Ströndin á Reykjanesskaganum er afar fjölbreytileg; slétt og feld með sendnum skelja- eða basaltföðmum, missteinótt, lágliggjandi eða hástemmd, allt eftir svæðum.
BrimketillÞannig er norðurströndin fremur lág (að Stapanum, Hólmsberginu og Hafnaberginu undanskyldu) á meðan suðurströndin er einkar há (að Sandvíkum, Hrólfsvík, Skála-, Herdísarvíkur- og Selvogsfjörum undanskyldu sem og sandfjörunni austan Þorlákshafnar). Hvarvetna má þó líta eitthvað sérstaklega áhugavert, þótt ekki væri fyrir annað en jarðmyndunina og litadýrðina umleikis hana.

Sjá meira undir Ýmsar myndir.