Voru Steinhús gamalt sel? Eða bara hús úr steini? Á gömlum kortum er örnefnið Steinhús sunnan KaldárselKaldár, skammt sunnan Kaldársels. Samkvæmt landamerkjalýsingum Garðabæjar, gömul mörk, er Steinhús sögð vestan Kaldársels og sunnan Efstahöfða (Fremstahöfða). Af þessu að dæma getur staðsetning Steinhúsa skipt máli. Og ekki bara það heldur er örnefnið sjálft einkar áhugavert. En til þess að geta skoðað staðinn þurfti að finna hann. Steinhúsa er ekki getið í seinni tíma gögnum. Vitnað er til þess í örnefnalýsingu að þar hafi verið sel, væntanlega Kaldársel. Það nafn virðist yngra. Örnefnið vakti forvitni FERLIRs, ekki einungis vegna misvísandi upplýsinga um það heldur og vegna nafnsins. Þegar gengið var um svæðið voru rifjaðar upp gamlar heimildir um viðfangsefnið.

Sjá meira undir Lýsingar.