Sogin eru u.þ.b. 200 m djúpt litskrúðugt leirgil suðvestan Trölladyngju og Grænudyngju.
SoginUm að rennur Sogalækur. Mikill jarðhiti hefur verið þar fyrrum og ber umhverfið glögg merki þess.
Vestur af Sogunum er Spákonuvatn og frá því er mikilfenglegt útsýni yfir að Keili, bæjarfelli Vogabúa.
Ganga að Sogunum er ákjósanlegust frá Lækjarmýri norðan Djúpavatns. Þaðan eru ca. 800 metrar um gróin dal og afliggjandi augljósan upphlíðarstíg. Óþarfi er að óhreinka skó niðri í gilinu því ágæt yfirsýn er af ofanverðum brúnum þess.
Sjá Myndir