Sveifluháls eða Austurháls er 18 km langur og 395 m hár móbergshryggur í Reykjanesfjallgarði, vestan við Kleifarvatn.
Sveifluhals-29Brattir hamrar eru niður af Hellunni að Kleifarvatni að austan sem og að Sandfellsklofa að vestan. Sunnan og austan í hálsinum er mikill jarðhiti. Hverasvæðið er kennt við Krýsuvík; Seltún og Baðstofu.
Hæstu tindar á Sveifluhálsi eru Arnarnípa, Hellutindar, Stapatindar og Miðdegishnúkur, stundum nefndur Hádegishnúkur.
Hálsinn hefur einnig verið nefndur Austurháls og Móháls eystri. Sveiflan, sem hálsinn er nú kenndur við, er ofan Hettuskarðs sunnan Hettu. Um það liggur Hettuvegur áleiðis að Vigdísarvöllum.
Gönguleiðin frá Vatnsskarði að Seltúni er u.þ.b. 9 km. Hún liggur um hryggi og dali. Víða á leiðinni eru skemmtilegar bergmyndanir og fagurt útsýni til allra átta.

Sjá MYNDIR.