig geta tveir eða fleiri aðilar haft mismunandi upplýsingar um sama staðinn (og hann jafnvel haft fleiri en eina nefnu).
Svar kom: “Örnefnalýsing Hinriks í Merkinesi er röng.”
Auðvitað geta einstakir “besservissarar” haft skoðun á skrifum manna, en að dæma þau sem “röng” verður að teljast vafasamt. Hinrik í Merkinesi þekkti landssvæði Hafna betur en flestir aðrir. Ef einhver annar hefur haft vitneskju um að tiltekið örnefni bæri annað nafn en hann hafi gefið til kynna þarf það ekki að vera fráleitt því sum örnefni gátu haft fleira en eina tilvísun. T.d. gat Merkinessel eldra Tóftir Hraunssels - staðreyndalveg eins heitið Miðsel, hvort sem var um tíma eða í mæli annarra. Það örnefni er einn taldi rétt gat verið jafn rétt hjá öðrum undir annarri nefnu. Þolinmæði og þolgæði varðandi slíkar nefnur skiptir jafn miklu máli þá og nú.
3. “Ég trúi ekki að að þið hafið fundið 250 selstöður á Reykjanesskaganum!”
Svar FERLIRs var: “Okkur er sama hverju þú trúir – meira skiptir hverju þú gætir trúað ef þú hefðir bæði tíma og orku til að kanna alla staðina, sem lýst hefur verið og FERLIR hefur kannað. Líklega mun það taka þig áratug. Gerðir hafa verið uppdrættir af u.þ.b. 100 selstöðum, auk uppdrátta af nálægt 150 öðrum minjasvæðum á Reykjanesskaganum. Þeir uppdrættir hafa ekki orðið til af engu. Þér er frjálst að berja þá augum. Sendu bara boð um slíkt á ferlir@ferlir.is. Vísað er t.a.m. á langavarandi vinnu á örnefna- og söguskilti í umdæmi Grindavíkur, en þau eiga sér fá dæmi önnur á landsvísu. Undirbúningur að gerð þeirra tók u.þ.b áratug.”
4. “Þrautseigja ykkar er aðdáunarverð. Ég hef fylgst með vefsíðunni og nýtt mér fróðleik og ábendingar ykkar til útivistar. Hafið mikla þökk fyrir!”
Ein af 82 fjárborgum á ReykjanesskaganumLoksins eitthvað jákvætt. Með sanni má segja að FERLIR hafi bæði fundið á skipulegum ferðum sínum ýmislegt áður óþekkt og staðfest annað óþekkt. Og það sem meira er; sannreynt hefur verið að eldri skriflegar heimildir bæði standast og standast ekki. Svo virðist sem skráendur hafi haft tal af fólki, sem lýst hefur einstökum stöðum og sanneynt hafa staðreyndir eða upplýst um að þeir hafi bara aldrei farið á vettvang til að sannreyna sagnirnar.
Margt fleira má nefna. Eitt er þó víst; að a) það sem skrifað hefur verið þarf ekki að vera rétt og b) það sem einstaka “bessavisserar” telja hið eina rétta þarf bara alls ekki að vera (og er oftast ekki) hið eina rétta!
Segja má, af innkomnum athugasemdum að dæma, að FERLIR þurfi á næstu árum að umgangast tvennt; annars vegar leiðinda “besservisserra” og hins vegar áhugasama fróðleiksfúsa.
FERLIR hefur frétt af einstaklingum, sem hafa verið að safna fróðleik um afmörkuð svæði Reykjanesskagans. Viðbrögð hafa borist til baka um að efasemda hafi gætt vegna “nákvæmari” rannsókna FERLIRs. Segja verður eins og er að ekki einn einasti fornleifafræðingur né starfsmaður tiltekinnar fornleifarskráningarstofu hefur nýtt jafnmikinn ólaunaðan tíma sinn í tiltekin svæði og FERLIRsþáttakendur hafa gert.                 .
Geta má þess til fróðleiks að einn aðalskrásetjari FERLIRsvefsíðunnar fékk einkunnina 10.0 hjá Háskóla Íslands í fornleifaskráningu.