Tag Archive for: Reykjavík

Í Morgunblaðinu á aðfangadag 1928 birtist eftirfarandi um kirkjubyggingu í Reykjavík. Þar kemur m.a. fram um horfna selstöðu í Víkurholti:
Reykjavik 229
Hin fyrsta kirkja í Vík á Seltjarnarnesi fjekk stórgjafir – Tryggvi pórhallason forsætisráðherra skrifar: „Þegar kirkja var reist hjer í Reykjavík — Vík á Seltjarnarnesi sem lengi var kölluð — þá hlúði sóknarfólkið að henni með stórgjöfum: Kornakrar voru henni gefnir í örfirisey og Akurey, reki á Kirkjusandi og víðar, skógur og selstaða í Víkurholti, sem nú mun kallað Skólavörðuholt og jörðin Sel, og fjölmarga ágæta gripi, skrúða og bækur átti kirkjan. Voru þá þó aðrar kirkjur á næstu grösum, svo sem á Nesi, Engey og Laugarnesi, auk hins mikla klausturs í Viðey. Á þeim tímum var allmikill hluti jarðarinnar Víkur seldur fyrir smájörð norður í Akrahreppi í Skagafirði. Nú er hjer höfuðstaður Íslands, sóknarfólkið hundruðum sinnum fleira en þá. Liggur öllum í augum uppi nauðsyn nýrrar kirkju og eins hitt hversu ljett átak væri fyrir sóknarbúa nú að reisa og hlúa að nýrri kirkju að einhverju leyti í líkingu við það sem gert var á fyrri tíð.“ Undir þetta ritar Tryggvi Þórhallsson.
Oskjuhlid-225Víkurkirkja var kirkja í Reykjavík, líklega frá upphafi kristni á Íslandi þar til Dómkirkjan í Reykjavík var vígð 1796. Elstu heimildir sem nefna kirkjuna eru kirknatal Páls Jónssonar frá um 1200 og elsti máldagi hennar er frá 1379. Kirkjan var torfkirkja sem stóð í Kvosinni á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis í miðjum kirkjugarðinum gegnt Víkurbænum.
Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1397 stendur skrifað, „að Jónskirkja í Vík eigi Víkurholt með skóg og selstöðu.“
Hákon Bjarnason vill meina að Víkurholt hafi verið þar sem nú er Öskjuhlíð með vísan til leifa Víkursels sem þar er að finna.

Heimildir:
-Morgunblaðið, „Við þurfum að byggja nýja kirkju, ummæli 16 Reykvíkinga um kirkjubyggingarmálið“, 24. des. 1928, bls. 5.
-Wikipedia.
-Morgunblaðið, „Skógræktin í Öskjuhlíð“, Hákon Bjarnason, 7. janúar, 1979, bls. 10.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Ufsaklettur

Árið 2007 skrifaði Helgi Þorláksson grein í Vesturbæjarblaðið um „Ufsaklett og Selsvör„. Þar segir m.a.:
Selsvör„Ufsaklettur er norðvestur af torginu sem er fyrir fram JL-húsið við Hringbraut 121 og hann á sér merka sögu. Hún verðu reifuð stuttlega í eftirfarandi samantekt.
Fyrir hálfri öld var fjaran við götuna Ánanaust eitt helsta athafnasvæði æskufólks vestast í Vesturbænum og hafði verið lengi; krossfiskar og ígulker voru algeng leikföng barna, steinum og glerbrotum, sem sjórinn hafði núið og nuggað, var safnað, kerlingum var fleytt, hlaupið undan öldunni, færi rennt, stálpaðir strákar fóru í þönglastríð eða lögðu í ævintýraferðir á prömmum, og fleira var sér til gamans gert. Margir minnast ljúfra æskuára í fjörunni við Ánanaust, t.d. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem átti heima á Ásvallagötu og kallaði sig „fjörubarn” í útvarpsviðtali við Jökul Jakobsson, muni ég rétt. Merkilegt vitni um bjartar bernskuminningar er Ufsaklettur sem stóð einu sinni í fjörunni skammt fyrir norðan Selsvör, þegar hún var og hét, við enda Hringbrautar. Meðfylgjandi mynd sýnir afstöðu klettsins, eins og hún var. Á sínum tíma var mæld staða Ufsakletts áður en hann lenti í uppfyllingu. Sá sem mun einkum hafa beitt sér fyrir þessu var Grétar Jónsson, fyrrum starfsmaður Reykjavíkurhafnar, og átti heima á Vesturvallagötu 7 í æsku sinni. Hann vildi ekki týna Ufsakletti með öllu og hafði í huga að síðar mætti grafa hann upp og koma fyrir varanlega aftur.

Tuttugu strákar taka sig saman
Ufsaklettur-2Grétar fékk hóp stráka úr Vesturbænum til að styðja þá viðleitni að láta grafa klettinn upp og úr því varð árið 1993, með tilstuðlan borgarverkfræðings. Þá voru. í forystu fyrir strákahópnum með Grétari þeir Sigurður Þ. Árnason, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og Rafn Sigurðsson, fyrrum framhaldsskólakennari, báðir úr Lautinni, en svo nefnist svæðið milli Holtsgötu og Bráðræðisholts. Við þá hef ég báða rætt og þeir hafa lesið þessa samantekt mína í drögum og gert athugasemdir. Þremenningarnir fengu strák af Ásvallagötunni, Guðmund J. Guðmundsson, formann Dagsbrúnar, til að styðja við málefnið, og saman sendu þeir borgaryfirvöldum bréf árið 1993 og aftur 1994 og báðu í seinna bréfinu um að hlaðið yrði undir klettinn og komið fyrir merkingu. Þeir töluðu í nafni 20 manna hóps og vildu að fram kæmu á skilti þessi orð um Ufsaklett, „Hann tengist manndómsvígslu stráka í Vesturbænum”. Hinum nýuppgrafna kletti var í fyrstu komið fyrir á torginu framan við JL-húsið við Hringbraut en þetta torg mætti nefna Selstorg.
Um aldamótin síðustu skyldi torgið svo endurhannað og hækkað. Áhyggjur vakti að erfitt yrði áhugasömum að komast að klettinum úti á torginu, vegna mikillar umferðar, og var þá rædd hugmynd um að koma honum fyrir þar sem hann hafði staðið áður, eða sem næst því, en að vísu ofan á uppfyllingunni. Umræddur hópur Vesturbæjarstráka samþykkti þetta á fundi og forkólfarnir sendu borgaryfirvöldum bréf um málið í árslok 1999 og lögðu jafnframt til aðSelsvör - 2 torgið yrði nefnt Selstorg.
Kjartan Mogensen landslagsarkitekt, sem ráðamenn borgarinnar fólu að skipuleggja torgið, sat fundinn og var með í ráðum um frágang við Ufsaklett. Hann var síðan settur ofan á uppfyllinguna, sem næst sínum gamla stað, öllum aðgengilegur. Hörður Óskarsson prentari, þekktur á sjötta áratuga 20. aldar sem miðvörður í meistaraflokki KR í knattspyrnu, hafði meðferðis ljósmynd af klettinum þar sem hann stóð á upprunalegum stað og gat ekki verið vafa undirorpið að klettur sá sem komið var fyrir norðvestan við torgið, var hinn eini sanni Ufsaklettur og snýr eins og hann gerði á gamla staðnum.

Mikilvægi Ufsakletts
Ufsaklettur - 6Sá sem þetta ritar, mun yngri en umræddir Vesturbæjarstrákar, man vel hversu mikið aðdráttarafl kletturinn hafði snemma á sjötta áratug síðustu aldar þar sem hann stóð allhátt norðan Selsvarar. Hann dró til sín krakka, kannski helst stráka, sem stóðust ekki mátið að klifra upp á hann, til dæmis til að renna þaðan færi og veiða þyrskling eða ufsa. Stundum fréttist að sumir fengju lax, eftir því sem hermt er. Mest þótti varið í að klífa klettinn þegar gætti öldugangs, leita þá lags til að komast upp og stökkva síðan niður áður en næsta holskefla riði yfir.
Þarna stendur hann, nánast í beinu framhaldi af Sólvallagötunni, kletturinn sem nefndur var í upphafi þessarar samantektar. Þetta er sjálfur Ufsaklettur, en fáir munu þekkja sögu hans. Hún er vel þess virði að halda henni til haga, vekur ljúfar minningar um liðna tíð og björgunarsagan er merkur vitnisburður um þörf manna fyrir að leggja rækt við sameiginlegar minningar. Slíkar minningar tengjast mikilvægri vitund um sameiginlegan uppruna og stuðla að samsemd. Þeir sem stóðu fyrir að bjarga Ufsakletti voru æskufélagar úr Vesturbænum og þegar klettinum var komið fyrir á gamla staðnum voru þeir líklega flestir við lok starfsferils, hver á sínu sviði. Þeir áttu með sér fundi og sögðu sögur um lífið í gamla Vesturbænum. Kletturinn var miðlægur í minningum þeirra og þeir tengdu hann manndómsvígslu.
Ég undirritaður gerðist afskiptasamur sumarið 1999, skrifaði borgarverkfræðingi bréf og vildi láta flytja Ufsaklett af torginu yfir á sjávarkambinn, sem næst gamla staðnum, og lagði jafnframt til að torgið yrði nefnt Selstorg. Mér var þá sagt frá strákahópnum, sem ég vissi ekki um, og Sigurður Þ. Árnason bauð mér að vera með á fundi þeirra, sem ég gerði, mér til mikillar ánægju.

Gagnlegt að merkja
Selsvör - 3Þetta er rifjað upp hérna ma. af því að fyrirhuguð stækkun sjóvarnargarðs við Ánanaust og færsla göngustígs, og framkvæmdir sem þessu fylgja, gæti vakið þá hugmynd að best væri að færa klettinn, svo að um muni, eða jafnvel flytja brott. Sú saga sem hér hefur verið rakin sýnir að það væri synd og skömm og lausleg könnun mín bendir til að unnt eigi að vera að leggja nýjan stíg í fullri breidd án þess að færa klettinn. Ástæða er til að merkja Ufsaklett í von um að það gæti orðið honum til nokkurrar varnar og haldið lífinu í sögu hans. Og takist vel til um sjóvarnir væri kjörið að koma fyrir bekk hjá klettinum og stuðla að því að hér á stígamótum geti verið áningarstaður fyrir hina fjölmörgu sem njóta útivistar á stígunum við sjóinn.
Það er annað sem mætti líka merkja. Eins og fleiri á höfundur þessa pistils góðar minningar tengdar Selsvör, bátum, hrognkelsum og grásleppukörlum. Áður var stunduð sókn frá Selsvör á djúpmið en Rafn Sigurðsson telur að slíkir róðrar hafi verið hættir á þriðja áratug síðustu aldar. Eftir það voru aðeins stundaðar hrognkelsaveiðar úr vörinni, sumir höfðu þær sem aukavinnu og svo reru líka gamlir sjómenn sem voru komnir í land en áttu erfitt með að slíta sig frá sjónum, eftir því sem Rafn hermir. Af grásleppukörlum þarna var kannski þekktastur á sjötta áratug síðustu aldar Pétur Hoffmann eða öðru nafni Pétur H. Salómonsson sem átti heima við vörina, og var reyndar ekki einn um það.
Pétur segir af sér sögur í bókinni “Þér Ufsaklettur - 7að segja”, veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar sem Stefán Jónsson færði í letur. Núna mun fólk af yngri kynslóðum kannski helst kannast við Pétur af því að til er um hann söngurinn Hoffmannshnefar, við texta Jónasar Árnasonar.
Margir komu við í Selsvör fyrir ríflega hálfri öld til að kaupa sér í soðið og þar gat verið líflegt. Strákar hjálpuðu til við að setja fram báta eða ráða þeim til hlunns og fengu stundum að fljóta með þegar vitjað var um.
Eftir að fyllt var upp í Selsvör ofanverða, trúlega árið 1959, hefur hún smám saman verið að hverfa með auknum uppfyllingum og niðurbroti sjávar. Ég tel þó að á mikilli fjöru megi greina síðustu leifar hennar og vísa á meðfylgjandi mynd því til staðfestingar. Milli vararinnar, sem ég þykist greina, og Ufsakletts, þar sem hann er að finna á uppfyllingunni fyrir norðan hana, eru um 30 metrar. Ég legg til að Selsvör verði líka merkt og tilgreini frekari ástæður þess hér á eftir.

Sorpa, Selsvör og Öskuhaugar í einni bendu
Pétur HofmannSvo mjög er farið að fyrnast yfir hvar Selsvör er að í sérstakri grein um hana í alfræðisafninu Wikipedia, sem finna má á netinu (www.juugle.info/is/Selsvör), segir að hún hafi verið þar sem núna er endurvinnslustöð Sorpu og að áður hafi verið urðunarstaður á sama stað, þ.e. ruslahaugar. Þessi endurvinnslustöð er fyrir vestan Mýrargötu og æðispöl frá Selsvör þar sem hún er við enda Hringbrautar. Þessi ónákvæmni á sér líklega þá skýringu að skammt frá endurvinnslustöðinni var Litla-Selsvör, fyrir neðan núverandi Vesturgötu, kennd við Litla-Sel, og munu hafa verið ruslahaugar hjá vörinni í eina tíð. Önnur ranghugmynd er sú að ruslahaugar hafi verið við Selsvör sjálfa (Stóra-Sels vör), umrædda vör við enda Hringbrautar, en það mun aldrei hafa verið. Haugarnir þar sem Pétur Hoffmann fann dýrgripi voru kallaðir Öskuhaugarnir eða Haugarnir og voru í fjörunni við Eiðsgranda, fyrir sunnan Grandaveg. Ég þykist muna að um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar hafi rusli einkum verið ekið á svæðið svo að segja beint þar fyrir framan sem síðar varð til gatan Rekagrandi.
Athygli vekur hve fjaran þar sem haugarnir voru er orðin hrein og fjörusandurinn freistandi til athafna. En erfitt er að klöngrast ofan í fjöruna hér við Eiðsgranda og væri eðlilegt að gera tröppur til að auðvelda fólki, ungu og gömlu, að komast hérna að sjónum, svo sem til að vaða, fleyta kerlingar eða skoða fjörulífið eða bara til að spígspora í sandinum. Þarna gæti líka verið gaman að koma fyrir upplýsingum

Selsvör og Stóra-Sel
Ærið tilefni er til að merkja Sels-vör, ekki aðeins vegna umrædds ruglings heldur vegna þess að þetta er ein helsta og þekktasta vör í Reykjavík. Hún er kennd við bæinn Sel eða Stóra-Sel sem var lögbýli á 14. öld og er ætlandi að þá þegar hafi vörin verið til, í einhverri mynd. Stóra-Sel er við Holtsgötu 41, á baklóð, og þar stendur enn steinbær sem mun hafa verið reistur árið 1884 og ætti að sýna honum verðugan sóma. Í slíkum steinbæjum áttu oft heima útvegsbændur sem lifðu af sjávarafla og höfðu nokkurt jarðnæði fyrir skepnur (grasbýlingar) og svo hinir sem nefndust jafnan tómthúsmenn og lifðu eingöngu af sjávarafla og vinnu sem féll til. Á seinni hluta 19. aldar gerðu margir þessara manna út opna báta, ekki aðeins til að veiða hrognkelsi uppi við landsteina á vorin heldur einkum til þorskveiða um hávetur, jafnvel allt suður í Garðsjó, og þurfti áræði til og kunnáttu.
Stóra-sel 2010Um þetta má fræðast í bókinni Þættir úr sögu Reykjavíkur. Í Stóra-Selsvör drógu á land báta sína undir lok 19. aldar ekki einungis útvegsbændur frá Stóra-Seli heldur líka tómthúsmenn frá Pálshúsum, að talið er (þar sem er Hringbraut 117 eða 119) og af norðanverðu Bráðræðisholti, svo sem Háholti og Lágholti. Enn fremur af Melnum en þá mun átt við býli sem var gegnt Ásvallagötu 53-5, eða þar um bil (taldist til Sólvallagötu 31). Úr umræddri vör reru líka sem formenn, Snorri Þórðarson í Steinsholti sem Snorrakot mun kennt við (síðar Holtsgata 1) og Jón Ingimundarson í Selsholti eða Jónskoti (Holtsgötu 3). Er um þetta farið eftir þeim Ágústi Jósefssyni heilbrigðisfulltrúa og Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi, sem skráði eftir Ólafi Jónssyni fiskmatsmanni. Stærstu bátarnir, þeir sem haldið var á djúpmið, voru sex- og áttæringar og á þeim voru ófáir aðkomumenn sem fengu inni hjá útvegsbændum og tómthúsmönnum.
Stórasel-2Þetta er merkileg saga um framfarir, fólksfjölgun og bættan hag sem átti rætur í betri bátum, hagkvæmari seglabúnaði og harðari sjósókn. Framfarirnar birtust ma. í vandaðri húsakynnum, þar sem voru steinbæir, eins og á Stóra-Seli. Þessa ber að minnast og liður í því væri að merkja Selsvör. Það mætti gera með því að setja stólpa með skilti við fyrirhugaðan garð og gera tröppur sem auðveldi fólki að fara upp á garðinn til að fá yfirsýn. Óttist yfirvöld að tröppurnar ýti undir fólk að fara sér að voða með því að ganga á garðinum, eða feta sig um illfært stórgrýti niður að sjónum, mætti kannski afmarka útsýnisstaðinn með traustri girðingu. Eftir mikinn ágang sjávar á síðastliðnum vetri voru lítil merki um að hann hefði borið sand og möl á land við Selsvör enda var hún önnur tveggja þrautalendinga við Reykjavík, hin var Grófin.
StóraselAð sunnanverðu í Selsvör teljast vera leifar af hlöðnum garði eða fremur mætti tala um vegg. Í Fornleifaskrá Reykjavíkur frá árinu 1995 segir (bls. 175), „Til stendur að endurhlaða garðinn og koma fyrir upplýsingaskilti á staðnum”. Því miður hefur dregist úr hömlu að koma fyrir skilti. Upplýsingar á slíku skilti þyrftu ekki að vera mjög rækilegar, áhugasömum mætti vísa á fyllri upplýsingar á heimasíðu borgarinnar á netinu. Vegginn má sjá á meðfylgjandi mynd sem er ný og væri nokkurs virði að halda við sem síðustu minjum um vörina. Segir í fornleifaskránni að hleðslusteina úr veggnum megi sjá á víð og dreif hið næsta honum. Auðvitað er hætt við að þeir gangi úr skorðum að nýju en þannig var raunveruleikinn áður fyrr og menn létu sig hafa það að lagfæra vörina og hreinsa hana eftir þörfum.

Niðurlagsorð
UfsakletturFramtak strákanna vestast í Vesturbænum sýnir ríka þörf fyrir tengsl við fortíðina. Ummerkjum um líf og starf á fyrri tíð hefur verið eytt jafnt og þétt, stundum alveg án þess að nauður ræki til þess. Okkur er þarft að staldra stundum við og minnast þess að merki fortíðar hafa oft í sér fólgin mikil verðmæti, jafnvel þótt þau láti lítið yfir sér.“

Helgi Þorláksson fjallar um Stórasel og Ufsaklett í Mbl. 11. des. 1993. Þar segir hann m.a.: „Mikil saga og merk; Stórasel á sér langa og merka sögu. Fólki þykir fróðlegt að heyra að hér hafi Reykjavíkurbændur haft í seli á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Nálægðin við Vík vekur margar spurningar um seljabúskap að fornu. Selið fékk uppreisn og varð fullgild jörð, svonefnt lögbýli, fyrir 1379. Þá var jörðin í eigu Víkurkirkju og það er skýring þess að þarna varð síðar prestsetur. Útræði hefur sjálfsagt valdið mestu um þessa upphefð, róið var árið um kring frá Seli samkvæmt Jarðabók þeirra Áma og Páls og mun þá hafa verið lagt úr margfrægri Selsvör. Selið hefur verið hin mikla viðmiðun vestast í Vesturbænum; önnur býli tóku nafn eftir því, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel, Ívarssel, og eftir þessum seljabýlum nefnist Seljavegur. Miðsel er horfið en hin standa enn. Hringbraut liggur vestast milli Bráðræðisholts og Selsholts. Holtsgata heitir eftir Selsholti og milli hennar og Sólvallagötu er Selland enda nefndist vestasti hluti Sólvallagötu Sellandsstígur í eina tíð. Auk Selsvarar má líka nefna Selsker sem er væntanlega nefnt eftir Seli. Selsingar nefndust tómthúsmennirnir á seljabæjunum og í öðrum tómthúsum í Selsholti. Mesti uppgangstími reykvískra
tómthúsmanna var á seinni hluta 19. aldar, þeir reru þá alla leið suður í Garðsjó á vetrarvertíð á breyttum og bættum seglbátum og gerðu sér steinbæi sem tóku torfbæjum langt fram. Þessir menn öfluðu saltfisksins sem var skýringin á tilveru Reykjavíkur. Einn þessara tómthúsmanna var Sveinn Ingimundarson sem reisti steinbæinn í Stóraseli.
Steinbæirnir voru einu sinni um 150 en núna standa aðeins um 20, að sögn, sem vitni um þessa sérreykvísku húsagerð og hefur enn fækkað nýlega.“

Heimild:
Helgi Þorláksson, Vesturbæjarblaðið 6. tbl., 10. árg., júní 2007, bls. 8-9.
-Helgi Þorláksson – Mbl. 11. des. 1993, bls. 46.
-Mbl. 15. des. 1993, bls. 4 (mynd og texti).
-Mbl. 09. nóvember 1996 – C.

Selsvör

Selsvör – kort.

Kjalarnes

Í upphafi Kjalnesinga sögu segir frá frumbýlingum á Kjalarnesi:
„Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes millum Leiruvogs ok Botnsár, ok bjó at Hofi á Kjalarnesi. Hann var nýtmenni mikit í fornum sið, blótmaðr lítill, spakr ok hægr við alla. Helgi átti Þórnýju, dóttur Ingólfs í Vík, er fyrst bygði Ísland. Þeirra synir voru þeir Þorgrímr ok Arngrímr; þeir voru báðir miklir ok sterkir, ok hinir vaskligustu menn. Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau, sem hann hafði numit; hann fékk Þrándi á þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á kjalarnes - ornefniTindsstöðum, ok þar hverjum sem honum þótti fallit vera. Maðr hét Örlygr; hann var írskur at allri ætt; í þann tíma var Írland kristið; þar réð fyrir [Konufögr Írakonungr. Þessi fyrnefndr maðr varð fyrir konungs reiði; hann fór at finna Patrek biskup, frænda sinn; en hann bað hann sigla til Íslands: því at þangat er nú, sagði hann, mikil sigling ríkra manna; en ek vil þat leggja til með þér, at þú hafir iij hluti: þat er vígð mold, at þú látir undir hornstafi kirkjunnar, [ok plenarium ok járnklukku vígða. Þú munt koma sunnan at Íslandi; þá skaltu sigla vestr fyrir, þartil er fjörðr mikill gengr vestan í landit; þú munt sjá í fjörðinn inn iij fjöll há, ok dali í öllum“; þú skalt stefna inn fyrir hit synnsta fjall; þar muntu fá góða hafn, ok þar er spakr formaðr, er heitir Helgi bjóla; hann mun við þér taka, því hann er lítill blótmaðr, ok hann mun fá þér bústað sunnan undir því fjalli, er fyr sagði ek þér frá; þar skaltu láta kirkju gjöra’, ok gefa [hinum heilaga Kolúmba. Far nú vel, sagði biskup, ok geym trú þinnar sem bezt, þótt þú verðir með heiðnum. Eptir þat býr Örlygr ferð sína, ok er frá ferð hans þat fyrst at segja, at allt gekk eptir því sem biskup sagði. Hann tók í Þerneyjarsundi höfn; síðan fór hann at finna Helga bjólu, ok tók hann vel við honum; reisti Örlvgr þar nú hú ok kirkju, ok bjó þar síðan til elli.
Esja-233Á ofanverðum dögum Konufögrs kom skip í Leiruvog; þar voru á írskir menn. Maðr hét
Andríðr, ungr ok ókvongaðr, mikill ok sterkr. Þar var þá kona sú, er hét Esja, ekkja ok mjok auðig. Sá maðr er nefndr Kolli, er þar var á skipi með þeim. Helgi tók við þeim öllum; Kolla setti hann niðr í Kollafjörð; en með því at Örlygr var gamall ok barnlauss, þá gaf hann upp land ok bú, ok tók Esja við; settist hún þá at Esjubergi. Allir þessir menn voru kallaðir skírðir; en þó var þat margra manna mál, at Esja væri [forn í brögðum. Andríðr fór um vetrinn til vistar til Hofs; var þar þá fóstbræðralag ok með sonum Helga. Andríðr bað Helga fá ser bústað ok kvonfang; Hann hafði auð fjár. Þá var skógi vaxit allt Kjalarnes, svo at þar at eins [var rjóðr, er menn ruddu til bæja eða vega. Braut mikil var rudd eptir holtinu frá Hofi; þangat riðu þeir Helgi ok Andríðr um vorit; ok er þeir komu út á holtið, þá mælti Helgi: ber vil ek, Andríðr, sagði bann, gefa þér jörð, ok at þú reisir þér bæ; mér þykkir sem þeir synir mínir vilji, at þér sitið nær. Eptir þat reisti Andríðr bæ í brautinni ok kallaði Brautarholt, því at skógrinn var svo þykkr, at honum þótti allt annat starfameira; Andríðr setti þar reisuligt bú saman.
Kjalarnes-239Maðr hét Þormóðr, hann bjó í Þormóðsdal; með honum var systir hans, er Þuríðr het; hun var fríð sjónum ok auðig at fe. Þessar konu bað Helgi til banda Andríði, ok þessi konu var honum heitið. Þetta sumar var ok heitið Þorgrími Helgasyni Arndísi, dóttir Þórðar skeggja af Skeggjastöðum, ok voru brullaupin bæði saman at Hofi, ok var veitt með hinu mesta kappi; var þar ok allfjölmennt. Eptir boðit fór Þuríðr í Brautarholt, ok tók við [búi fyrir innan stokk; var þat brátt auðsætt, at hon var mikill skörungr. Þau höfðu margt gangandi fjár, ok gekk allt nær sjálfala úti í skóginum um nesið. Þetta haust [var honum vant kvígu þrévetrar, myrkrar; hon hét Mús. Þessi kvíga fannst [þrem vetrum síðar á nesi því, er liggr til vestrs undan Brautarholti, ok hafði hon þá með sér ij dilka, annann vetrgamlan, en annann sumargamlan; því kölluðu þeir þat Músarnes. Þann vetr, er Andríðr bjó fyrstan í Brautarholti, andaðist Helgi bjóla; þat þótti mönnum hinn mesti skaði, því at hann var hinn vinsælasti maðr. Um vorit skiptu þeir bræðr föðrarfi sínum, hafði þorgrímr föðrleifð þeirra ok mannaforráð, því at hann var eldri, en Arngrímr utjarðir. Hann reisti bæ við fjörðinn, er hann kallaði Saurbæ…“

Heimild:
-Íslendinga sögur, Kjalnesinga saga,1843, bls. 397-401.

Esja

Esja á Kjalarnesi.

Elliðaárdalur

Helgi Sigurðsson, sagnfræðingur á Árbæjarsafni, segir frá „Dal vættanna“ í DV árið 2001:
„Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga og á hverjum degi fara mörg þúsund manns um dalinn. Að öllu jöfnu er Elliðaárdalurinn fallegur, vinalegur og hættulaus en þegar gluggað er í söguna er margt öðruvísi en sýnist í fyrstu.

Mýrardraugurinn
ellidaardalur-291Helgi segir að Elliðaárdalurinn búi yfir ýmsum huldum vættum. „Segja má að flestir bæir sem áttu land að dalnum tengist draugagangi eða huldufólki á einhvern hátt. Efsti bærinn í dalnum er Elliðavatn. Á seinni hluta 19. aldar settust tveir vinnumenn þar að drykkju í beitarhúsum ásamt manni er nefndist Magnús Jónsson, en hann hafði lært nokkuð í frönsku. Nokkrum dögum seinna fannst Magnús helfrosinn í mýri nálægt Vatnsenda og voru hrafnar lagstir á náinn. Talið var víst að hann hefði orðið úti vegna drykkjunnar. Líkið var flutt heim að Elliðavatni. Gekk Magnús síðan aftur við beitarhúsin. Fólk hafði ekki svefnfrið fyrir söng og drykkjurausi á frönsku, höggum og hurðaskellum. Draugurinn var fyrst kallaður Mangi og sótti mest að öðrum vinnumannanna sem drukkið höfðu með honum og hrökklaðist sá burt. Eftir það sást draugurinn mest við beitarhúsin og í mýrinni þar sem Magnús varð úti og eftir það var hann nefndur Mýrardraugurinn.“

Með hausinn í hendinni

Stapadraugurinn

Draugurinn.

„Önnur saga sem tengist dalnum ofanverðum er einnig frá 19. öld. Eftir að Guðmundur á Kópavogsbýlinu dó urðu menn óþyrmilega varir við að hann lægi ekki kyrr. Hann reyndist mjög mannskæður. Dag einn, haustið eftir að hann andaðist, gekk maður nokkur sem Stefán hét upp að Vatnsenda og dvaldist þar fram undir sólsetur. Honum var fylgt vestur að svonefndu Vatnsendahvarfi. Þegar fylgdarmaðurinn var nýskilinn við Stefán sá hann mann rétt fyrir norðan sig og þekkti hann strax Guðmund úr Kópavogi. Stefáni varð ekki um sel. Hann hélt þó áfram og var draugurinn alltaf á hlið við hann uns hann kom niður á móts við Breiðholt. Þá nam draugurinn allt í einu staðar, tók ofan hausinn og marghneigði sig fyrir Stefáni með hausinn í hendinni og hvarf. Guðmundur í Kópavogi sótti einnig að bóndanum í Breiðholti en hann stóð af sér allar skráveifur. Talið er að Guðmundur sé enn á ferli og menn telja sig verða vara við hann annað slagið.

Draugasteinar
alfholl-221„Svo nefndir Draugasteinar eru við stíginn við suðurenda Árbæjarstíflu… Þetta eru nokkur björg, allt að mannhæðarhá og er talið að í þeim búi álfar. Uppi á Breiðholtsbarðinu við fjölbýlishúsið að Vesturbergi 2-6 er önnur álfabyggð samkvæmt Fornleifaskrá Reykjavíkur. Trúin á álfabyggðina var svo sterk að fjölbýlishús sem átti að byggja á staðnum var flutt til að raska henni ekki. Þetta geta allir séð sem fara um Vesturberg.“

Framhjáhald og morð

Bústaðir

Bústaðir 1972.

„Neðar í dalnum við austurenda Bústaðavegar stóð bærinn Bústaðir. Þar bjuggu eitt sinn hjón og var hjá þeim vinnumaður sem hét Þorgarður. Sagt var að konan héldi við Þorgarð og að bóndi þyrfti að sinna óvandari verkum og var oft úti yfir fé í illviðrum en Þorgarður sat heima. Eitt vetrarkvöld í byl kom bóndi ekki heim og heldur ekki nóttina eftir. Næsta morgun fannst hann í Elliðaánum með áverka sem menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða og var Þorgarður fundinn sekur. Hann átti þess kost að greiða fébætur eða vera tekinn af lífi. Þorgarður fór til bóndans að Seli á Seltjarnarnesi og bað hann að leysa út líf sitt. Bóndinn var talinn vel í efnum og tók málaleitaninni ekki illa en það gerði húsfreyja hans. Þorgarður fékk því enga aðstoð og var tekinn af lífi. Gekk hann aftur og sótti að Selshjónunum og var því kallaður Sels-Móri. Hann var á ferli að minnsta kosti fram á síðustu öld.“

Sæskrímsli í Elliðaárvogi

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

„Árið 1883 var hraustmennið Guðmundur Guðbrandsson við Elliðaárvoginn að tína krækling í beitu. Skyndilega kom að honum ókennileg skepna þakin skeljum og á stærð við veturgamlan kálf. Guðmundur stóð í stimpingum við skepnuna í tvær klukkustundir en komst á endanum að Bústöðum. Hann var svo illa til reika að hann lá rúmfastur í tvo sólarhringa.“

Dvergar og álfar
Helgi segir að snemma vors 1990 hafi Erla Stefánsdóttir sjáandi verið í gönguferð um Elliðaárhólmann og orðið vitni að margvíslegri „innri birtingu náttúrunnar“ eins og hún orðaði það. „Strax og Erla kom yfir bogabrúna sá hún tvö sambyggð hús og „voru þybbnir dvergar þar á stjái“. Stutt þar frá var annar bær og voru smávaxnir dvergar úti fyrir, forvitnir og glaðir og störðu undrandi“ á hana. Ofar við ána sá Erla síðan jarðdverga eða gnóma, sem voru ekki hærri en 12 sentímetrar á hæð og klæddust björtum og litríkum fatnaði. Enn ofar, á hraunrana, kom hún í þorp jarðdverga. „Nokkur voru á einni hæð og fleiri á mörgum hæðum, með turnum og spírum og garðar voru í kringum hvert hús.“ Í furulundi þar skammt frá kom Erla síðan í álfabyggð og voru álfarnir á stærð við 6-8 ára börn. „Voru þeir græn- og rauðklæddir, með árur í sömu tónum og fötin. Sást vel inn til þeirra, voru herbergin lítil en mörg og mjóg snyrtilega búin.“ Á göngu sinni sá Erla einnig trjáverur og fortíðarmyndir kvenna við þvott á árbakka.“

Arnes í þófaramyllunni

Reykjavík

Þófaramylla við Elliðaár.

„Meðal kunnustu útilegumanna á Íslandi fyrr á tíð var Arnes Pálsson, sem meðal annars bjó um skeið með Fjalla-Eyvindi og Höllu á Arnarvatnsheiði. Af Arnesi eru til ýmsar sögur og ein þeirra í Elliðaárdal. Í stuttu máli fjallar hún um gæslumann sem rakst á Arnes sofandi í þófaramyllunni snemma morguns: Arnes hafði staf í hendi og poka við hlið sér. Gæslumaðurinn greip það hvort tveggja og hljóp heim að Ártúni. Vaknaði þá Arnes og elti hann. Tókst gæslumanninum að senda stúlku til Reykjavíkur að… segja hvað um væri að vera. Reyndi hann síðan að tefja fyrir Arnesi en hann var ókyrr og enduðu samskipti þeirra með því að Arnes svipti gæslumanni flötum í bæjargöngunum og hljóp á brott. Hafði hann þá séð til þrjátíu manna flokks sem kom eftir Bústaðaholtinu frá Reykjavík. Veittu þeir Arnesi eftirför upp eftir Elliðaánum og þaðan allt suður í Garðahraun á Álftanesi þar sem hann hvarf þeim sjónum í skjóli myrkurs.“

Morð og drekkingar
skotufoss-331Að sögn Helga eru Skötufoss og Drekkingarhylur einhverjir sögufrægustu staðir í Elliðaárdalnum. „Ef enn er reimt i dalnum þá ætti það að vera þar, bæði vegna morðs sem þar var framið og þar var líka opinber aftökustaður. Árið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður sem hét Sæmundur Þórarinsson. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að drepa bónda sinn. Kvöld eitt í september fóru þeir Sæmundur og Sigurður til veiða í Elliðaánum. Þegar þeir voru staddir við Skötufoss gekk Sigurður aftan að Sæmundi og sló hann með tréfjöl og hratt honum í hylinn. Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga að Sæmundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir sem drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var grafið en smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri valdur að dauða Sæmundar eða hefði vitneskju um endalok hans. Var gengið á Sigurð og þegar hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“, eins og segir í Vallaannál.“

Drekkingarhylur
ell-225Helgi segir að það hafi þótti í frásögur færandi að Steinunni Guðmundsdóttur var drekkt í læknum fyrir austan Kópavogsþingstað en ekki á hefðbundnum stað í „Elliðaá syðri“ eins og komist er að orði í Vallaannál.
Eins og flestum er kunnugt voru konur fyrst og fremst líflátnar með drekkingu. Ekki er vitað hversu mörgum konum var drekkt í Elliðaám en ein þeirra var Vigdís Þórðardóttir. Vigdís hafði borið út barn sitt árið 1696, að Ingunnarstöðum í Brynjudal, Kjós. Heimildir eru fáorðar um mál hennar en konur sem báru út barn á þeim tíma voru nær undantekningarlaust fátækar og einstæðar. Líflátsdómar fyrir útburð tíðkuðust á 17. öld og fram á annan áratug 18. aldar.“

Heimild:
-Dagblaðið Vísir – DV, 15. september 2001, bls. 51.

Draugasteinn

Draugaklettur í Elliðaárdal.

Reykjavík

Á vef Fornleifastofnunar Íslands er fjallað um merkileg fornfræðileg efni – flest þó fjarri Reykjanesskaganum. Eitt verkefnanna sem finna má á www.menningarminjar.is og á www.menningarsaga.is. „Þegar minnast þarf glataðra menningarminja er ágætt að horfa til Reykjavíkur með það í huga að „fortíðin er ekki „hughrif“ – hún er áþreifanlegur raunveruleiki“.

Aðalstræti

Uppgraftarsvæði í og við Aðalstræti.

Reykjavík ber hin mestu verðmæti sögunnar ekki vel. Á rústum hinnar fyrstu byggðar þreytir fólkið hennar nú ýmist drykkju eða hjálpræði, boðar til þings og syngur skaparanum lof. Flest var þetta iðkað á sama stað þegar fyrstu kynslóðir Íslendinga reistu þar bú sín. Á svæðinu kringum Austurvöll og Aðalstræti hafa fundist menjar um þúsund ára gamla byggð, fornan bæ að þess tíma sið. Þar eru einnig leifar af fyrstu verulegu byggingum Reykjavíkur sem kaupstaðar, Innréttingarnar sem Skúli Magnússon fógeti lét reisa af stórhug hins upplýsta manns um miðja 18. öldina.
Og enn ber borgin merki hins fyrsta sæðis: Hún er stórhuga í smæð sinni og smá í sinni víðáttu. Gamla þorpið sem hún var, er varðveitt að hluta í miðborginni, og undir grunni nýrra bygginga búa rústir hinna gömlu – og jafnvel elstu, þar sem fornir andar landnema emja við söngva núlifandi kynslóða.
Vitaskuld er erfitt um vik að kanna til hlýtar fornleifar í miðborg nokkurrar höfuðborgar. Þó hefur þetta verið gert að talsverðu leyti í Reykjavík, einkum á umræddu svæði kringum Aðalstræti. Þar var fyrst komið niður á fornleifar við byggingaframkvæmdir á lýðveldisárinu 1944 en síðan var staðið fyrir umtalsverðum fornleifauppgrefti á svæðinu í byrjun áttunda áratugarins.
Í þessum uppgrefti og öðrum sem gerður var á níunda áratugnum komu í ljós leifar af tveimur 10. aldar skálum. Annar þeirra hefur staðið neðst við Grjótagötuna, þar sem Aðalstræti og Suðurgata mætast en hinn þar sem nú er Suðurgata 7. Elsta byggð í Reykjavík hefur því verið á svæðinu frá suðurhluta Ingólfstorgs og suður að Vonarstræti. Á torginu þar sem nú stendur stytta af Skúla Magnússyni hafa fundist leifar af mjög gömlum kirkjugarði. Hvíla þar griðkonur Ingólfs og Hjörleifs? – eða jafnvel þeir sjálfir? Eins og gefur að skilja er ógjörningur að fullyrða um slíkt og í raun erfitt að draga upp heildstæða mynd af byggðasögu Reykjavíkur. Þær takmörkuðu fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið sanna þó svo ekki verður um villst að byggð í Reykjavík er jafnvel jafngömul landnáminu.

Árið 1993 var grafið í Arnarhól vegna fyrirhugaðra framkvæmda um að breyta hólnum. Var þá komið niður á bæ frá 17. öld en öruggt er talið að neðan hans séu leifar af eldri byggingum. Við uppgröftinn fannst rómverskur peningur.
Það gefur auga leið að á miðöldum hefur byggð ekki verið samfelld á Reykjavíkursvæðinu eins og nú er, og fornleifar sem fundist hafa á öðrum stöðum, eins og í Laugarnesi, hafa tilheyrt annarri sveit. Frá vegarstæðinu þar sem Kleppsvegur beygir í átt að Sæbraut má greina til norðurs óljós merki fornleifa. Þar hefur verið kirkjugarður til forna en ekki hefur gefist færi á að kanna hversu umfangsmikill hann hefur verið. Vitneskja manna um byggðasögu Reykjavíkur er því jafn sundurlaus og svipur hennar.

Við vitum að hér settust landnemar að mjög snemma, og að einhver byggð hélst fram eftir öldum í kvosinni. Um miðja átjándu öldina má greina fyrstu merki þess hlutverks sem Reykjavík fékk síðar sem höfuðstaður Íslendinga. En nær allar lýsingar frá þeim tíma og 19. öldinni bera borginni slæmt orð. Hún er sóðalegt og drungalegt smáþorp, byggð af ólánsmönnum, þurrabúðarmönnum og sjógörpum í sambúð við örfáa danska embættismenn sem hingað hafa hrakist fyrir tilstilli illra örlaga. Og dágóður hluti íbúanna voru fangar og ræfilsmenn sem hafast við í húsinu þar sem ríkisstjórnin situr nú – litlu betri segja sumir.

Þegar söguleg vitund íslenskra menntamanna vaknar af löngum svefni á fyrstu áratugum 19. aldar finnst mörgum þeirra óhugsandi að velja Alþingi stað í þessu ljóta þorpi. Jónas Hallgrímsson fer fyrir hópi rómantískra hugsuða sem vilja setja þingið á sínum forna stað við Öxará. En eitthvað segir það okkur um stöðu Reykjavíkur á þessum tíma að Jón Sigurðsson og hans menn vilja setja þingið í reykjavík, af þeim sökum að þar muni þegar tímar renna rísa sá höfuðstaður sem við þekkjum nú. Hér eru æðstu menntastofnanir landsins, Reykjavíkurskóli og Prestaskólinn. Hér er dómkirkjan. Hér skulum við byggja okkar borg. Vegur Reykjavíkur vex smám saman þegar líður á nítjándu öldina og upp úr aldamótum búa hér um 6.000 manns, þar af nýfenginn ráðherra Íslendinga. Frá þessum tíma eru flest þau lágreistu hús sem nú setja svip sinn á miðborgina. En yfirbragð hennar er enn í mótun. Það er í raun aðeins nýlega sem sæst hefur verið á gildi þessara litli húsa fyrir svip borgarinnar og minna kapp lagt á að ryðja þeim burt eða kaffæra bak við reisulegri minnisvarða. En þegar slíkt hendir er mikilvægt að kann allar aðstæður frá sjónarhóli fornleifafræðinnar. Varðveisla sögulegra minja í Reykjavík felst þó kannski ekki síður í að hlúa að þessum gömlu húsum og tryggja þeim góða sambúð við síðari tíma byggingar. Sundurleysið í svip borgarinnar ber í sér töfra hennar. Og eins er um söguna. Við getum ekki státað af stórkostlegri sögu þar sem uppgangur og harðræði takast á og skilja eftir minnisvarða síðari kynslóðum til handa. Fáeinir húsagrunnar í sverði kvosarinnar og á einstaka stöðum í borginni eru einu leifar um byggð hér í fornöld. En þó hefur það ekki verið rannsakað að fullu.

Tign Reykjavíkur er af allt öðrum toga en útlendra stórborga, í stórhuga hógværð sinni ber hún skammri sögu okkar einstakt vitni og gerir enn í sinni stöðugu mótun þegar ný öld er um það bil að hefjast. Fornleifarannsóknir hafa þó fært henni sama tilverurétt og annarra höfuðborga, að því leyti að hún byggir þrátt fyrir allt á mjög gömlum grunni og er jafngömul sögu þjóðarinnar. Og hver veit nema að í framtíðinni gefist þess kostur að grafa frekar í svörð hennar þar sem vitað er um leifar fyrstu íbúanna, svo sem í kvosinni, við Alþingishúsið, á Arnarhóli og í Laugarnesi. Slík heildarathugun á byggðasögu henanr mun ekki gera Reykvíkingum fært að bera sig saman við Parísarbúa eða Lundúnarverja, en hún myndi án efa varpa frekara ljósi á uppvöxt Reykjavíkur, þann vöxt sem enn á sér stað og er samofinn lífi fólksins í borginni.

Byggðasaga Reykjavíkur og fornleifarannsóknir í Kvosinni
Þegar Skúli Magnússon stofnaði Innréttingarnar árið 1751 var Reykjavík aðeins venjulegur sveitabær. Verksmiðjunum var valinn staður við hliðina á bæjarhúsunum. Bærinn er talinn hafi staðið þar sem Hjálpræðisherinn er nú og byggðust því Innréttingarnar út af Aðalstræti, sem hafði verið sjávargata Reykjavíkurbóndans. Fljótlega byggðist upp hið gamla tún Reykjavíkurbæjar og er Austurvöllur leifar þess. Búskapur lagðist fljótlega af.
Reykjavíkurkirkja stóð þar sem núna er Fógetagarðurinn og hefur verið kirkjugarður kringum hana, allt þar til Dómkirkjan var byggð árið 17… Kirkjugarðurinn var þó áfram í notkun þar til kirkjugarðurinn við Suðurgötu var opnaður um miðja 19. öld. Frá upphafi samfelldrar byggðar í Reykjavík hafa menn því alltaf vitað um menjar gamla Reykjavíkurbæjarins og kirkjugarðsins. Allar götur síðan á 18. öld hafa menn rekist á fornar minjar: hleðslur, öskur, bein osfrv, við byggingaframkvæmdir frá Vonarstræti og norður undir Hallærisplanið.
Í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar var ákveðið að ráðast í meiriháttar fornleifauppgröft á gamla bæjarstæðinu. Þá var grafið á lóðunum Aðalstræti 14 og 18, Suðurgötu 5 og Tjarnargötu 6. Við þennan mikla uppgröft komu í ljós bæði leifar af húsum innréttinganna í Aðalstræðti en einnig miklu eldri leifar frá því að menn fyrst tóku land í Reykajvík. Að minnsta kosti tveir skálar hafa verið við Aðalstrætið og sá þriðji við Suðurgötuna. Ekkert virðist byggt í Aðalastræti eftir að fyrstu skálarnir þar fara í eyði. Byggðin heldur eingöngu áfram á svæðinu milli Suðurgötu, Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Síðar hefur einnig verið grafið á lóðinni á Suðrgötu 7 og þar komu í ljós byggingar tengdar Reykjavíkurbænum. Síðast var grafið 1999 í miklum ruslalögum á bílastæðinu á móti húsi Happrættis Háskólans. Þar hefur verið mýri við nyrstu mörk Tjarnarinnar. Allt sem fannst við þann uppgröft reyndist vera yngra en frá 1500.
Hinn 9. september s.l. [2005] lauk vettvangsrannsókn á fornleifum undir húsinu í Aðalstræti 10, sem er talið elsta hús í Reykjavík. Rannsóknin fór fram vegna viðgerða og endurbyggingar á húsinu. Lækka átti jarðveg undir gólfi vegna einangrunar og lagna og einnig að grafa niður til að styrkja undirstöður hússins. Því þurfti að kanna hvort fornleifar væru þar fyrir.
Bæði var talið að þar gætu verið leifar eldri húsa frá 18. öld og jafnvel eldri ummerki um mannvist. Á ýmsum nálægum lóðum, Aðalstræti 12, 14, 16 og 18, höfðu áður fundist minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Húsið Aðalstræti 10 er byggt upp úr miðri 18. öld. Undir mestum hluta gamla hússins sjálfs hafði ekki verið kjallari og því voru þar óröskuð jarðvegslög. En viðbygging við húsið að vestan hafði verið grafin dýpra niður.

Minjar þær er fundust undir gólfi í Aðalstræti 10 reyndust vera frá 18. öld. Þar voru steinundirstöður undan timburstokkum eða plönkum sem borið hafa uppi fjalagólfið í húsinu. Þar undir voru ýmis lög með ummerkjum um umsvif manna á staðnum, m.a. töluverð lög af móösku úr eldstæðum nálægra bygginga. Nokkuð fannst af glerbrotum, einkum rúðugleri, einnig nokkuð af dýrabeinum. Meðal tímasetjanlegra gripa var nokkuð af brotum úr leirílátum, postulíni og tóbakspípum úr leir. Ekki fundust ummerki um eldri byggingar sem kann að benda til þess að hér sé komið norður fyrir bæjarstæði Reykjavíkurbæjarins gamla.

Helstu heimildir um Reykjavík:
-Kristín H. Sigurðardóttir – Fornleifarannsókn að Suðurgötu 7 í Reykjavík. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1986.
-Kristján Eldjárn – Hann byggði suður í Reykjarvík. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj., (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974.
-Matthías Þórarson – Fundnar fornleifar í Reykjavík, 15. júní 1944.
-Else Nordahl – Landnámstid i Reykjavík. Hus, gård och bebyggelse, Guðmundur Ólafsson ritstj. Reykjavík 1983.
-Else Nordahl – Reykjavík from the Archaeological Point of View, Uppsala 1988.
-Ragnar Edvardsson – Fornleifar á Arnarhóli. Árbók hins íslenzka fornleifaféalgs 1994, 17-28.
-Þorkell Grímsson – Reykvískar fornleifar. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj. (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974, 53-74.
-Þorleifur Einarsson og Þorkell Grímsson – Ný aldursgreining úr rannsókninni Aðalstræti 14, 16 og 18, 2000 – 2003. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1968.

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Stórasel

„Nafn býlisins Sels bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið selstaða frá Vík.“ Áður fyrr voru stundum útihús í högum oft langt frá bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrum. Slík hús voru nefnd sel og var þetta kallað að hafa í seli.
Storasel 201Árið 1367 er Sel talið sem eign Jónskirkju postula í Vík, samkvæmt Hítardalsbók. Litlum sögum fer af Seli næstu aldirnar. Í Jarðbókinni frá 1703 er jarðadýrleiki óviss, ábúandi er einn Ólafur Benediktsson. Heimilismenn 8 og níundi heilsuveikur mágur bóndans, torfrista, stunga og móskurður í Víkurlandi frí. Heimræði er árið um kring og lending sæmileg, ganga skip ábúandans eftir hentugleikum.
Jarðardýrleki er en óviss um 1835-1845 þegar Johnsen skráir, en þá er Bráðræði skráð sem hjáleiga Sels. 1803 segir fyrst frá Bráðræði, sem hjáleigu frá Seli, og Litla-Sel nefnir bæjarfógeti einn, sem hjáleigu þaðan. Prestur telur 5 býli á öllu Seli, en bæjarfógeti telur eigi ábúendur. Prestur, en enginn annar telur Sauðagerði með 5 býlum.
Seint á 18. öld bjó í Seli Þorfinnur Þorbjarnarson frá Skildinganesi. Hann var lögréttumaður um skeið og er þess getið í heimildum að hann hafi setið á Alþingi á tímabilinu 1787-1793. Með konungsúrskurði 1809 var ákveðið að prestsetur skyldi vera í Seli. Þangað fluttist Brynjólfur Sigurðsson (Sívertsen) dómkirkjuprestur (d. 1837). Sel var innlimað í Reykjavík 1835. Það átti jarðamörk að Hlíðarhúsum og Reykjavík. Sels bæirnir voru síðast fimm. Á lóðinni Holtsgata 41b stendur Stóraselsbærinn enn, reistur um 1885. Ívarssel, nú Vesturgata 66b, reis um 1870. Litlasel og Jórusel eru sambyggð hús á lóðinni Vesturgata 61. Litlasel mun vera reist fyrir aldamót en Jórusel síðar.
Litlasel 201Hér voru varir, Litla-Selsvör, og aðeins suðvestar, norðan við Sóttvarnarhúsið, sem nú er Mið- Selsvör, suðvestan hennar er svo Stóra-Selsvör, og Lágholtstangi gengur hér fram í sjó.
Á mbl.is árið 2005 segir eftirfarandi: „ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús.
Ívarssel var einn af Selsbæjunum svokölluðu en hinir nefndust Stórasel, Litlasel og Jórunnarsel. Húsið mun vera elsta hús í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Garðastrætis.
Þau tómthúsbýli sem byggðust upp í landi Sels drógu mörg nafn af heimajörðinni og breyttist nafn Sels þá í Stórasel. Selsbæirnir voru síðast taldir fimm og voru, auk Stórasels, Miðsel, Litlasel, Jórunnarsel og Ívarssel. Síðasta bæjarhús Stórasels, steinbær sem reistur var 1884, stendur enn á lóðinni Holtsgötu 41b. Einn ábúandi var í Seli 1703. Heimili í Stóra-Seli voru 3 samkvæmt manntalinu 1845 og er eitt af þeim Pálshús. Steinbærinn frá 1884 stendur enn á dálítilli torfu á sameiginlegri baklóð Sólvallagötu 80-84, Ánanausta 15 og Holtsgötu 31-41.
Er stærstur hluti bakgarðsins tekinn undir bílastæði og virðist Jorunnarsel 201hann hafa verið lækkaður eitthvað ef miðað er við hæð torfunnar sem bærinn stendur á. Sé um að ræða elsta bæjarstæði Sels, þá verður það að teljast nokkuð raskað, en vegna þeirrar torfu sem enn er eftir í kringum steinbæinn og að um er að ræða bæ með nokkuð langa búsetu er mögulegt að enn geti verið að finna nokkuð þykk mannvistarlög á þessum slóðum.
Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Litlasels er fyrst getið sem hjáleigu frá Seli í jarðalista bæjarfógeta frá árinu 1844. Árið 1848 var sonur Steingríms, Ólafur, talinn eigandi að þeim hluta Selslands þar sem Litlasel var byggt. Á Litlaseli munu um tíma hafa verið mörg býli og bjó Ólafur Steingrímsson á einu þeirra, á öðru Jakob bróðir hans, á þriðja býlinu bræðurnir Jón og Grímur Guðnasynir og á því fjórða Ívar Jónatansson, en það býli var alltaf kallað Ívarssel til aðgreiningar frá hinum. Árið 1881 byggði Magnús Pálsson tómthúsmaður timburhús rétt suðvestan við bæinn á Litlaseli sem síðar var kennt við Jórunni Eiríksdóttur ekkju og kallað Jórunnarsel.
Þremur árum síðar reisti Grímur Jakobsson íbúðarhús úr bindingi og múrsteini austan við Litlasel, nálægt því þar sem Vesturgata og Seljavegur mætast nú. Ivarssel 201Árið 1885 seldi Ólafur Steingrímsson syni sínum, Guðmundi Kristni Ólafssyni skipstjóra, hálfan Litlaselsbæinn og fjórum árum síðar fékk Guðmundur leyfi til að „byggja um bæ sinn á sama stað og með sama lagi og áður“. Þá byggði hann steinbæinn sem enn stendur á lóðinni.
Árið 1895 seldi Guðmundur eign sína Sigurði Einarssyni útvegsbónda. Tíu árum síðar var Sigurður látinn en ekkja hans, Sigríður Jafetsdóttir, bjó enn í Litlaseli ásamt dætrum þeirra. Litlasel var þá einnig heimili Magnúsar Einarssonar og fjölskyldu hans en í Jórunnarseli bjuggu Jóhann Þorbjörnsson tómthúsmaður, Halldóra kona hans og tveir synir. Árið 1913 seldi Sigríður Jafetsdóttir eign sína Karveli Friðrikssyni sjómanni og árið 1924 voru Litlasel og Jórunnarsel virt saman sem húseign hans. Ári síðar lét ekkja Karvels, Guðbjörg Kristjánsdóttir, stækka og endurbæta Litlasel og var þá innréttuð sérstök íbúð í risinu. Árið 1935 eignuðust Axel R. Magnússen og Margrét Ólafsdóttir húsin að Vesturgötu 61 og bjuggu þar síðan lengi og afkomendur þeirra eftir þau. Á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld höfðu íbúar Litlasels og Jórunnarsels flestir framfæri sitt af fiskveiðum, líkt og ábúendur hinna Selsbæjanna. Þeir sem gerðu út árabáta réru frá þremur vörum á þessum slóðum, Litlaselsvör sem var rétt neðan við vesturenda Vesturgötu, Miðselsvör dálítið suðvestar, neðan Miðselstúns, og Stóraselsvör enn suðvestar, þar sem göturnar Hringbraut og Eiðsgrandi mætast nú. Ekki er ljóst hvort húsin frá 1881 og 1889 sem eru númer 61 við Vesturgötu eru á elsta bæjarstæði Litla-Sels. Þó má gera því skóna að þau séu á svipuðum slóðum ef marka má textann úr skráningargögnum Minjasafns Reykjavíkur hér að framan þar sem segir að þau hafi verið byggð „á sama stað og með sama lagi“ og eldri bæir.
Miðsel, steinhús reist 1874, er nú horfið en stóð þar sem nú er húsið nr.19 við Seljaveg… Býlin Litlasel og Miðsel munu hafa byggst upp í tíð Steingríms Ólafssonar sem var bóndi á Seli í kringum 1840. Eru örlitlar líkur á að einhverjar leifar Miðselsbæjarins sé að finna í bakgarðinum fyrir aftan Seljaveg 19 eða í götunni fyrir framan húsið.“

Heimildir:
-mbl.is, 4. maí 2005 (lesið 14. mars 2012).
-Húsakönnun, drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Minjasafn Reykjavíkur 2007.
-Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaðir við Sund. 3 bindi, bls.38.
-Íslenskt fornbréfasafn III. bindi, bls.220.
-J.Johnsen. Jarðatal, bls.121..neðanmálsgrein.
-Pál Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 39.
-Vigfús Guðmundsson (1936).
-Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarnes.
-Drífa Kristín Þrastardóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Húsakönnun. Seljavegur-Ánanaust-Holtsgata-Vesturgata. Minjasafn Reykjavíkur. Skýrsla nr. 135, bls. 10-11.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, bls. 121, 462.
-Jón Helgason: Reykjavík. Þættir og myndir úr sögu bæjarins 1786-1936, bls. 47.
-Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur. 1. bindi, bls. 269.
-Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr. 1560) – Borgarskjalasafn: Aðf. 751-757. Brunatrygging húsa 1896-1943 (Br.nr. 200 og 327;; – -Guðjón Friðriksson: Indæla Reykjavík, bls. 79.
-Ágúst Jósefsson (1959) Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 85 -Ari Gíslason. Örnefnaskrá Reykjavíkur og Seltjarnarness –Páll Líndal. Reykjavík. Sögustaður við Sund. 4. bindi, Lykilbók, bls. 66-67.
-Guðjón Friðriksson (1991). Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940. Fyrri hluti, bls. 87.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 3. bindi. Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 252.
-Borgarskjalasafn: Skjöl byggingarfulltrúa (B) fyrir Vesturgötu 61 (B-nr.1560).

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn.
Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

Sölvhóll

Nafnið Sölvhóll vísar að öllum líkindum til gamalla búskaparhátta. Mikið var um sölvatekju í Örfirisey eða á Víkurfjörum. Vel má hugsa sér að Sölvhóllinn hafi verið notaður til að þurrka söl. Eldri orðmynd gæti þá hafa verið Sölvahóll.

Solvholl-1

Bærinn Arnarhóll var um aldir næsta bújörð við býlið Reykjavík, en eftir að jörðin var lögð undir tugthús hrakaði búskapnum hratt. Elstu heimildir um búsetu á Sölvhóli, sem þá hefur verið hjáleiga Arnarhóls, eru úr tíundarreikningum og fólkstali frá 1779.

Tímamót urðu í sögu býlisins árið 1834. Þá settist þar að Jón Snorrason hreppstjóri í Seltjarnarneshreppi og reisti nýjan og veglegan torfbæ. Ári síðar var Arnarhólsland flutt undir Reykjavíkurkaupstað og Sölvhóll þar með. Jón var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1836 sem fulltrúi tómthúsmanna.

Solvholl-2Bærinn sem Jón reisti stóð uppi í tæpa öld. Búið var að Sölvhóli fram á þriðja áratug tuttugustu aldar, en stöðugt þrengdi að býlinu. Mest þó árið 1919 þegar Samband íslenskra Samvinnufélaga reisti höfuðstöðvar sínar við gafl Sölvhólsbæjarins, í gamla kartöflugarðinum.

Nokkrum árum síðar fluttu síðustu ábúendurnir úr húsinu. Það var rifið árið 1930, ef til vill í tengslum við komu Danakonungs og Alþingishátíðina sama ár. Ekki hefur þá verið talið við hæfi að hinir tignu gestir þyrftu að horfa upp á lúinn torfbæ í bæjarlandinu.

Gatan Sölvhólsvegur í Reykjavík dregur nafn sitt af bænum Sölvhóli.

Heimild:
-wikipedia.com

Sölvhóll

Blikastaðakró

Ætlunin var að ganga um Blikastaðanes milli Leiruvogar og Blikastaðakróar. Blikastaða er getið í tengslum við friðlýsingu fornra minja í Mosfellssveit. Á nesinu eru „fornar rústir og grjótgarðar frá verslunarstað eða útræði frá 14.-15. öld, niðri á sjávarbakkanum yst í svonefndu Gerði. (Skjal undirritað af ÞM 08.11.1978. Þinglýst 20.11.1978.).

Kort

Þá átti að skoða búðarústir fá 16. öld við Þerneyjarsund á Álfsnesi. Mönnum, þ.á.m. Kristjáni Eldjárn, hefur greint á á um staðsetningu búðanna. Ummerkin segja þó sína sögu.
„Helstu minjar um sjósókn Mosfellinga á fyrri öldum eru friðlýstar rústir í svonefndu Gerði fremst á Blikastaðanesi. Rústirnar eru grjóthlaðnar af smáhýsum og görðum. Engar ritaðar heimildir eru um mannaferðir þarna á fyrri öldum en rústirnar benda þó til þess að hér hafi verið útræði. Björn Bjarnason í Grafarholti var ekki í neinum vafa um það og segir að vegur liggi til norðurs „niður til veiðistöðvanna við sunnanverðan Kollafjörð, í Blikastaðagerði (þar sjást enn fiskbyrgin)…“
GerðinÁ sínum tíma gerði Kristján Eldjárn (1916-1982) staðfræðilega athugun í Blikastaðanesi. Rústirnar voru ekki grafnar upp en Kristján leiddi að því líkur að hér væri um sjóbúð og fiskbyrgi að ræða og gerðin hafi verið hlaðin á síðmiðöldum í tengslum við fiskverkun. Hann útilokaði þó ekki að þarna hafi verið kaupstefnustaður, rústirnar gætu verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka, enda var stutt á milli skreiðarverkunar og verslunar á miðöldum. Þá hafa skip legið við stjóra við mynni Úlfarsár og vörur ferjaðar að og frá landi. Skammt vestan við Blikastaðanes er Korpúlfstaðahólmi en hann hefur einni verið nefndur sem hugsanlegur verslunarstaður á miðöldum.
Sjórinn hefur í aldanna rás nagað grassvörðinn fremst á Blikastaðanesi þar sem áður risu tjöld kaupmanna. Kannski hafa fiskbyrgin verið birgðaskemmur Viðeyjarklausturs sem safnaði fiski frá jörðum sínum og verstöðvum á Suðurnesjum og geymdi hann í nesinu þar til kaupskipin komu og sóttu varninginn. Blikastaðir voru ein fyrsta jörðin sem klaustrið eignaðist í Mosfellssveit og meðal hlunninda þar var æðarvarp eins og nafnið gefur til kynna. Annars vera dúntekja á flestum jörðum sveitarinnar sem áttu land að sjó.
Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá 1994 „skal stefnt að því að kanna möguleika á uppbyggingu aðstöðu fyrir stærri báta (seglbáta og minni vélbáta) í Blikastaðanesi.“
Gerði á BlikastaðanesiÁ 14. -15. öld færðist verslun á nýjar slóðir sem lágu betur við sjósókn. Þá færðist höfnin úr Leiruvogi að Gufunesi og í Þerneyjarsund sem liggur milli Þerneyjar og Gunnuness á Kjalarnesi.
Árni Magnússon getur um vallgrónar búðir við Þerneyjarsund snemma á 18. öld: „Fyrir austan Þerney milli eyjar og lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðastæðin eru vallgróin.“
Kristján Eldjárn taldi líklegt að rústirnar austan við Þerneyjarsund bentu til þess að þar hefðu verið fiskbyrgi (skreiðarbyrgi) og búðastæði [Kristján BrunnurEldjárn. Leiruvogur og Þerneyjarsund. Staðfræðileg athugun. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1980.]
. Ætla má að þar hafi verið útgerð og verslunarstaður og má nærri geta að Mosfellingar hafa komið á þessar slóðir þegar kaupskip komu af hafi. Hinar vallgrónu rústir, sem Árni Magnússon nefndi, hafa ekki verið rannsakaðar ítarlega en nafni hans Hjartarson f: 1949) jarðfræðingur var á ferð í Þerney fyrir nokkrum árum og fann í fjörunni stóran granítstein sem hæglega gæti hafa verið kjölfesta úr erlendu kaupfari.
Fornleifarannsóknir við Þerneyjarsund gætu sagt okkur meira um merka verslunarsögu á fyrri öldum en nú eru uppi hugmyndir um að leggja svonefnda Sundabraut um þessar slóðir.
Þessi, einn helsti verslunarstaðurinn í þessum landshluta, fluttizt upp í Hvalfjörð. Þerney var í ábúð fram á 20. öld og fyrrum var þar líka kirkja. Árið 1933 voru fjórir tarfar af Galloway holdakyni og kálffull kvíga sótt til Skotlands. Þessum gripum var komið fyrir úti í Þerney í einangrun, sem var skynsamleg ráðstöfun, því að einn tarfanna bar með sér sveppasjúkdóm, hringorm eða hringskyrfi.

Gerði

Kálfur kvígunnar var geymdur í eldhúsinu á bænum í eyjunni. Þessum gripum var öllum lógað í janúar 1934 eftir mikið japl, jaml og fuður milli ráðuneyta.
Helstu sjávarjarðirnar í Mosfellssveit voru Viðey, Gufunes, Eiði, Korpúlfsstaðir, Blikastaðir og Lágafell.
Kristján Eldjárn fjallar um búðirnar á Blikastaðanesi og við Þerneyjarsund í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1980. Greinin heitir „Leiruvogur og Þerneyjarsund, staðfræðileg athugun“.
Merki„Stutt er á milli skipalægjanna gömlu og þar með kaupstefnustaðanna í Leiruvogi (eða Leiruvogum) í Mosfellssveit og við Þerneyjarsund á Kjalarnesi. Má vera að báðir staðir hafi að nokkru verið notaðir samtímis, en hitt virðist þó ekki ósennilegt að Þerneyjarsund hafi leyst Leiruvog af hólmi, og kynni það að hafa stafað að nokkru af því að hafnarskilyrði hafi versnað í Leiruvogi vegna þess að áin bar sífellt meira og meira í hann og olli því að hann fór grynnkandi.“ Þá getur Kristján  þess að breytingin hafi og getað stafað að breyttri skipagerð „sem aðstæður allar á síðari staðnum hentuðu betur“.
Leiruvogs er nokkrum sinnumgetið í fornritum en ekki í annálum og skjölum, en Þerneyjarsund er ekki nefnt í fornsögum (nema Kjalnesinga sögu) en hins vegar nokkrum sinnum í annálum og skjölum. Þetta kynni að segja sína sögu.
Fornritin eru frá 13. öld. Engar heimildir eru til um Blikastaðaminjarnar í staðfræðiritum, hvorki í bók Kålunds né í annarri heimild. „Nefndir hann þó Leiruvog“.  Ummerki má þó sjá þar eftir aðsetur kaupmanna. „Það er þar sem Gerði í Blikastaðalandi, rétt á neshnúanum sem verður þar sem suðurströnd Leruvogs sveigir til suðurs inn með Blikastaðakró. Fólkið á Blikastöðum þekkir ekki annað nafn á staðnum en Gerði, en Björn Bjarnason frá Grafarholti kallar Blikastaðagerði í Árbók 1914.
Minjar þær sem senn verður lýst eru alveg fram á sjávarbakkanum – af þeim góðu og gildu ástæðum, að sjór er að brjóta landið og hefur trúlega lengi þann stein klappað, þótt hægt fari. Helga á Blikastöðum telur að ekki hafi mikið gerst síðan 1908, þegar faðir hennar Magnús Þorláksson keypti Blikastaði og fluttist þangað með fjölskyldu sína.“

Minjasvæðið

Stórgrýttur grandi er nú framan við nesið. „Raunar er ekki ólíklegt og þá hefði verið grassvörður vel getað verið á söguöld út eftir öllum þeim stórgrýtta granda eða tanga sem gengur vestur af minjastaðnum og nú ber mikið á með fjöru. Ef þetta er rétt – sem ekkert mælir gegn – hefði þarna verið einstaklega geðugur kaupstefnustaður, þurr, sléttur og þokkalegur. Sennilega ágætt skipalægi rétt fyrir framan. Hafi kaupmenn haft búðir sínar þarna mundu þær flestar Eða allar?) komnar í sjó fyrir löngu. Víst er að minjar þær sem nú verður lýst (hvað semþær eru í raun og veru) eru sumpart orðnar sjónum að bráð og það sem eftir er á sömu örlög í vændum fyrr eða síðar. Minjunum má lýsa svo að ógröfnu:
A. Syðra gerðið. Syðst er grjótgirðing (gerði) og hefur verið ferhyrnd, 22 m löng að utanmáli frá suðri til norðurs eða samhliða sjónum. Veggstúfar ganga frá þessum austurvegg og fram á sjávarbakkann. Sjávarbakkinn hefur sjálfur komið í veggjar stað. Slíkt má vera að hefði sparað grjóthleðslu á einn veg. Inni í gerðinu sjást hellulagnir. Dyr eru á nyrðri veggstúfnum.
Grjótþúst nokkur (byrgi) er austan við syðra gerðið og lílega svolítil girðing en þetta er óskýrt.
B. Búðartóft. Rétt norðan við vestra gerðið er grasi gróin tóft, sem enginn kunnugur íslenskum Vallgrónartóftum mundi hika viðað tekja mjög líklega búðartóft. Þetta er mjög snyrtileg tóft (9×4.5m að utanmáli).
C. Nyrðra gerðið. Um 30 m fyrir norðan búðina er annað gerði úr grjóti eins og hitt, en ekki að öllu leyti líkt því. Í báðum gerðunum eru grjótveggirnir skýrir vel og ógrónir, en samt þesslegir að talsvert gamlir séu.
D. Byrgi. Rétt norðan við nyrða gerðið er svolítill grjóthlaðinn kofi, að nokkur grafin í jörð. Má vel kalla þetta byrgi og ef til vill hefur verið fiskbyrgi.
Þá er lýst þessum minjum eins og þær koma nú fyrir sjónir (skoðað 1978). Vitanlega mætti fá af þeim skýrari mynd með því að grafa í þær og fróðlegt væri það minjafræðilega. Ekki virðist útilokað að búðin að minnsta kosti gæti verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka. En hugsanlegt er að búðin sé sjóbúð frá Blikastöðum og gerðin standi í sambandi við fiskverkun.

Fiskbyrgi

Það virðist Björn í Grafarholti hafa haldið. Ef einhverntíma yrði grafið í þessar minjar þyrfti að setja þær í samt lag aftur, enda eru þær friðlýstar og mjög skemmtilega á að horfa eins og þær eru.“
Nú lýsir Kristján minjum við Þerneyjarsund. Vitnar hann m.a. í lýsingu Skúla Magnússonar um Gullbringu- og Kjósarsýslu (Landnám Ingólfs I, Reykjavík 1935-36, bls. 37) og bætir við: „Þerneyjarsunds er aðeins einu sinni getið í fornsögum, nefnilega í Kjalnesinga sögu, sem er skrifuð snemma á 14. öld og talin með öllu ósöguleg en eigi að síður góð staðfræðileg heimild. Um Örlyg segir söguhöfundur: Hann tók í Þerneyjarsundi höfn. (Ísl. fornrit XIV, 4), og ætti þett að vera fullgild heimild þess að Þerneyjasund hafi verið vel þekkt sem skipalægi þegar sagan er rituð, og er elsta dæmið um að þess sé getið í ritum.

Þúfukollar

En að sjálfsögðu hefur höfundur einnig kunnað góð skil á Leiruvogi sem höfn, ef til vill bæði í veruleikanum og úr sögum. Hann segir: „Á ofanverðum dögum Konofogors kom skip í Leiruvog; þar voru á írskir menn (Ísl. fornrit XIV,5).“ Fleiri dæmi tekur Kristján þessu til staðfestingar.
Árni Magnússon ritar eftirfarandi í Chorographica Islandica (útg. 1955): „Fyrir austan Þerney milli lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipalega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna hafa verið. Búðarstæðin vallgróin.“
Ástæða er til að renna þakklátum huga til Árna Magnússonar fyrir þessa minnisgrein. Annaðhvort hefur hann sjálfur svipast um eftir búðastæðum við Þerneyjarsund ellegar haldið uppi spurnum um þau og má hið síðarnefnda líklega teljast sennilegra. Hvort heldur sem er er frásögnin merkileg. Um 1700 telja menn á Kjalarnesi sig vita hvar á landinu austan við sundið kaupstefnan hafi verið í gamla daga og enn sjái þar til vallgróinna búðastæða.

Búðartóft

Nú er það í rauninni svo, að einhversstaðar á strandlengjunni andspænis Þerney hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Og ekki er um langan spotta að ræða. Fyrst við lága hamrahöfðann (sem víst heitir einfaldlega Höfði) með fiskbyrgjunum sunnan við lægðina sem bæirnir tveir eru í (Álfsnes og Glóra), byrjar hið eiginlega Þerneyjarsund og nær þangað suður sem Gunnunes sveigir til austurs og verður þar næstum rétthyrnt nef á. Þessi vegalengd – hið eiginlega Þerneyjarsund – er ekki nema tæpur hálfur annar kílómetri.“
Þá reyndir Kristján að staðsetja búðastaðinn nánar. „Þessi lýsing á einkum og sér í lagi við einn stað við Þerneyjarsund og þar tel ég yfirgnæfandi líkur til að lendingarstaðurinn hafi verið og þar með aðsetur kaupmanna meðan kauptíð stóð.
NiðurkotÞetta er hvammurinn sem kotið Niðurkot stóð í, það sem áður hét Sundakot og hefur verið í eyði síðan 1886. Rústir þessar láta talsvert á sér bera, bæjarhús, útihús, hjallur? niður við sjóinn og túngarður í kringum allt saman. Á þessum stað er skemmst milli eyjar og lands, þar er malarkambur allhár við sjó, en fyrir innan hann dálítið sléttlendi og einnig þýfi mikið, og reyndar er Niðurkotstúnið mjög þýft og grýtt.
Þarna næstum því hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Í fyrsta lagi af því að enginn annar staður við Þerneyjarsund kemur til greina. Í öðru lagi af því að þarna eru skilyrði mjög sæmileg, búðastæði eða tjaldstæði innan við malarkambinn, góð lendingarfjara framan við hann, aðgangur að vatni, mjóddin á sundinu, enginn bær svo nærri að bændur yrðu fyrir ágangi vegna athafnasemi á staðnum.

Fiskbyrgi

En þá vaknar spurningin: Hvað eru vallgrónu búðastæðin, sem bændur sögðu Árna Magnússyni frá fyrir hartnær þremur öldum og hann sá ef til vill sjálfur?
Í íslenskum staðfræðiritum hefur enginn getið um neinar rústir við Þerneyjarsund síðan Árni leið. Innan við malarkambinn [neðan við Niðurkot] eru stórgerðir þúfnaklasar, sem minna talsvert á húsarústir, og á tveimur eða þremur stöðum svo mjög, að maður þykist sjá nokkra skilsmynd á. En þess ber að minnast að náttúrulegir þúfnaklasar geta oft minnt glettilega mikið á rústir og stundum meira að segja kallaðar „rústir“ manna á meðal. Þess vegna verðu fljótfærnislegt að fullyrða að þúfurnar við Þerneyjarsund séu í raun og veru búðatóftir.
Munu sennilega á þykja að Bátaréttþúfnaklasar þessir séu þau vallgrónu búðastæði, sem Árni greinir frá. Það er mergurinn málsins. Það er ekki einleikið að einmitt á þeim stað sem líklegastur er sem kaupstaður, skuli þessar einkennilegu þúfur vera.
Niðurkot allt og þar með þúfurnar eru nú friðlýstar minjar oghægurinn hjá að rannsaka þetta þegar til vinnst. Mannshöndin hefur þarna engu breytt frá öndverðu.
En þess ber að lokum að minnast, að enda þótt hér sé um náttúrulegar þúfur að ræða, er staðurinn engu að síður kaupstaðurinn við Þerneyjarsund, með búðum eða búðalaus. Þegar talað er um samkomustaði, hvort sem eru kaupstaðir eða þingstaðir, er full ástæða til að minna á mila notkun tjalda í fornöld og á miðöldum og tjöld láta engin merki eftir sig. Þessi staður er einn af fyrirrennurum Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er.“
Rúst„Greinarauki – Framanskráðar athuganir gerði ég í júli 1978 og gekk frá greininni strax á eftir. Í september sá ég svo handrit að prýðisgóðum fyrirlestri sem Helgi Þorlákssom sagnfræðingur hafði flutt í þeim mánuði á fornleifafræðingafundi á Gotlandi og kallast „Havner på Island í middelalderen“. Um Þerneyjarsund vitnar hann til Árna Magnússonar og segir síðan: „Foruten svake spor boder kan man finna levninger av mange smaåskur, og de leder tanken hen på opbevaring av törrfisk.“
Þessar litlu byggingar sem Helgi talar um eru áreiðanlega grjótbyrgin á Höfðanum (nefnd hér að framan) suðvestan við Álfsnesvíkina. Mér taldist til að þau væru 8 eða 9, nokkuð dreifð, en þó ekki um stórt svæði. Þrjú þeirra eru alveg frammi á sjávarbakkanum en hin lengra frá sjó. Þau eru misstór, en öll lítil, gerð úr eintómu grjóti, sum nokkurn veginn kringlótt, frumstæð að gerð. Eins og Helgi tel ég fullvíst að þetta séu fiskbyrgi, og það telur Björn Þorsteinsson einnig, en hann nefnir byrgi þessi í „Reykjavík miðstöð þjóðlífs“, Rvík 1977, bls. 14, og í „Á fornum slóðum og nýjum“, Rvík 1978, bls. 28, og birtir ljósmynd af einu þeirra.

Valllendi

En að þau séu forn er alls óvíst, Slík byrgi voru notuð langt á aldir fram. Og þau koma ekki kaupstöðunum við heldur útgerðinni og fiskverkuninni. Byrgin á Höfðanum eru líka það langt frá kaupstaðnum (?) hjá Niðurkoti að þar er ekkert samband á milli.“
Eins og máltækið segir: „Oft verður stysta ferðin sú fróðlegasta“. Við skoðun á rústunum á Blikastaðanesi (2009) kom í ljós að svo virtist sem einungis hefði verið tekinn hluti þeirra inn í framangreinda vettvangsúttekt. Gerðin tvö, búð á millum og rúst norðar eru allt greinilegar minjar eins og sjá má á uppdrættinum í Árbókinni 1980. Hins vegar má, ef vel er greint, sjá móta fyrir rúst norðaustan við nyrðra gerðið. Skammt norðar á nesinu eru leifar byrgis og búðar skammt austar. Á milli og ofan þeirra er hlaðinn brunnur. Enn ofar (sunnar) er stórt gerði og tvær rústir austan þess. Af þessu má sjá að mun meiri umsvif hafa verið þarna er ætlað hefur verið, auk þess sem ætla má að sjórinn hafi brotið af ströndinni og tekið til sín allmikil mannvirki í tengslum við athafnasemina þarna fyrri á öldum. Bætt var við fyrrnefndan uppdrátt sem nam framangreindum minjum. Þá mátti sjá fornleifar á tveimur stöðum á sunnanverðu nesinu austan Gerðisins.

Fiskbyrgi

Sunnarlega á Blikastaðanesi er hallandi holt með klöppum. Ekki er ólíklegt að þarna kunni að vera sögulegur staður. Eftir er að skoða örnefnaskrá fyrir Blikastaði. Ef eitthvað forvitnilegt finnst þar verður bætt hér við textann sem því nemur.
Rétt er að koma því að hér að merkingar, eða réttara sagt merkingaleysi (upplýsingaskortur) á vettvangi er hlutaðeigandi stjórnvöldum til vansa. Í friðlýstum fornleifum á Blikastaðanesi er tréstaur, sem einhvern tímann hefur borið skilti „friðlýstra fornleifa“. Það er löngu horfið. Ekkert er á vettvangi er upplýst getur áhugasamt fólk hvað þarna kann að LEYNAST.
BlikiÞá var haldið yfir á Álfsnesið. Við athugun á nesinu sunnan Álfsnestjarnar ofan Álfsnesvíkur mátti vel greina vallgrónar búðartóftir undir Höfðanum. Búðarleifar eru á tveimur stöðum. Ofan þeirra er tóft og enn sunnar a.m.k. 10 fiskbyrgi, nokkuð dreifð um holtið ofanvert. Enn sunnar eru tóftir Niðurkots. Neðan þess eru þúfukollar þeir er Kristján nefnir í grein sinni í Árbókinni 1980.
Svo er að sjá, þrátt fyrir að Kristján og Helgi hafi ekki verið sammála um staðsetningu kaupvagnsins við Þerneyjarsund, sem báðir hafi haft rétt fyrir sér. Þeir eru í sínum skrifum ekki að fjalla um sama staðinn, en það ætti ekki að skipta máli því svo er að sjá sem kaupvangir við Þerneyjarsund hafi verið á fleiri en einum stað og jafnvel fleiri en tveimur.
Svæðið skiptist í tvennt; annars vegar Tóftkaupvangana og hins vegar fiskbyrgin. Þau eru mun dreifðari en sjá má á Blikastaðanesi. Það gæti gefið til kynna dreifaðri eignaraðild við Þerneyjarsund. Líklega hefur einn aðili, Viðeyjarklaustur, haft aðstöðu á Blikastaðanesi og því haldið sig á tiltölulega afmörkuðu svæði. Við Þerneyjarsund eru byrgin mun dreifaðri, sem fyrr sagði. Það bendir til þess að verslunarstaðurinn hafi verið færður vegna breytinga á verslunarhaldinu (Viðeyjarklaustur leggst af) en ekki vegna breytinga í Leiruvogi vegna framburðar Leiruvogsár eins og áður hefur verið haldið fram (t.d. í „Sögu Mosfellsbæjar“).
FERLIR á eftir að skoða fornleifaskráningarskýrslur af báðum fyrrnefndum svæðum og bera niðurstöðurnar saman við framangeinda athugun. Ef að líkum lætur á margt forvitnilegt eftir að koma í ljós við nánari skoðun. Telja verður misráðið að hafnar hafi verið framkvæmdir við stækkun golfvallarins á Korpúlfsstöðum á Blikastaðanesi því greinilegt er að þær hafa að nokkru þegar spillt hinu heilstæða minjasvæði er lítur að verslun og fiskverkum á svæðinu.

Skel

Er það mikil synd því fáir slíkir minjastaðir óraskaðir eru enn til í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ekki þarf að fjölyrða um verðmæti slíkra minja, jafnvel inni á miðjum golfvelli, því ætla má að á meðal iðkenda leynist áhugasamt fólk um sögu og land.
Sömu sögu verður að segja um Álfsnesið því þar á fyrirhuguð Sundabraut að liggja. Mun hún fara yfir fyrrnefnt minjasvæði að hluta.
Eftir að skoðaðar höfðu verið rústir á Höfðanum milli Niðurkots og Álfsnesstjarnar (hún heitir Tjörnin skv. örnefnalýsingu) var gengið til baka um Dýratorfur og eiðið milli Tjarnar og Álfsnesvíkur. Á henni er hlaðin skiparétt. Neðan hennar má sjá leifar að fortímanlegri bryggju. Margt forvitnilegt annað bar og fyrir augu.
Á Álfsnesi eru hlaðnir garðar og tóftir húsa, sem ekki verður lýst hér.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 141.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1980, Leiruvogur og Þerneyjarsund, Kristján Eldjárn, bls. 25-35.

Álfsnesvík

 

Skötufoss

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1995 birtist eftirfarandi grein eftir Helga M. Sigurðsson um „Morð við Skötufoss„:
„Gömlu bæjarhúsin í Árbæ, býlinu þar sem minjasafn Reykjavíkur nú stendur, þykja fara vel þar sem þau lúra á hæðarbrún með gróin þök og þunglamalega, hæfilega skakka grjót veggi. Þegar gestir líta þau augum á björtum sumardegi dettur víst fáum í hug að þar hafi ríkt annað en friðsæld og kærleikur í aldanna rás, kannski í bland við örlítil vanefni á köflum. Fólska og illvirki virðast víðs fjarri. Samt sem áður komst bærinn í annála fyrir mannvíg sem þar var bruggað, ástríðumorð, og þótti einhver óhugnanlegasti atburður þess tíma. Áður en vikið er að morðinu sjálfu verður farið nokkrum orðum um baksviðið.
skotufoss-1Líklegt er að búskapur hafi byrjað í Elliðaárdal fljótlega eftir landnám, bæði vegna gróðursældar og hlunnindanna sem fólust í laxveiðinni. Árbær er þó ekki nefndur í heimildum fyrr en á 15. öld og var þá hjáleiga í eigu Viðeyjarklausturs. Hafði hann líkast til verið færður klaustrinu gefandanum til sáluhjálpar. Konungsjörð varð bærinn síðan við siðaskiptin, 1550. Fyrstu glöggu myndina af Árbæ og búendum hans er að finna í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1704. Vill svo til að þá bjó þar hið ógæfusama fólk, sem kom við sögu fyrrgreinds mannvígs. Lýsing á Árbæ og kvöðum sem honum fylgdu ber ekki með sér að hann hafi verið eftirsóknarverður til búsetu. Meðal annars segir orðrétt í jarðabókinni: „Tún meinlega grýtt og þýfð. Engi mjög lítið . . . Torfskurður til húsagjörðar nægur, en til eldiviðar tekur hann mjög að þverra.“ Samt sem áður var tvíbýli í Árbæ. Annar ábúandinn hafði þrjár kýr, kvígu og tvo hesta. Hinn ábúandinn hafði einnig þrjár kýr, naut, kálf og einn hest. Hvorugur þeirra hafði sauðfé. Af bæjarhúsum eru lýsingar litlar, en þó ljóst að húsin sem nú eru í Árbæ eru líkust höll miðað við það sem þá var.
Álögur á búendur voru þungar þrátt fyrir að ekki virtist af miklu að taka. Kaþólska kirkjan hafði þótt óvægin í skattpíningu á leiguliðum sínum, en verri reyndust þó konungsmenn á Bessastöðum. Landskuld, þ.e. leiga af jörðinni sjálfri, var greidd með fé á fæti eða fiski. Af bústofninum, sem einnig var konungseign, greiddist leiga í smjöri. Ofan á þetta bættust umtalsverðar vinnukvaðir: Við sjóróðra frá Örfirisey, veiðar í Elliðaánum, heyskap í Viðey, mótekju, hrístekju og fleira. Einnig bar landsetum að lána hross til ýmissa verka. Konungur hafði slegið eign sinni á laxveiði í Elliðaánum og lágu þung viðurlög við veiðiþjófnaði þar.
skotufoss-2Á þesum tíma, árið 1704, bjó að hálfum Árbæ maður er Sæmundur hét, Þórarinsson, 41 árs gamall, grímsneskur að ætt. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir, 43 ára, og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Hjá þeim voru þrjú börn hennar af fyrra hjónabandi. Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason, 26 ára gamall, ókvæntur, og móðir hans. Um fólk þetta er mjög lítið vitað annað en það sem varðar ytri hagi. Og vafalaust hafði það hugann að mestu leyti við að framfleyta sér frá degi til dags. Þó er ljóst að sterkar tilfinningar leyndust undir yfirborðinu, því að kærleikar miklir urðu með þeim Sigurði og Steinunni. Fór svo að hún eggjaði hann til að fyrirkoma bónda sínum með einhverju móti. Heimildir greina hins vegar ekki frá því hvað rak hana til slíks örþrifaráðs.
Sunnudagskvöld eitt í septembermánuði fóru þeir Sigurður og Sæmundur til veiða í Elliðaánum. Ekki verður betur séð en þeir hafi gert það í heimildarleysi, sbr. eignarhald konungs á ánni og veiðibann sem fyrr greinir. Er tvímenningarnir voru staddir við Skötufoss, neðarlega í ánum, gekk Sigurður aftan að Sæmundi, sló til hans með einhverju barefli og hratt honum fram í hylinn. Við yfirheyrslu síðar sagðist hann einungis hafa ýtt Sæmundi fram af fossinum með svonefndu dútré, sem er lítil tréfjöl, og hefur sjálfsagt með því viljað draga úr óhugnaði verknaðarins.
hjonadysjar-5Daginn eftir að þetta gerðist lét Sigurður þau boð ganga til sveitunga sinna að Sæmundur væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir er drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var nú grafið og leið síðan nokkur stund.
Smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri annaðhvort valdur að dauða Sæmundar eða byggi yfir vitneskju um afdrif hans. Var nú gengið á hann og er hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var þá einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Athyglisvert er hve auðvelt virtist að fá játningu þeirra því að hún jafngilti líflátsdómi. Játning Sigurðar rennir stoðum undir að hann hafi verið verkfæri í höndum Steinunnar og iðrast gerða sinna. Einnig ber að hafa í huga að á þessum tíma var fólk guðhrætt í orðsins fyllstu merkingu og trúði á elda vítis. Þau voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. „Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við“ segir í Vallaannál.
Ekki er ljóst hvar þau Sigurður og Steinunn voru grafin. Árið 1938 gerðist það hins vegar að vegagerðarmenn rákust á dys við Kópavog, örskammt fyrir austan Hafnarfjarðarveg, þar sem voru tvö lík. Var annað þeirra síðhært, en hitt höfuðlaust.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 21. október 1995, bls. 11.

Elliðaárdalur

Skötutjörn.

Blesaþúfa

Við Blesugróf er Blesaþúfa, leifar af fornri óseyri.
„Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 Blesaþúfa-2þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilssvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökullinn hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, mynduðust malarhjalla og setfyllur. Í Elliðaárdal má finna menjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum, setmyndanir tengdar henni og frárennsli bráðnandi jökuls. Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og malareyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi. Þessar myndanir sem nefndar eru strandhjallar og óseyrar benda til að sjávarstaðan hafi verið 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót, en ekki kyrrlátar lindár eins og nú er.“

Blesaþúfa

Blesaþúfa.