Færslur

Hrútagjá er eitt “magnaðasta” jarðfræðifyrirbæri Reykjanesskagans – og jafnvel þótt lengra væri Maistjarnanleitað. Þrátt fyrir það eru á henni fá fótsspor áhugafólks um náttúru og umhverfi svæðisins.
FERLIR hefur þó tekið eftir því að þegar vakin hefur verið athygli á einstökum áður ómeðvituðum svæðum fyllast þau gjarnan af fótsporum, einkum fáfróðra og ógætinna. Dæmi um slíkt má t.d. sjá í Maístjörnunni, einum fágæfasta hraunhelli landsins. Hraunstrá í loftum hafa verið brotin niður sem og óafturkræfir dropsteinar í gólfum.
Hinar tilkomumiklu hraungjár Hrútadyngju verja sig hins vegar að mestu sjálfar fyrir fótgönguliðinu. Margt má þó berja þar margt tilkomumikið augum, sé rétt að farið.
Sjá myndir úr Hrútagjá HÉR