Ætlunin var að skoða götur á milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur í Selvogi. Vitað er að gata Gálgaklettar(Alfaraleiðin vestari), tvískipt, lá skammt ofan við ströndina, djúpt mörkuð í hraunhelluna á köflum. Hún skiptist síðan á austanverðir Hellunni í Alfaraleiðina neðri og Alfaraleiðina efri. Neðri leiðin er einnig tvískit á kaflanum austan Háa-Hrauns. Þá lá hestvagnagata ofar í hrauninu og ekki er ólíklegt að enn önnur leið hafi legið á kafla upp undir Stakkarvíkur- og Herdísarvíkurfjalli. Í örnefnalýsingu segir m.a.: „“Upp úr Dalnum liggur Stakkavíkurgatan, sem liggur NV yfir hraunið. Gata þessi lá að Herdísarvík og upp að fjallinu. Á vinstri hönd við götuna eru klettar tveir, kallaðir Gálgaklettar. Þar sat Selvogsörninn.“

Sjá meira undir Lýsingar.