Sveifluháls eða Austurháls er 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn.
KleifBrattir hamrar eru niður af Hellunni að Kleifarvatni. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið er kennt við Krýsuvík; Seltún og Baðstofu. Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur, stundum nefndur Hádegishnúkur.
Hálsinn hefur einnig verið nefndur Austurháls og Móháls eystri.

Sjá meira undir Myndir.