Tag Archive for: Reykjavík

Vatnsendahæð

Sendistöðin á Vatnsendahæð“ hefur verið aflögð og rekstri Útvarpsins hætt. Stöðin var upphaflega byggð árið 1929 og tók til starfa 20. desember 1930.

Guðjón Samúelsson

Guðjón Samúelsson.

Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið, sem nú er áætlað að rífa til að rýma til fyrir nýrri byggð á hæðinni.
FERLIRsfélagi tók vettvangshús á Sigurði Harðasyni, rafeindavirkja. Hann sýndi þann búnað, sem þar er enn til staðar og lýsti því sem fyrir augu bar, enda þrælkunnugur öllum tækjabúnaði og staðháttum sem og rekstri hússins. Húsið sjálft er margbrotið. Þar var íbúð stöðvarstjórans og kjallari þar sem m.a. annað starfsfólk bjó í kojum í neyðartilvikum. Gert var ráð fyrir öllum mögulegum skakkaföllum; varatækjalampar t.d. tilbúnir upphitaðir til notkunar í sérstökum gerðum ef út af myndi bregða svo sem minnsta röskun yrði á útsendingum o.s.frv.

Vatnsendahæð

Útvarpshúsið á Vatnsendahæð – teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Hér á eftir verður fjallað svolítið um þetta merkilega hús og margþætta starfsemina þar í gegnum tíðina. Ljósmyndarnar voru margar hverjar teknar í framangreindri húsvitjun.

Í Morgunblaðinu 15. sept. 2020 segir í fyrirsögn; Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins:

„Húsið verður rifið, það er ekkert flóknara en það. Húsið er enda ónýtt, það lekur og þetta er asbestbygging,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, um fornfrægt hús sem kennt er við Ríkisútvarpið og stendur á Vatnsendahæð.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – langbylgjustöðin.

Neyðarlínan tók nýverið við mannvirkjum á Vatnsendahæð eftir að sendibúnaður RÚV þar var fluttur á Úlfarsfell. Húsið er nú í eigu ríkisins en óvissa hefur skapast um framtíð þess eftir að hlutverki þess lauk. Þórhallur segir aðspurður í samtali við Morgunblaðið að GSM-sendir verði áfram á svæðinu en stefnt sé að því að stóru fjarskiptamöstrin verði tekin niður á næsta ári. Ekki séu áform um nýtingu hússins. Kópavogsbær áformar íbúabyggð á svæðinu á næstu árum.

Vatnsendahæð

Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð – inngangur.

Útvarpsstöð Íslands var reist á árunum 1929-1930 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins og hefur alla tíð hýst tæknibúnað útvarpsins, að því er fram kemur í fundargerð húsafriðunarnefndar um stöðu mála þar sem áhyggjum af stöðu mála er lýst.

„Húsið tengist stofnun og sögu Ríkisútvarpsins auk þess að vera áberandi kennileiti á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar fyrirspurnar til Neyðarlínunnar um framtíðarnot hússins fóru fulltrúar Minjastofnunar í vettvangsskoðun þann 11. ágúst sl. Unnið er að því að fjarlægja úr húsinu tæki og muni sem eru í eigu RÚV og hafa verið geymdir þar undanfarin ár. Er sú vinna gerð í samráði við Þjóðminjasafnið. Viðræður eru hafnar milli ríkisins og Kópavogsbæjar um framtíðarnýtingu Vatnsendahæðar undir íbúðarbyggð. Húsafriðunarnefnd tekur undir sjónarmið Minjastofnunar um sögulegt gildi útvarpshússins á Vatnsendahæð og mikilvægi þess að varðveita það og ætla því verðugan stað í nýju skipulagi,“ segir í fundargerð húsafriðunarnefndar.

Í Verslunartíðindum 1935 er fjallað um „Talsamband við útlönd„:

Vatnsendahæð„Þann 1. ágúst s. 1. var opnað talsímasamband það við útlönd, sem hefur verið í undirbúningi all-lengi undanfarið. Hófst sú athöfn á því, að fyrst var opnað sambandið við Danmörku og síðan við England, en samband við önnur lönd verður fyrst um sinn aðeins hægt að fá gegnum þessar dönsku og ensku stöðvar.
Talsímaopnunin fór fram með talsvert hátíðlegum blæ og var allmörgum gæstum boðið að vera viðstöddum við þetta tækifæri.
Þessi nýja talsímastöð, sem vandað hefur verið til eftir föngum, er tvískift. Er sendistöðin á Vatnsendahæðinni, en móttökustöðin í Gufunesi, en þaðan liggja jarðsímar til landsímastöðvarinnar hjer í bænum.
Eftir því, sem ráða mátti af þeim opinberu samtölum, er áttu sjer stað, er stöðin var opnuð, er sambandið í besta lagi og voru samtölin svo skýr og greinileg, sem best varð á kosið.“

Í Útvarpstíðindum árið 1938 fjallar Gunnlaugur Briem, verkfræðingur um „Stækkun útvarpsstöðvarinnar„:

Vatnsendahæð„Útvarpsstöðin á Vatnsendahæð tók til starfa 21. des. 1930. Afl hennar var þá 16 kílówött í loftneti og öldulengdin 1200 metrar. Alþjóðaráðstefna í Prag 1929 hafði úthlutað þeirri öldulengd til Íslands. Útvarpið heyrðist þá um allt landið.
Í fjárlögum 1935 veitti Alþingi ríkisstjórninni heimild til þess að láta auka og endurbæta senditæki útvarpsins svo, að þau fullnægðu þörfum landsmanna. Þessi heimild var svo endurtekin í fjárlögum, síðari ára.
Fyrri hluta árs 1937 ákvað ríkisstjórnin að leysa málið þannig, að afl útvarpsstöðvarinnar skyldi aukið upp í 100 kv.“

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – viðtæki.

Í fyrstu voru útvarpsviðtæki mjög dýr hér á landi og ekki á allra færi að eignast slík tæki. Venjulegt viðtæki kostaði ca. kr. 150, en þá voru daglaun verkamanns u.þ.b. 1 króna. Brugðið var á það ráð að framleiða einfaldari tæki hérlendis undir ýmsum nöfnum eftir styrkleika, s.s. Suðri, Austri o.fl.

Í Fálkanum 1938 segir af „Vígslu útvarpsstöðvarinnar„:

Vatnsendahæð
„Fyrir alla útvarpsunnendur er það mikið gleðiefni að íslenska útvarpsstöðin hefir verið stækkuð úr 16 kilówöttum í 100 kw. Með þessari stækkun er hún komin í tölu sterkustu útvarpsstöðva á Norðuröndum. Stærstar eru Motala í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi en svo kemur útvarpsstöðin íslenska sem þriðja i röðinni ásamt tveim stöðvum í Suður-Svíþjóð, sem eru að verða fullgerðar. — Sterkasta útvarpsstöð í heimi er í Moskva (500 kw.)
Vígsla hinnar nýju stöðvar fór fram með allmikilli viðhöfn síðastliðinn mánudag að viðstöddum krónprinshjónunum, ráðherrum, sendiherrum erlendra ríkja og fleiri virðingamönnum. Sjáf vígsluathöfnin fór fram í hinum stóra útvarpssal og voru þar um eitt hundrað gestir. — Útvarpsstjóri og kona hans tóku á móti krónprinshjónunum og afhenti kona útvarpsstjóra Ingrid krónprinsessu blómvönd.
Þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í tvö stóð krónprinsessan upp úr sæti sínu í salnum og veitti raforkunni á hinar nýju vjelar með því að þrýsta á hnapp einn. Gestirnir sem staddir voru í útvarpssalnum heyrðu stöðina fara í gang, því að gjallarhorn í salnum höfðu verið sett i samband við hljóðnema í sjálfri sendistöðinni á Vatnsendahæð. Nú kviknaði á rauðu ljósi, en það var merki þess að stöðin var í fullkomnu lagi.
VatnsendahæðFriðrik krónprins gekk nú að hljóðnemanum er var komið fyrir i stúku út frá útvarpssalnum og lýsti yfir því að hin nýja sendistöð væri opnuð. Hann notaði tækifærið að þakka Íslendingum hinar ágætu viðtökur, sem krónprinshjónin hefðu fengið á ferð sinni um landið.
Talaði krónprinsinn á íslensku og þótti honum vel takast, Er krónprinsinn hafði lokið máli sínu hjeldu þeir stuttar ræður Hermann Jónasson forsætisráðherra og Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. En að lokum söng útvarpskórinn undir stjórn Páls Ísólfssonar þjóðsöng Íslendinga. Þar með var dagskrá lokið. Á eftir fóru fram veitingar í útvarpssal, en því næst var ekið með gestina upp að útvarpsstöð á Vatnsendahæð.
Sjerstök útsending á stuttbylgjum fyrir danska hlustendur átti sjer stað af allri athöfninni. Var henni endurvarpað frá danskri útvarpsstöð. Var athöfnin tekin upp á plötur og endurtekin í danska útvarpinu um kvöldið. —
Hin nýja stöð kemur til með að hafa geysimikla þýðingu fyrir allar útsendingar til annara landa, þar eð hún er svo sterk að minni vandkvæði verða framvegis á því að heyra Ísland í nálægum löndum. Auk þess veitir hún íslenskum hlustendum er fjærst búa tryggingu fyrir því að þeir þurfa ekki að fara á mis við dagskrá sakir þess hve útvarpsstöðin sje veik.
Og þegar endurvarpsstöðin, sem nú er verið að byggja á Eiðum á Austurlandi er komin upp, þá ætti Austfirðingum að vera borgið, en þeir hafa ekki notið útvarpsins sem skyldi enn sem komið er.
Sendistöðin nýja mun hafa kostað um 700 þúsund krónur og endurvarpsstöðin á Eiðum 100—200 þúsund krónur væntanlega, svo að ekki verður annað sagt en hin litla íslenska þjóð fórni miklu fje til endurbóta á útvarpsstöð sinni. Mr. Thomas verkfræðingur frá Marconi-fjelaginu sá um uppsetningu stöðvarinnar og hófst verkið um miðjan síðastl. vetur.“

Í Útvarpstíðindum 1939 fjallar Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, „Um veðurfregnir„:

Vatnsendahæð„Útvarpið flytur veðurfregnir þrisvar á hverjum degi, sem virkur er, en tvisvar á helgum dögum. Fluttningurinn tekur 20—25 mín. á, dag, en til samans yfir árið verða þetta hart nær 150 útvarpsklst.
Af þessu er auðsætt, að veðurfregnir eru talsverður liður í dagskrá útvarpsins, enda þótt útvarpið beri enga ábyrgð á þeim efnislega.
Við Íslendingar höfum skuldbundið okkur til þess að senda héðan veðurfregnir frá 5 stöðum 3—4 sinnum á dag. Þær eru sendar frá stuttbylgjustöðinni á Vatnsendahæð og síðan endursendar frá aflmiklum loftskeytastöðvum í Englandi, Þýzkalandi og víðar.“

Í Sjómannadagsblaðinu 1941 fjallar Friðk Halldórsson um „Drauminn sem rættist„:

„Útvarp&starfsemi hófst hér á landi árið 1926 er h.f. Útvarp undir forustu Ottó B. Arnars loftskeytafræðings, reisti útvarpsstöð sína í Reykjavík. Stöð þessi, sem að vísu var ófullkomin og orkulítil, aðeins 0,5 KW í loftnet, varð þó ástsæl meðal landsmanna þann tíma, sem hún starfaði, en vegna fjárskorts og annara örðugleika lagðist starfsemi hennar niður eftir tveggja ára tímabil.
Á Akureyri var reist um svipað leyti 5 KW útvarpsstöð fyrir atbeina Arthur Gook trúboða.
Höfðu áhugamenn í Bretlandi aflað samskota til stöðvarkaupanna og annazt að öllu leyti uppsetningu hennar. Raunveruleg útvarpsstarfsemi hófst aldrei frá þeirri stöð.

Eiðar

Eiðar – langbygljumastur.

Árið 1930 byrjaði Ríkisútvarpið starfsemi sína, með nýrri og fullkominni stöð, er var reist á Vatnsendahæð við Reykjavík. Afl stöðvarinnar var upphaflega aðeins 17 KW., en var aukið árið 1938 upp í 100 KW, Samtímis var reist að Eiðum endurvarpsstöð fyrir Austfirðinga, vegna truflana, er gætt hafði hjá þeim frá erlendum útvarpsstöðvum.
Með starfsemi Ríkisútvarpsins hefst nýr þáttur í menningarsögu okkar Íslendinga og hefur útvarpsstarfsemin síðan tekið hröðum framförum hér á landi. Útvarpshlustendur eru nú orðnir rúml. 18.200 á landinu og er Ísland í þeim efnum 9. landið í heiminum, í hlutfalli við fólksfjölda, miðað við árslok 1939.
Árið 1935 var að lokum stigið úrslitaskrefið í sambandsmálum okkar við umheiminn, er talsambandið var opnað við útlönd yfir stuttbylgjustöðina að Vatnsenda.
Með þeim atburði má segja, að ræst hafi fullkomlega þær vonir, sem litli fregnmiðinn frá Rauðarárstöðinni hafði vakið hjá þjóðinni fyrir 30 árum síðan.“

Jónas Þorbergsson

Jónas Þorbergsson (1885-1968).
Fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1930–1953.

Í Útvarpstíðindum 1948 er birt úrdráttur úr ræðu útvarpsstjóra, „Íslendingar að verða fremstir meðal þjóðanna um útvarpsafnot„:

„Í upphafi máls síns gaf útvarpsstjóri stutta lýsingu á vexti stofnunarinnar. Gat hann þess, að haustið 1930, þegar fyrstu dagskrár útvarpsins voru færðar, hefðu talizt vera 450 útvarpsnotendur í landinu. En talan hækkaði fljótt og ört fyrstu árin, og er 1935 orðin rösk 12 þúsundir. Árið 1940 voru útvarpsnotendur orðnir rösklega 1-8 þúsund, 1943 voru þeir orðnir 26 þúsund og við árslok 1946 er tala útvarpsnotenda komin upp í 32 þúsund.
Á styrjaldarárunum seldi Ríkisútvarpið setuliðsherjum Bandaríkjanna nokkur afnot stöðvartækjanna á þeim tíma dags, sem þau voru ekki notuð vegna íslenzkrar dagskrár. Af þessu áskotnaðist nokkurt fé, og var þeim tekjum varið til stofnunar hins svonefnda framkvæmdasjóðs útvarpsins, sem stofnaður var 1944.“

Í Útvarpstíðindum 1949 eru upplýsingar frá skrifstofu útvarpsstjóra, „Endurbætur og aukningar á sendistöðvum Ríkisútvarpsins„:

Vatnsendahð

Vatnsendahæð – hluti tækjabúnaðrins.

„Vegna kaupa á varasendi til Vatnsendastöðvarinnar verður ekki hjá því komist að stækka stöðvarhúsið og umbæta það að öðru leyti. Hefir fjárhagsráð þegar veitt fjárfestingarleyfi til þessara framkvæmda, og standa vonir til að þær geti hafist í sumar, ef aðrar ástæður leyfa.“

Magnús Jóhannsson skrifaði í Iðnaðarmál 1956 um „Fræðslumyndir og segulhljóðritun“. Magnús var útvarpsvirkjameistari og stöðvarvörður við Útvarpsstöðina á Vatnsendahæð á árunum 1933—43.

Í Íslendingaþáttum Tímans 09.03.1974 er minningargrein um Dagfinn Sveinbjörnsson:

Dagfinnur

Dagfinnur Sveinbjörnsson.

„Dagfinnur vann ásamt Englendingum að uppsetningu útvarpsstöðvarinnar á Vatnsendahæð, og var við það þar til því verki lauk. Síðan gegndi hann yfirmagnarastarfinu við útvarpsstöðina í 3 1/2 áratug, þar til hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir.“

Í Fálkanum 1951 segir; „Nýr útvarpssendir tekin í notkun„.

„Meðal ýmissa stórtíðinda, sem gerðust á þjóðhátiðardaginn, síðastl. sunnudag, er sérstaklega vert að geta þess, að þann dag var tekinn í notkun nýr sendir á ríkisútvarpsstöðinni á Vatnsendahœð. Með því er stórlega aukið öryggið á tryggum rekstri stöðvarinnar. Því að gamli sendirinn, sem notaður hefir verið alla tíð síðan Vatnsendastöðin tók til starfa, var orðinn úr sér genginn og bilanir ekki fátíðar.
Á föstudaginn var bauð yfirverkfræðingur Ríkisútvarpsins, Gunnlaugur Briem, blaðamönnum og útvarpsráði upp að Vatnsendahæð til þess að skoða hinn nýja sendi. Hann er frá Marconifélaginu, eins og sá gamli, sem notaður hefir verið síðan 21. des. 1930. Miklar framfarir hafa orðið í útvarpstækninni síðan þá, og nýi sendirinn er bókstaflega „allra nýjasta nýtt“ í þessari grein, því að hann er sá fyrsti af sinni gerð, sem Marconifélagið setur upp.
Sendirinn er 4 kw. sterkari en sá gamli, en þó svo miku fyrirferðarminni, að hann tekur ekki nema tæpan helming af rúmi gamla sendirsins. Meginmunurinn er sá, að hinn nýi er loftkældur en sá gamli var vatnskældur. Er mikið rekstursörggi og sparnaður að henni.En auk þess eru margar endurbætur á þessum sendi, ekki síst í þá átt að bæta tóngæðin.
Vatnsendahæð
Tveir menn frá Marconifélaginu hafa annast uppsetningu og prófun hins nýja sendis. Fyrst var hann prófaður í verksmiðjunni í tvo mánuði og siðan hafa prófanir farið fram á honum á Vatnsenda álíka langan tíma. Meðal annars var hann látinn starfa samfleytt i 24 tíma fyrir nokkru, einkum til þess að ganga úr skugga um hvort loftkælikerfið stæðist slíkt „Maraþonhlaup“. Hafa verkfræðingarnir A. T. Dunk og Stuart S. Spraggs annast allar þessar prófanir einkum sá síðarnefndi, sem hefir „fylkt“ sendinum síðan fyrstu prófanirnar byrjuðu í Chelmsford.
Árið 1930 kostaði útvarpsstöðin á Vatnsenda — hús og vélar — um 750.000 krónur. Það er til dæmis um „tæringu“ krónunnar, að nýi sendirinn kostar um 1,4 milljón krónur, en í þeim eru að vísu innifaldar um 300.000 krónur í tolla! Nú verður gagnger viðgerð og endurnýjun látin fara fram á gamla sendinum. Hún mun taka nokkra mánuði og síðan verður hann notaður til vara, ef eitthvað kynni að bjáta á með hinn. Öryggið fyrir útvarpsrekstrinum er þannig orðið hið besta, og Vatnsendastöðin mun framvegis jafnan getað skilað öllu því, sem í hana er látið.“

Í Degi 1960 er rætt við elsta starfsmann Útvarpsins, Davíð Árnason:

DavíðHvenær tók svo Ríkisútvarpið til starfa?
Í október 1930 byrjuðu tilraunaútsendingar frá stöðinni á Vatnsendahæð, en 20. desember um kvöldið, var stöðin hátíðlega opnuð og lýst yfir að Ríkisútvarpið væri tekið til starfa.
Manstu fyrstu dagskrána?
Já, hún er nú hérna, segir stöðvarstjórinn og réttir mér blað með fyrstu dagskránni. Hún var á þessa leið sunnudaginn 21. desember 1930.
Kl. 11,00: Messa í Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson).
Kl. 14,00: Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson).
Kl. 16,10:  Barnasögur (frú Martha Kalman).
Kl. 19,25:  Grammofónn.
KI. 19,30: Veðurfregnir.
Kl.  19,40: Upplestur (Jón Pálsson).
Kl.  20,00: Tímamerki. Orgelleikur (Páll Ísólfsson).
Kl.  20,30: Erindi: Útvarpið og bækurnar (Sig. Nordal).
Kl.  20,50: Ýmislegt.
Kl.  21,00: Fréttir.
Kl.  21,10: Hfjóðfærasláttur (Þórarinn Guðmundsson fiðla, Emil Thoroddsen slagharpa). Leikin verða íslenzk þjóðlög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

En nú í vetur var sunnudagur, 20. desember. Hófst útvarp kl. 9,10 og var samfellt til kl. 23,30.
En þú varst á Eiðum. Hvenær fluttirðu þangað?
Árið 1938. Þá voru miklar framkvæmdir hjá Útvarpinu. — Stöðin á Vatnsendahæð, sem byggð var með 16 kw. orku í loftneti, var stækkuð í 100 kw.“

Á Mbl.is 09.03.2001 segir frá gömlum draug; „Nýting var í samræmi við eignarnámsheimild“:

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – loftmynd.

„Hæstiréttur hefur sýknað Landssíma Íslands hf. af kröfum um að fellt yrði út gildi eignarnám á spildu úr landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi, sem fram fór árið 1947.

Erfingjar þáverandi jarðareiganda töldu að fullnægjandi lagaheimild hefði skort fyrir eignarnáminu, en jafnvel þótt hún hefði verið fyrir hendi bæri að ógilda eignarnámið þar sem fyrirhuguð nýting á jörðinni hefði ekki gengið eftir.
Ríkissjóður keypti land af bóndanum á Vatnsenda, fyrst árið 1929 og síðar stærri hlut, og var þar reist langbylgjustöð útvarpsins. Árið 1947 var stærri spilda úr jörðinni tekin eignarnámi og á sama tíma voru einnig teknar eignarnámi spildur úr Fífuhvammslandi og landi Vífilsstaða, sem báðar lágu að Rjúpnahæð. Alls var land Landssímans innan lögsagnarumdæmis Kópavogs þá tæpir 160 hektarar.

Vatnsendi

Vatnsendi.

Árið 1997 falaðist Kópavogskaupstaður eftir samningum við Landssímann um kaup á landi hans á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Landssíminn hafnaði kauptilboði í landareignina, en í framhaldi af því voru teknar upp viðræður, að frumkvæði Kópavogskaupstaðar, um að hluti landsins yrði tekinn undir skipulagt íbúðarsvæði og voru tilnefndir þrír mats­menn til að gefa álit á verðmæti landsins, ef til skipulagðrar byggðar kæmi. Tók matið til um það bil 100 hektara lands, en eingöngu að hluta til þess lands úr jörð Vatnsenda sem tekið var eignarnámi árið 1947. Samkvæmt matsgerðinni frá 1998 var verðmæti landsvæðisins alls metið 315 milljónir króna miðað við staðgreiðslu.

Vatnsendi

Vatnsendahæð – loftskeytastöðin.

Núverandi eigandi Vatnsenda hélt því fram að ef yrði af sölu á spildunni til Kópavogsbæjar undir íbúðarbyggð væru brostnar forsendur fyrir eignarnáminu, því það hefði verið framkvæmt á þeirri forsendu og með þeim skilyrðum að nota skyldi landið eingöngu í sambandi við lagningu og rekstur fjarskiptavirkja ríkisins. Sala landsins með margföldum hagnaði miðað við eignarnámsbætur fæli í sér grófa misnotkun á eignarnámsheimildinni.

Fyrir héraðsdómi kom fram, að Landssíminn hefði ekki áhuga á að selja landið til Kópavogsbæjar. Hins vegar gerði fyrirtækið sér grein fyrir að heimildir skipulagslaga geti leitt til þess að landið kunni að verða tekið eignarnámi án samþykkis fyrirtækisins, enda óhjákvæmilegt um síðir að þrengt verði að starfsemi þess á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð með einhvers konar íbúðarbyggð.

Skilyrðislaus eignayfirfærsla

Vatnsendi

Vatnsendahæð – loftskeytastöðin.

Hæstiréttur bendir á í dómi sínum að í afsalinu frá 1947 komi fram að umræddri landspildu sé afsalað eignarnema, að eignarnámsbætur hafi verið greiddar og að eignarnemi sé þar með lýstur fullkominn eigandi spildunnar. „Með eignarnáminu, eftirfarandi afsali og greiðslu eignarnámsbóta fór fram skilyrðislaus eignayfirfærsla á því landi sem hér um ræðir. Telja verður að sýnt hafi verið nægilega fram á að landið hafi eftir það verið tekið til notkunar í eðlilegu samræmi við tilgang eignarnámsins undir fjarskiptamannvirki eða sem verndar- og öryggissvæði þeim tengt. Verður því ekki fallist á með áfrýjanda að landið hafi ekki verið nýtt til þeirra þarfa, sem ákvörðun um eignarnám var réttlætt með. Eignarnámsþola verður ekki veittur réttur til að endurheimta eignarnumið land nema á grundvelli lagaheimildar eða vegna sérstakra aðstæðna,“ segir Hæstiréttur og bætir við að þar sem hvorugs njóti við í þessu máli séu ekki efni til að verða við kröfu um að Landssímanum verði gert að afhenda og afsala landeigendanum spildunni.“

Í Vísi 1965 segir af aðdraganda að komu Sjónvarps Útvarpsins; „Sjónvarpið sendir út„:

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – dyrahúnn frá fyrstu tíð.

„Í dag verður ef til vill gerð fyrsta tilraun með útsendingu kyrrstæðrar myndar frá lánssendi íslenzka sjónvarpsins á Vatnsendahæð. Er þessi kyrrstæða mynd, sem er misbreiðar línur og misdökkir fletir, til þess ætluð að sjá hvort útsending þessi næst á þau tæki sem í notkun eru í landinu.
Sent verður út á rás númer 11 samkv. Evrópukerfi en reglulegur útsendingartími hefur enn ekki verið ákveðinn.“

Í Dagblaðinu Vísi 1982 er umfjöllun um Vatnsendahæðarstöðina eftir rúmlega hálfrar aldar notkun; „Ný Langbylgjustöð kostar 100 milljónir„.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð.

„Ný langbylgjustöð fyrir Ríkisútvarpið kostar 100 milljónir króna. Menntamálaráðherra mun beita sér fyrir því að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári. Ætíar hann að leita fulltings Alþingis og fjárstuðnings úr ríkissjóði.

Gufuskálar

Gufuskálar – langbylgjumastur.

Gamla langbylgjustöðin á Vatnsendahæð er orðin 50 ára gömul og tæknimönnum þykja það mestu undur, að möstur hennar skuli enn hanga uppi.
Þetta kom fram i svari menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, á Alþingi. Í gær, þegar hann svaraði fyrirspurn Þorvaldar Garðars Kristjánssonar um málið. Í máli beggja, svo og Eiðs Guðnasonar, bar á miklum ugg vegna hins hrörlega ástands mastranna á Vatnsendahæð. Var vitnað i skýrslur sérfræðinga frá 1978, þar sem talið var furðulegt að möstrin stæðu og því lýst að þau gætu hvenær sem væri fallið í snörpum vindi.
Fyrirspyrjandi og Eiður Guðnason lögðu áherzlu á að ef möstur gömlu stöðvarinnar féllu, myndi taka ófyrirsjáanlegan tíma að koma aftur á langbylgjusendingum. En það myndi svipta marga landsmenn og sjómenn útvarpsnotum á meðan.
Ráðherrann kvað það sína skoðun, að enda þótt FM stöðvar þjónuðu æ stærri hluta landsins, dygði það ekki og langbylgjustöð yrði ómissandi til öryggis í útsendingum útvarps, ekki sízt til sjómanna. Þess vegna teidi hann að ríkissjóður ætti að koma til skjalanna og létta Ríkisútvarpinu byggingu nýrrar langbylgjustöðvar. Tók Eiður undir það, en Þorvaldur Garðar kvað litlu skipta hvaðan fé kæmi, það kæmi að lokum úr vösum skattborgaranna.
Aðalatriðið væri að koma nýju stöðinni upp áður en áföll dyndu yfir.“ – HERB

Í Tímanum 1983 er umfjöllun; „Vatnsendastöðin sífellt hrörlegri„:

Langbylgjustödin áfram fjarlægur draumur – Vatnsendastöðin sífellt hrörlegri

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – ljósdarofar.

„Þetta er eitt af þeim þarfaverkum sem bíða síns tíma,“ sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins þegar Tíminn spurði hann hvað miðaði með byggingu nýrrar langbylgjustöðvar fyrir útvarpið austan fjalls, sem hugmyndir hafa lengi verið uppi um.

Útvarp

Marconi sendirinn frá 1951 á Vatnsendahæð.

„Til að koma á fót þessari stöð þarf gífurlegt fjármagn og við höfum ekki séð hana sem viðráðanlegt verkefni ennþá.
Það hafa farið fram nokkrar undirbúningsrannsóknir, en meira hefur ekki gerst í málinu. Hins vegar er þetta ákaflega brýnt verkefni og sameiginleg þörf sem á það kallar frá mörgu tilliti.
Fyrst er að nefna að þetta myndi opna útsendingarleið ef FM kerfið brygðist, en það byggir eins og kunnugt er á nokkurs konar þrepaflutningi frá einum sendi til annars um landið. Langbylgjustöð yrði hins vegar svo langdræg að hún myndi nýtast öllum landsmönnum ef FM og örbylgjukerfið færi út. Þannig er hún mjög mikilvæg vegna öryggismála þjóðarinnar og eins vegna miðanna í kringum landið.“
Hvernig er ástandið á langbylgjustöðinni á Vatnsenda?
„Stöðin þar var reist árið 1929 og nú hefur ekkert verið gert fyrir hana í mörg ár. Möstrin halda áfram að ryðga og eru orðin mjög illa farin af ryði. Þetta felur í sér vissa áhættu. En ein ástæðan fyrir því að viðhald á möstrunum er í algeru lágmarki er kannske sú að menn eru alltaf að gæla við hugmyndir um nýja langbylgjustöð“. – -JGK

Í Dagblaðinu Vísi 1991 er fyrirsögnin; „Sá mastrið liggja lárétt í loftinu„:

Annað stórmastrið á Vatnsenda féll til jarðar – dæmt til falls fyrir 20 árum

Vatnesndahæð
„Mér var litið upp á Vatnsendahæðina skömmu eftir hádegi og skyndilega sá ég annað stórmastrið feykjast af undirstöðunni og liggja eins og lárétt í loftinu. Síðan endastakkst það með miklum látum er það féll til jarðar. Þetta var ansi tilkomumikil sjón,“ sgði Guðjón Hilmar Jónsson, íbúi við Yrsufell; í samtali við DV. Annað stórmastrið, langbylgjumastrið á Vatnsenda, féll til jarðar í verstu rokunum eftir hádegi í gær. Féll mastrið klukkan 13.20. Stóð aðeins neðsti hluti þess eftir og stögin í hann.

Vatnsendi

Vatnsendahæð 1967.

Mastrið var reist fyrir 1930 og því orðið rúmlega 60 ára gamalt. Að sögn Eyjólfs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra tæknideildar Ríkisútvarpsins, voru menn í mörg ár búnir að búast við falli Vatnsendamastranna. Fyrir 20 árum varaði verkfræðiskrifstofa alvarlega við ástandi þeirra og lagði til að þau yrðu tekin niöur. Uppfylltu möstrin engan veginn kröfur um styrkleika og burðarþol. Með mastrinu er langbylgjustöð Ríkisútvarpsins óvirk þannig að á afskekktum stöðum og úti á sjó, þar sem eingöngu er notuð langbylgja, heyrist Ríkisútvarpið ekki lengur.
„Við munum kanna uppsetningu bráðabirgðasendis strax í dag en hann mun ekki senda út með sama styrkleika. Þá munum við senda út á stuttbylgju, þeirri sömu og fréttasendingar til útlanda hafa farið um. Langbylgjusendirinn á Eiðum er enn virkur og sinnir Austurlandi áfram.“
Eyjólfur sagði að bygging nýrrar langbylgjustöðvar tæki 2-3 ár og yrði hún sennilega reist austur í Flóa. Hann sagði Vatnsenda löngu úreltan stað fyrir langbylgjustöð og hefði aldrei staðið til að byggja þar nýja stöð.“ -hlh

Í Morgunblaðinu 1991 er fjallað um „Langbylgjustöðina á Vatnsendahæð„:

Vatnsendahæð„Talið er að það muni kosta um fimm til fimmtán milljónir að gera við langbylgjustöð Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð til bráðabirgða. Ákveðið hefur verið að byggja nýja langbylgjustöð á næstu árum.
Svavar Gestsson menntamálaráðherra lagði í gær fyrir ríkisstjórnina hugmyndir um hvað gera þurfi til að koma langbylgjusendinum í samt lag.

Undirbúa þarf kostnaðaráætlun
vegna byggingar nýrrar langbylgjustöðvar. Fara þarf yfir forsendur lánsfjárlaga fyrir árið 1991, en þar er gert ráð fyrir því að fella niður fastan tekjustofn sem Ríkisútvarpið hafði til 1986, og sjá til þess að þessar tekjur gangi aftur til Ríkisútvarpsins í stað ríkissjóðs. Einnig er áætlað að grípa til ákveðinna bráðabirgðaráðstafana á Vatnsendahæð á meðan beðið er eftir að endanleg úrlausn fáist, en það er talið taka nokkur ár.
Svavar sagði að ekki hefði verið kannað hvort hagkvæmara væri að leigja rás í gervihnetti og útvarpa þannig á langbylgju. „Ég held að þjóðir sem eru mjög gervihnattavæddar séu allar með langbylgjumöstur af þessu tagi þannig að ég hygg að það verði ekki hjá því komist að reisa nýja langbylgjustöð,“ sagði menntamálaráðherra.

Býður hættunni heim“ – segir starfsmaður „Skyldunnar
Hrun langbylgjustöðvarinnar hefur skapað erfiðleika enda ná örbylgjusendingar útvarpsins (FM) ekki út á miðin. Að sögn Arna Sigurbjðrnssonar, starfsmanns Tilkynningaskyldunnar, er ástandið slæmt, þótt sjómenn geti nálgast veðurfregnir með öðrum hætti. Erfitt væri að lýsa eftir bátum sem ekki gefa upplýsingar til Tilkynningaskyldunnar.
„Ástandið er ekki alvarlegt núna enda meirihluti flotans í landi,“ sagði Árni. Hann sagði að ástandið gæti orðið alvarlegt ef skyndilega gerði óveður. „Þetta býður hættunni heim og það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að koma upp langbylgjustöð,“ sagði Árni.

Gunnlaugar H. Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið 1991 undir fyrirsögninni „Langbylgjusendir, fortíð eða framtíð„:

Vatnsendahæð

Hús langbylgjunnar á Vatnsendahæð.

„Rúm sextíu ár eru liðin síðan íslenska þjóðin réðst í það stórvirki að reisa langbylgjustöð á Vatnsendahæð austan Reykjavíkur. Það var upþhafið að þeirri fjölmiðlabyltingu sem við nú upplifum.
Í áratugi var „Útvarp Reykjavík“ (nú rás 1) eini ljósvakafjölmiðill Íslendinga og mörg kvöld sátu landsmenn sem límdir við viðtækin og hlustuðu á upplestur á sögum eins og „Bör Börson“ eða á spennandi framhaldsleikrit, svo sem „Með kveðju frá Gregory“.
En nú er öldin önnur. Landsmenn geta flestir valið úr einni eða fleiri FM-steríó-rásum, einni eða tveim sjónvarpsrásum og sumir hafa gervihnattamóttakara, sem tekur á móti tugum sjónvarpsrása. Fæstir hafa þeir hlustað á langbylgju á viðtækinu sínu svo árum skiptir. Raunar er vafamál að þeir eigi viðtæki með langbylgju. Síðustu tíu árin hef ég keypt stereó-viðtæki í bílinn, útvarpsvekjara í svefnherbergið, stereó-græjur í stofuna og lítið útvarp í eldhúsið, auk þeirra viðtækja sem börnin hafa eignast. Öll eiga þessi viðtæki það samgeiginlegt að það er engin langbylgja á þeim.
VatnsendahæðÉg vaknaði því upp við vondan draum þegar ég uppgötvaði að helsta öryggistæki landsmanna, langbylgjusendirinn á Vatnsendahæð, sem hafði verið helsta skemmtun mín í æsku, var hrunið. Þá skildi ég að ég hafði stofnað mér og mínum í verulega hættu árum saman með því að kaupa ávallt viðtæki án langbylgju. Eina huggun mín er sú að í gamla bílnum er enn viðtæki með langbylgju. Sá bíll er hins vegar ávallt skilinn eftir heima því einu stöðvarnar sem hægt er að hlusta á í þeim bíl eru „gamla gufan“ og „kaninn“.
Þegar Íslendingar reistu langlínusendinn á sínum tíma voru þeir að fjárfesta í framtíðinni, sendirinn hefur dugað í rúm sextíu ár, enda þótt mikilvægi hans fari ört minnkandi. Spurning dagsins er hvort 700-1.000 milljóna fjárfesting í nýjum landbylgjusendi er fjárfest

Öryggistækni fortíðarinnar eða framtíðarinnar
Á þeimn 20 árum sem rætt hefur verið um að endurnýja langlínusendinn hefur fjarskiptatækni breyst ótrúlega mikið hér á landi. Í stað koparvíra á staurum og langbylgjusenda, sem fluttu lágtíðni rafsegulbylgjur, hafa komið ljósleiðarar í jörðu og gervihnattasendar. Þessi nýja tækni bíður upp á margfalda flutningsgetu, sem öll nýrri viðtæki eru gerð til að nýta með steró-hljómi og/eða sjónvarpi. Það er skoðun mín að enda þótt enn megi finna framleiðendur sem geta framleitt langbylgjusenda þá sé þess ekki langt að bíða að almenningur í landinu geti ekki hlustað á langbylgjuna vegna þess að viðtækin sem seld eru í heiminum í dag eru almennt ekki gerð fyrir langbylgju. Hvers virði er almannavarnakerfi sem almenningur hlustar ekki á?

VatnsendahæðÍ Dagblaðinu Vísi 6. febrúar var birt viðtal við skipstjóra á millilandaskipi þar sem fram kom að eftir að langbylgjan datt út hafi stórbatnað skilyrði til þess að hlusta á veðurfregnir, sem sé nú útvarpað á stuttbylgju. Bandaríkjamenn eru mjög áhugasamir um öryggi og almannavarnir og búa í landi sem er nær 100 sinnum stærra en Ísland. Þeir hafa valið að nota svo til eingöngu miðbylgju og FM-bylgju til útvarpssendinga, enda er vandfundið viðtæki í því landi sem hefur langbylgju.
Áður en íslenska þjóðin leggur fram 1.000 milljónir, eða sem samsvarar milljón á hvert skip í flotanum, ættu Íslendingar að staldra við og íhuga hvernig öryggi í fjarskiptum verður best tryggt næstu 60 árin. (Þetta samsvarar 16.000 kr. á hverja vísitölufjölskyldu og má fá fyrir þann pening vandað stereó-viðtæki með FM-bylgju, miðbylgju og stuttbylgju, sem blaðamenn nota á ferðalögum til að hlusta á stuttbylgjusendingar úr öllum heimshornum.) Á næstunni verður lokið við að hringtengja ljósleiðara um landið.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – fornleifar…

Þróun á sjálfvirku tilkynningakerfi fyrir skip er að ljúka. Næsta skref er að koma því upp hringinn í kringum landið ef það er tæknilega og fjárhagslega hagkvæmt. Mörg skip hafa aðstöðu til að taka á móti upplýsingum, þar á meðal veðurkortum og GPS-staðsetningum frá gervihnöttum.

Útvarp

LW Vatnsendi 1965 – stjórnborð.

Fyrir 1.000 milljónir má gera mikið í öryggismálum þjóðarinnar bæði til sjós og lands og til að styrkja ljósleiðara- og FM- og sjónvarpsdreifikerfið. Hægt væri að koma upp stuttbylgju- eða miðbylgjusendi á hverju landshorni (kannski í tengslum við radarstöðvarnar.)
Í guðana bænum landar, ekki taka ákvörðun daginn eftir fall langlínumasturs, sem enginn hefur nennt að halda við í 20 ár með þeim afleiðingum að ein festing ryðgar í sundur niðri við jörð. Það má vera að alþingismenn hafi móral yfir því að hafa á undanförnum árum haft fé af ríkisútvarpinu, og vilji nú bæta úr fyrir kosningar. Hafi Alþingi nú úr digrum sjóðum að spila, skulum við nýta þá peninga í þágu framtíðarinnar, þannig að þeir komi að sem bestum notum, að bestu manna yfirsýn, næstu 60 árin. Leggjumst undir feld í þrjá daga að minnsta kosti og tökum ákvörðun að íhuguðu máli.“ – Höfundur er eðlisfræðingur og rekstrarhagfræðingur, starfar hjá Háskóla Íslands.

Nokkur atriði úr sögu Útvarpsins:

1928 Lög um heimild handa ríkisstjórninni til einkarekstrar á útvarpi.
1929 Fyrsta útvarpsráð skipað.
1930 Jónas Þorbergsson skipaður útvarpsstjóri. Ný lög um útvarp ríkisins.
Settur upp langbylgjusendir á Vatnsendahæð við reykjavík (16 kW), og dagskrársending Ríkisútvarpsins hafin.
1931 Ríkisutvarpið flytur úr Hafnarstræti 10 í Reykjavík í hús Landssímans við Austurvöll.
1934 Ný útvarpslög.
1938 Tekinn í notkun nýr sendir á Vatnsendahæð (langbylgja – 100 kW).

Vatnsendahæð

Stálþráðsupptæki útvarpsins á Vatnsendahæð.

1947 Ríkisútvarpið eignast stálþráðatæki, sem breytti mjög aðstöðu til upptöku útvarpsefnis.
1950 Enn gagngerðari varð þó breytingin þegar segulbandstækin komu til sögunnar 1950.
1952 Hafði endurvarp frá sendi á Hornarfirði (miðb. 1 kW).
1953 Vilhjálmur Þ. Gíslason skipaður útvarpsstjóri.
1958 FM-útsendingar hafnar frá Vatnsendahæð.

Vatnsendahæð

Landssímahúsið við Austurvöll.

1959 Ríkisútvarpið flytur úr húsi Landssímans í hús Rannsóknarstofnunnar sjávarútvegsins að Skúlagötu 4 í Reykjavík.
1964 Ríkisútvarpinu falið að hefja undirbúning að íslensku sjónvarpi.
1965 Nýr langbylgjusendir (100 kW) settur upp á Vatnsendahæð.
1966 Ríkisútvarpið kaupir meginhluta húseignarinnar Laugavegur 176 í Reykjavík fyrir sjónvarpsrekstur. Hafin útsending sjónvarpsdagskrár (30.09.).
1970 Stofnaður Framkvæmdarsjórður Ríkisútvarpsins.
1971 Ný útvarpslög.
1974 Birt ný almenn reglugerð um Ríkisútvarpið.
1975 Útvarpslögunum breytt.
1977 Hafnar útsendingar í lit.
1978 Gengið frá samningum um lóð fyrir útvarpshús við Efstaleiti.
1980 Hafnar víðómsútsendingar í útvarpi.
1981 Fyrsta fréttasending Sjónvarpsins um gervitungl.
1982 Fyrsta móttaka knattspyrnuleiks í gegnum gerfitungl.
1985 Markús Örn Antonsson skipaður útvarpsstjóri.
1986 Ný reglugerð sett um Ríkisútvarpið.

Vatnsendahæð

Útvarpshúsið við Efstaleiti.

1987 Útvarpið flytur í eigið húsnæði í Efstaleiti 1.
1991 Heimir Steinsson skiðapur útvarpsstjóri.
1994 FM-sendum Útvarps og Sjónvarps fjölgað til muna.

Nánast allt framangreint, utan skipan útvarpstjóra, hefði sennilega aldrei orðið að veruleika nema fyrir tilstuðlan langbylgjustöðvarinnar á Vatnsendahæð?

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – loftmynd.

Rekstri langbylgjustöðvarinnar á Vatnsendahæð hefur nú verið hætt. Hluti starfseminnar hefur verið flutt í aðra senda, s.s. á Úlfarsfelli, en meginstarfsemin verður áfram rekin á Gufuskálum. Um afdrif fyrirliggjandi uppsafnaðs tækjabúnaðar er óljós. Ýmis söfn munu þó njóta góðs af, s.s. Herminjasafnið í Hvalfirði, Minjasafnið á Skógum, Þjóðminjasafnið og safn Rafniðnaðarsambandsins. Þá mun leik- og kvikmyndageirinn njóta góðs af ýmsum heimilistækjabúnaði, sem safnað hefur verið í gegnum tíðina.
Húsnæðið á Vatnsendahæð er ekki eins illa farið og Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, vill vera láta. Vandað var til byggingarinnar í upphafi og hún er alls ekki asbestbygging. Hliðarbyggingar; geymslur og skúrar, voru reyndar byggðar af vanefnum.
Húsnæðið geymir ekki einungis sögulegar minjar, sem ástæða er til að varðveita. Það er í raun vitnisburður um þróun samfélagsins frá nýlegri fortíð til nútíðar. Vonandi verður byggingunni fundið nýtt og viðeigandi hlutverk í framtíðinni er endurspeglar merkilega sögu þess í íslensku samhengi.

Heimildir:
-Mbl.is 09.03. 2001 – https://www.mbl.is/frettir/innlent/2001/03/09/nyting_var_i_samraemi_vid_eignarnamsheimild/
-Dagblaðið Vísir, 81. tbl. 07.04.1982, Ný Langbylgjustöð kostar 100 milljónir, bls. 3.
-Morgunblaðið, 30. tbl. 06.02.1991, Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð, bls. 18.
-Dagblaðið Vísir, 29. tbl. 04.02.1991, Sá mastrið liggja lárétt í loftinu, bls. 33.
-Morgunblaðið, 42. tbl. 20.02.1991, Langbylgjusendir, fortíð eða framtíð. Gunnlaugur H. Jónsson, bls. 34.
-Tíminn, 119. tbl. 27.05.1983, Vatnsendastöðin sílefflt hrörlegri, bls. 2.
-Vísir, 293. tbl 22.12.1965, Sjónvarpið sendir út, bls. 16.
-Fálkinn, 31. tbl. 06.08.1938, Vígsla útvarpsstöðvarinnar, bls. 14
-Fálkinn, 24. tbl. 22.06.1951, Nýr útvarpssendir tekin í notkun, bls. 2.
-Íslendingaþærrir Tímans, 9. tbl. 09.03.1974, Dagfinnur Sveinbjörnsson, bls. 10.
-Útvarpstíðindi, 4. tbl. 07.11.1938, Stækkun útvarpsstöðvarinnar, Gunnlaugur Briem, verkfræðingur, bls. 56-57.
-Verslunartíðindi, 7. tbl. 01.07.1935, Talsamband við útlönd, bls. 76-77.
-Útvarpstíðindi, 21. tbl. 06.03.1939, Um veðurfregnir, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, bls. 320-321.
-Útvarpstíðindi, 1. tbl. 12.01.1948, Íslendingar að verða fremstir meðal þjóðanna um útvarpsafnot, Úrdráttur úr ræðu útvarpsstjóra, bls. 5-6.
-Útvarpstíðindi, 10. tbl. 13.06.1949, Endurbætur og aukningar á sendistöðvum Ríkisútvarpsins, Frá skrifstofu útvarpsstjóra, bls. 220.
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 08.06.1941, Draumurinn sem rættist, Friðrik Halldórsson, bls. 30.
-Iðnaðarmál, 1. tbl. 01.01.1956, Fræðslumyndir og segulhljóðritun, Magnús Jóhannsson, bls. 6.
-Dagur, 14. tbl. 23.03.1960, Rætt við elsta starfsmann Útvarpsins, Davíð Árnason, bls. 2.
-Morgunblaðið 15.09.2020, Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – einn af sendunum…

Árbæjarsafn

Eftirfarandi ábending barst FERLIR um tiltekna „steinhellu“ við kirkjuna í Árbæjarsafni:

Árbæjarsafn - steinhella

Árbæjarsafn – steinhella.

„Við kirkjuna í Árbæjarsafni er leturhella. Hún fannst á Túngötu 4 og var þar yfir þró. Gæti mögulega hafa verið við landnámsbæinn fyrrum. Síðan var hún flutt í Árbæjarsafn og hefur legið þar óbætt hjá garði.
Getið þið frætt mig meira um helluna þá arna, t.d. hvað stendur á henni og hvaðan hún er upprunnin?“

Fyrirspurn var send Árbæjarsafninu.  Anna Lísa Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur svaraði bæði fljótt og vel:
„Þetta er ekki leturhella svo ég viti. Hún fannst upphaflega við Tjarngötu 4. Í Sapur.is er m.a. getið um steinhelluna“; „Steinhella við kirkjugarðsvegginn, sunnan við kirkjuna á Árbæjarsafni. Þegar grafinn var grunnur fyrir húsinu Tjarnagötu 4, Steindórsprent árið 1944, var við uppgröftinn komið niður á fornleifar, þar á meðal þessa stóru hellu. Hellan lá yfir þró eða ræsi, hellan var fjarlægð og flutt að húsi Steindórs, Suðurgötu 8 B. Síðan árið 1966 á Árbæjarsafn. Þorkell Grímsson, fornleifafræðingur, rannsakað helluna, og taldi að líkindum væri um stéttarhellu eða gólfhellu að ræða úr fornaldarhúsi því, sem leifar fundust af, þegar grafið var fyrir grunni Steindórsprents vorið 1944. Bjarni F. Einarsson telur helluna ekki vera gangahellu.“

Steinhellan
Í Tímanum 1963 er fyrirsögn yfir frétt um „Helluna, sem kom af tilviljun í leitirnar eftir 19 ár„:
„Nýlega komst upp um tilvist fornaldarhellu, sem legið hefur að húsabaki að Suðurgötu 86 í ein nítján ár. Bílstjóri nokkur, sem keyrt hafði helluna að Suðurgötunni fyrir nítján árum, minntist á hana nýlegia af tilviljun við Helga Hjörvar, og varð það til þess að farið var að rannska, hvernig á henni stæði.

Tjarnargata

Málverk Jóns Helgasonar sem sýnir Reykjavík um aldamótin 1800. Örin bendir á torfbæi sem voru þar sem nú er Tjarnargata 4-6. Þarna stóðu á þessum tíma bæirnir Brúnsbær, Teitsbær auk þess stóð Zuggersbær á sömu slóðum, rétt austan við Brúnsbæ. Óljóst er hvenær fyrst var búið á þeim stað sem Brúnsbær stóð en getið er um bæinn sem hluta af Reykjavíkurbæjunum 1759, en bærinn var rifinn 1834. Teitsbær var reistur árið 1797 og stóð til 1850. Zuggerbær var upphaflega smiðja Innréttinganna, en var síðar búið í. Var þar sem nú er Kirkjustræti 4. Um 1845 stóð til að byggja upp bæinn en yfirvöld bönnuðu það, vildu ekki torfbæi í hjarta bæjarins. Eftir það var bygging torfbæja í miðbænum bönnuð en torfbæir risu áfram umhverfis bæinn. Timburhús reis á sama stað og Zuggerbær var árið 1847 og stóð til 1897 þegar nýtt hús var byggt þar í stað.

Þorkell Grímsson, fornleifafræðingur, sem rannsakað hefur helluna, sagði blaðinu í dag, að hér væri að líkindum um stéttarhellu eða gólfhellu að ræða úr fornaldarhúsi því, sem leifar fundust af, þegar grafið var fyrir grunni Steindórsprents vorið 1944. Þá fengu náttúrufræðingar að fylgjast með greftrinum og kanna þær fornminjar, sem upp komu. Matthías Þórðarson, sem þá var þjóðminjavörður, skrifaði um þann fund, og taldi hann sterkar líkur á, að þetta væru leifar frá því í fornöld. Ýmsir hafa jafnvel haldið því fram, að þarna væri um bæ Ingólfs Arnarsonar að ræða Nú fyrir nokkrum dögum vildi svo til, að Ólafur Einarsson, bílstjóri, sagði Helga Hjörvar frá því, að hann hefði keyrt stóra hellu úr grunninum að húsi Steindórs við Suðurgötu þetta sama ár.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hellan hafði fundizt innan um aðrar fornar byggingarleifar mjög djúpt sunnarlega í grunninum, skammt frá eldstó, sem þar var. Ólafur hafði ekið henni heim á Lóð Steindórs fyrir hann og kom ið henni fyrir á bak við hús, þar sem húh hefur legið síðan, án þess að vitað væri um hana Hellan er mjög stór, 1,77 m á lengd og talsvert breið, vel flöt, með grastó á röndinni. Sagðist Þorkell búast við, að hellan mundi hafna í Þjóðminjasafninu, og hún yrði rannsökuð nánar. en ekki bjóst hann við, að rannsóknin mundi leiða frekara í ljós en þegar hefur komið fram.“

Í Morgunblaðiðinu  11. febr. 1964 er grein með fyrirsögninni „Hlóðahella eða gangnahella“ eftir Helgi Hjörvar:

Er fundin dyrahellan úr fyrsta vetrarskála Ingólfs í Reykjavík?

Tjarnargata 4
„Helgi Hjörvar flutti erindi í útvarpið s.l. sunnudag um það sem hann kallar „Hlóðahella Hallveigar“, í erindinu faerði hann eftirtektarverð rök að þvi, að þessi stóra hella, sem menn héldu að væri týnd, en kom í leitirnar s.l. sumar, mundi vera gangahella, innan þröskulds, úr ævafornum skála, sem allt bendi til að hafi verið fyrsti vetrarskáli Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík.

Tjarnargata

Hluti af korti Lottins frá 1836, því sama og á myndinni fyrir ofan. Þarna má sjá Teitsbæ og Suðurbæ. Athygli vekur að önnur hús á myndinni eru númeruð, ekki hefur þótt þörf á að skrá torfbæina þar sem alþýðan bjó.

Það er kunnugt af fyrri skrifum Helga um þetta mál, að afstaða hellunnar og dýpt hennar í jörðu er áður kunn, því að rétt við helluna fundust fornar hlóðir eða „seyðir“, en mælingamaður ákvarðaði legu hlóðanna; botn þeirra 2,30 metra undir Tjarnargötu á þéttri og hreinni sjávarmöl. Stóra hellan mun hafa verið svo sem þverhönd hærra.
Helgi Hjörvar hefur kannað vandlega þær heimildir, sem um þetta er að hafa, þar með einkum merkilegan vitnisburð verkstjórans við kjallaragröftinn fyrir Steindórsprenti, Jóns Jónssonar á Meistaravöllum.
Helgi hafði skrifað um það í Morgunblaðinu 1961 með mikilli hneykslan, að slíkum fornmenjum sem hellan er og einkum hlóðin hefði verið tortímt í óðagoti. Nú bar svo til í júní s.l. vor, að Ólafur Einarsson, gamalkunnur Reykvíkingur og bílstjóri, veik sér að Helga á Hverfisgötunni og sagði við hann, að það hefði dregizt fyrir sér að tala við hann um „helluna hans Ingólfs“. „Hún var ekki brotin“, sagði hann, „og það var ég sem ók henni burt er grunnurinn var grafinn fyrir Steindór. Ég ók henni fyrir Steindór upp úr grunninum og upp á lóðina bak við húsið hans í Suðurgötu 8A. Ég held að hún sé þar enn.“
Og svo reyndist.

Tjarnargata

Málverk Jóns Helgasonar af Suðurgötu árið 1839, málað 60 árum síðar. Sjá má torfbæina Teitsbæ og Suðurbæ. Óvíst er hvenær Suðurbær, eða Suðurbæir, voru reistir en getið er um bæinn í manntali árið 1845 og þá tvíbýlt. Þóttu örgustu óþrifabæli og voru rifnir 1868. Ólafur Jónsson sem fyrstur var settur í gapastokk í Reykjavík 1804 bjó þar, einnig Guðmundur bæjarböðull og fleira skrautlegt fólk.

„Stóra hellan var þar og er þar enn, óbrotin,“ sagði Helgi er blaðið ræddi við hann í gær.
„Það hefur verið mikið tekið eftir erindi minu í gær, það leynir sér ekki. En ég var búinn að skrifa um þetta og segja meira en að hálfu leyti frá þessu í útvarpi, en það er eins og enginn hafi lesið þetta eða heyrt það, allra sízt viljað skilja það fyrr en nú. Vera má, að einhverjir vakni nú, sem vildu mega sofa.
Kjarni þessa máls er nú svo einfaldur sem verða má. Alþingi er enn háð í túni Þorsteins Ingólfssonar, sem stofnaði þetta þing og grundvallaði þjóðfélag á Íslandi fyrir meira en 1030 árum; þinghúsið sjálft stendur rúma húslengd frá bæjartóftum Ingólfs og Þorsteins. En nú hefur verið sagt harla berum orðum á Alþingi sjálfu, að tveir þingmenn (fleiri gáfu sig ekki fram) muni mælast til þess við elskulega þingbræður sína, að þeir vildu nú hagræða þessu fornfálega Alþingi upp á kviktré og lyfta hræi þess út í forarmýri, burt af þessu gróna og gamla túni. Efni málsins er það eitt, hversu margir af útvöldum fulltrúum íslenzkrar þjóðar vilji nú lostugir lána eiðsvarnar hendur sínar undir svo skörnuga og blóðuga börukjálka.“

Í Þjóðviljanum 2. júlí 1966 er grein um „Hlóðastein og hestastein úr Lækjargötu„:

Tjarnargata 4
„Árbæjarsafnið hefur nú verið opnað almenningi og veitingar hafnar í Dillonshúsi og er þetta tíunda sumarið sem safnið er opið. Safnið var opnað 21. júní og nú um helgina verður fyrsta glímusýningin en ætlunin er að sýna um helgar glímu og þjóðdansa á palli utanhúss þegar veður leyfir, eins og verið hefur undanfarin sumur.“

Í Vikunni 1944, segir um „Fundnar fornleifar í Reykjavík“ í frásögn Matthíasar Þórðasonar:

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn.

„Það varð sögulegra en flesta Reykvíkinga mun hafa grunað, þegar Steindór Gunnarsson prentsmiðjueigandi lét fara að grafa í grunninn undir og hjá gamla husinu Tjarnargötu nr. 4 í Reykjavík fyrir nýju stórhýsi, sem hann ætlar að fara að reisa þar fyrir prentsmiju sína. Staðurinn var að sönnu merkisstaður, og húsið, sem nú var rifið, var orðið um 110 ára gamalt. Þar hafði Stefán Gunnlögsson búið 1834—37, þegar hann var sýslumaður, þar dó Einar snikkari Helgason fyrir réttum 100 árum, og hafði þá átt húsið og búið í því í 3 ár; þar ólzt Helgi, sonur hans, upp, sem varð hér síðar barnaskólastjóri og þjóðkunnur maður, og bjó móðir hans, madama Margrét, í húsinu til dauðadags, 1856. Þá var það kallað Helgesenshús.

Tjarnargata

Kort Lottins frá 1836 lagt ofan á núverandi borgarkort. Torfbæirnir Teitsbæ og Suðurbær stóðu þar sem í dag er Tjarnargata 6 og 8 sem er í dag bílastæði. Þarna er nýlega búið að rífa torfbæinn Brúnsbæ og byggja timburhús á sama stað sem stóð næstu 110 árin. Húsið er merkt sýslumannshús en Stefán Gunnlaugsson sýslumaður bjó þar frá 1834—1837.

Er þetta eftir frásögn Jóns byskups Helgasonar í riti hans um Reykjavík 14 vetra. Enn síðar bjuggu í þessu húsi ýmsir aðrir merkir menn og konur, skamman tíma hver. Þótti húsið lengi snotur bústaður, enda var þá vel um það gengið jafnan. Hér eru nú ekki við höndina húsvitjanabækur prestanna, nema frá tímabilinu 1868—89, um 20 ár. Á árunum 1869—76 bjó þar frú Anna Tærgesen, ekkja P. R. Tærgesens kaupmanns, með börnum þeirra, og 1877—78 frk. Christiane Thomsen, er lengi hafði verið hjá þeim. Árin 1879—80 bjó þar Edv. Siemsen, fyrrv. kaupmaður, og næsta ár ekkja hans, frú Sigríður Siemsen, cn 1882 tengdasonur hennar, Sveinn kaupmaður Guðmundsson frá Búðum, með fjölskyldu sinni. Árið 1884 bió frú Ragnheiður Christjánsson, – ekkja Kristjáns amtmanns, í þessu húsi, og 1886 séra Stcfán Thorarensen, en 1887 —88 frú Kristíana Jónassen, ekkja Jónasar E. Jónassens verzlunarstióra. Og árið 1889 bjó þar ekkjan Solveig Guðlaugsdóttir, og voru hjá henni móðir hennar, háöldruð, og fósturdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir, þá 13 ára.
En staðurinn átti sér langa sögu áður en þetta litla timburhús var reist, því að á þessum sama stað hafði þegar skömmu eftir miðja 18. öld verið reist eitt af húsum iðnaðarstofnananna, sem Skúli landfógeti Magnússon gekkst fyrir, að komið yrði á fót hér, og jörðin Reykjavík hafði verið gefin í ársbyrjun 1752. Það hús var reist handa beyki stofnananna, var hlaðið úr torfi, og grjóti, svo sem flest hús þeirra, dálítill torfbær, og var þar bústaður og vinnustofa beykisins. Þegar hús stofnananna voru seld, keypti dönsk kona, madama Christine Bruun, ekkja Sigvardts Bruuns fangavarðar, bæinn, árið 1791. Nokkru eftir aldamótin varð hann aftur aðsetursstaður beykis; bjó þar, þá sænskur beykir, er hét Peter Malmquist, og kona hans sem var hér ljósmóðir. Þegar Jörgen Jörgensen kom hingað í fyrra skiptið, í ársbyrjun 1809, sem túlkur James Savignacs verzlunarstjóra, fengu þeir inni hjá Malmquist, og átti Jörgen Jörgensen þar heima, unz hann fór utan aftur í marz sama ár. Kom Malmquist mikið við stjórnarbylting Jörgensens, er hann stóð fyrir, þegar hann kom hingað aftur um sumarið, svo sem kunnugt er af sögu hans. Malmquist fór utan 1812 og kom ekki aftur, en Brúnsbær mun hafa staðið um 20 ár eftir það, og þó varla án mikilla endurbóta, eða jafnvel endurbygginga að einhverju leyti.

— Við grunngröftinn nú kom fram mikið að hleðslusteinum, sem sennilega eru úr honum, grjóti ofan úr holtum og neðan úr fjöru, en ekki sýndu neinar veggjaleifar eða annað, að verið hefði á síðari tímum neitt hús nákvæmlega á þessum sama stað, sem Brúnsbær mun hafa staðið á, en í vesturhorninu í grunninum komu fram allmiklar grjóthleðslur 1—2 m. í jörðu.
Hleðslugrjótið, sem ætla má, að verið hafi úr Brúnsbæ, var að sönnu einnig um 1—l l/2 m. í jörðu nú, en það kom í ljós við gröftinn, að þykkt lag af mold, ösku o. fl. hafði hlaðizt ofan á óhreifða jörð á öllu svæðinu, ofaná lag það af fremur smágerðri sjávarmöl, er grafið var niður á og nokkuð niður í. Mun það malarleg vera um allan miðbæinn, milli hafnarinnar og Tjarnarinnar.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn – hestasteinn fremst.

Nokkrir fremur gamlir gripir fundust við uppgröftinn ofarlega í jörðu, sennilega frá síðustu öld, brot af eldtöng, fiskhnífur, sjálfskeiðungur og brot af 2 glerstaupum. Miklu neðar, um l-l/2—2 m. í jörðu, fundust eldri munir úr steini, vaðsteinn, draglóð af skellihurð, að því er virðist, kola, telgd til úr smágerðu móbergi eða sandsteini og lítil hein með gröfnu hnappmóti á öðrum enda, en ekki eydd af brýnslu.
Nokkru neðar fannst bollsteinn norðarlega í grunninum; hafði bollinn verið gerður fyrir ljósmeti, en að öðru leyti var steinninn alveg óunninn af mannahöndum. Annar bollasteinn fannst á nær sama stað, en allmiklu neðar í jörðu; hann er lábarin, þykk hella, um 30 cm. að þverm., með víðri og grunnri skál annars vegar, og munu báðir þessir bollasteinar hafa verið lýsisteinar, eins konar ljósáhöld (lampar).

Tjarnargata

Kort Ohlsen og Anaumus frá 1801 lagt ofan á núverandi borgarkort. Torfbæirnir Brúnsbær og Teitsbær sem stóðu þar sem í dag er Tjarnargata 4 og 6.

Enn dýpra, alveg niður við malarlagið, og suðaustarlega í grunninum miðjum, fannst lítill, flatkúlumyndaður lýsisteinn með gróp kringum bollann og járnblað af páli eða grefi með fornri gerð, sams konar og 2 önnur, sem fundizt hafa áður hér á landi, annað við rannsóknina á Bólstað, bæjarrústum Arnkels goða. Ámóta neðarlega fannst vaðsteinn, hnöttóttur og nokkuð ílangur. Nálægt suðurhorninu í grunninum var allmikið af hleðslugrjóti djúpt í jörðu, og virðist þar hafa verið hlaðinn veggur, nær því niðri við malarlagið. Þar fundust, mismunandi djúpt í jörðu, nokkrir munir úr steini, 3 vaðsteinar, brýni, fornlegur lýsisteinn, sem er mjög lítill og flatkúlumyndaður, og snældusnúður úr steini, allstór, um 9 cm. að þverm., og neðst kom í ljós eldstó, grafin ofan í malarlagið. Hefir hún sennilega verið gerð af því að þar hefir þá verið hús, sem eldstæði hefir verið í, líklega seyðir með fornri gerð. Hafa samskonar eldstór og þessi fundizt í fornum bæjarrústum hér áður, bæði í Þjórsárdal og víðar. Munu þær hafa verið, gerðar og notaðar til að fela í þeim eld, einkum að næturlagi.  Bæjarverkfræðingurinn, Bolli Thoroddsen, lét mæla, hve djúpt í jörðu þessi eldstó var, og reyndist hún, botn hennar, að vera 111 cm. neðar en t. a. m. Austurstræti milli gangstétta, en það er í sömu hæð og yfirborðsjávar í höfninni um stórstraumsflóð. Bendir þetta á, að mikið landsig hafi orðið hér síðan þessi eldstó var gerð, en hún virðist munu vera frá landnámstíð eða söguöld vorri. Enda er fleira hér á Seltjarnarnesi og umhverfis það, sem einnig bendir á allmikið landsig hér um slóðir, svo sem sýnt hefir verið fram á áður.
Norðan við stóna varð vart við gólfskán og nokkrar flatar hellur, er að líkindum hafa verið gólfhellur.
1 vesturbarminum varð fyrir mjög stór hella neðst. Er hún var tekin upp, kom í ljós undir henni allmikil þró eða gryfja, sem gerð hafði verið þar ofan í malarlagið. Varð vart við skolpræsi í mölinni að þrónni, og virtist það hafa verið út frá húsinu, sem eldstóin hefir verið í.
Í norðurhorninu var malarlagið djúpt í jörðu, um 2% m. frá yfirborði, svæðinu, sem þar var milli húsa. Hafði jarðvegur hækkað þar mest af sorpi og ösku. Um 4m. ofan við malarlagið var þar á allmiklu svæði um 1/4 m. þykkt, mjög dökkleitt, fornt sorplag. Var mikið í því af matbeinum og slíku; fundust þar kjálkar af gelti með miklum vígtönnum og yfirleitt eldra svip en er á þeirri tegund svína, sem er nú hér og í nálægum löndum. Hafa slíkar vígtennur úr göltum fundizt hér áður, m. a. undir Hánni á Heimaey í Vestmannaeyjum. Nokkur bein úr geirfugli fundust einnig í þessu sorplagi, enda hefir geirfugl vafalaust verið veiddur mjög til matar fyrr á tímum, er hann var hér að líkindum víða, en hann varð, að því er menn vita bezt og alkunnugt er, aldauður fyrir 100 árum. — Sorplag þetta er svo djúpt í jörðu, niðri við óhreifða jörð, að því er virðist; að ætla má, að það stafi frá fornöld. Hinn gamli Reykjavíkurbær stóð 30—40 m. norðar, vestan við Aðalstræti. Er ekki ólíklegt, að um nokkurn tíma hafi sorpi frá bænum verið fleygt á þessar slóðir.“

Í Þjóðviljanum 1966 segir og; Hlóðasteinninn úr Tjarnargötu í Árbæ:

Árbæjarsafn - steinhella

Árbæjarsafn – steinhellan.

„Hlóðarsteinninn mikli, sem fannst 1944 í bæjarstæðinu við Tjarnargötu, kominn til safnsins.
Úr því minnzt er á hlóðarsteininn má vel vekja athygli á öðrum merkilegum steinum, sem safnið hefur eignazt: hestasteininum frá smiðju Þorsteins Tómassonar í Lækjargötu, landamerkjasteininum úr Skildinganeshólum áklappaður 1839, mylnusteinn úr myllunni í Bakarabrekku og apótekarasteinn frá 1747 úr Örfirisey.“

Ein spurningin er, þrátt fyrir allt framangreint; hefur verið hugað að mögulegu letri á hellunni þeirri arna?“
Önnur spurningin er, hvers vegna er slíkur forngripur í Árbæjarsafni látinn liggja jarðlægur, án nokkurra vísbendinga gestkomendum til handa?

Heimildir:
-https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1755833
-Tíminn 19.07.1963 – Tjarnargata 4, bls. 15.
-Morgunblaðið 11. febr. 1964, Hlóðahella eða gangnahella, Helgi Hjörvar, bls. 9.
-Þjóðviljinn 2. júlí 1966, Hlóðasteinn og hestasteinn úr Lækjargötu, bls. 7.
-Þjóðviljinn, 144. tbl. 02.07.1966, Hlóðasteinninn úr Tjarnargötu í Árbæ, bls. 6.
-Vikan nr. 23-24, 1944, Fundnar fornleifar í Reykjavík, Matthías Þórðason, bls. 22 og 28.

Árbæjarsafn

Á Árbæjarsafni.

Apótekarasteinn

Sunnan við húsið Þingholtsstræti 9 á safnlóð Árbæjarsafns er grágrýtissteinn ættaður úr Örfirisey, kallaður „Apótekarasteinn„.
ApótekarasteinnSteinninn lá við sjávarmálið og var á góðri leið með að eyðileggjast þegar hann var fluttur á safnið árið 1963. Steinninn dregur nafn sitt af apótekarakeri sem er dregið utan um ártal, en vafalaust tengist hann verslunarstaðnum í Örfirisey á 18. öld. Þekkt var að danskir verslunarstjórar hjuggu nöfn í steinana á eyjunni.
Lýsing: Steinninn er 1,6 x 1,5 m að stærð og á hann er rist einföld mynd af keri, 60 x 63 cm og á því miðju er fangamarkið HCB og ártalið 1747. Letrið er orðið mjög óljóst.
Sem fyrr segir eru fjölmörg fangamörk og ártöl klöppuð í klappirnar í Örfirisey, á bak við olíugeymana, sem þar eru.

Apótekarsteinn

Apótekarasteinninn í Árbæjarsafni.

Eldgos

Í Bæjarblaðinu, útgefnu af Stapaprenti, árið 1991 er fjallað um mögulegan „Suðurlandsskjálfta árið 2020“ sem og „Drauma og fyrirboða um náttúruhamfarir á Reykjanesi„:

Sprunga

Sprunga á Reykjanesi.

„Eigum við á suðvesturhorninu yfir höfði okkar það gífurlegar náttúruhamfarir, að Reykjanesskaginn klofni frá landinu? Allir hafa einhvern tímann heyrt minnst á hinn svokallaða Suðurlandsskjálfta; stóra jarðskálftann, sem talið er að snarpur og öflugur, að af hljótist þær gífurlegu hamfarir sem að ofan greinir. Og það sem meira er; stóri skjálftinn gæti venð á næsta leiti.
Við skulum til fróðleiks líta örlítið á jarðfræðilega gerð Reykjanesskagans annars vegar og hins vegar á drauma og fyrirboða um stóra skjálftann.

Glöggt samband á milll sprungureina og jarðskjálfta

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sprungureinar.

Sagt er að hugsanlegur stórskjálfti muni kljúfa Reykjanesskagann austan frá Grindavík að Hafnarfirði en þar liggur stór sprungurein. Eins er líklegt að skaginn klofni frá Önglabrjótsnefi, skammt norður af Reykjanestánni, en þar liggur sprungurein í Norðaustur til Suðvesturs, og glöggt samband er á milli þessara sprungureina og jarðskjálfta á Reykjanesi. Þegar skoðað er jarðfræðikort af svæðinu kemur þetta betur í ljós. Telja má líklegt að þessi gliðnun muni frekar gerast á löngum tíma en í einu vettfangi.

Sprungur

Hraunsprungur millum Vatnsleysustrandar og Grindavíkur.

Draumspakt fólk segir hins vegar að þetta gerist í einu vettvangi, fyrirvaralaust, eins og fram kemur á eftir.
Á Reykjanesi eru sex aðskildar sprungureinar, en ein þeirra er hin svokallaða Eldeyjarrein. Hún liggur norðan Sandvíkur og nær norðaustur undir Vogaheiði. Þetta er norðurendi reinar sem teygir sig suðvestur fyrir Eldey. Miðja hennar er að líkindum á Eldeyjarsvæðinu. Engar gosmyndarnir hafa fylgt þessari rein uppi á landi, en oft hefur gosið á henni neðansjávar undir Reykjanesi, nú síðast í haust. Í lok októbermánaðar mældist gífurleg jarðskjálftahrina u.þ.b. 150 kílómetra suðvestur af Reykjanestá. Stóð hrinan yfir í sólarhring og mældust skjálftarnir allt að 4,8 stig á Richterskvarða.

Jarðskjálftar

Jarðskálftasvæði Reykjanesskagans.

„Þetta er það mesta sem við höfum sé í áratugi“, sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við DV þann 2. nóvember 1990. Önnur óvenjulega kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshryggnum stóð yfir dagana 8. – 9. september síðastliðinn.

Grindavík

Sprunga í íþróttahúsinu í Grindavík 2023.

Þeir skjálftar áttu upptök sín um 100 kílómetra suðvestur af Reykjanestá. Sterkustu kippirnir mældust 5,5 – 6 stig. Svipað gerðist í maí 1989 á stað milli hinna tveggja framangreindra eða á 900 – 1000 metra dýpi um 500 kílómetra frá Íslandi Þeir kippir mældust 5 stig á Richter. Þessar þrjár óvenjukröftugu jarðskjálftahrinur hafa því mældst í beinni línu suðvestur af landinu á rúmlega 800 kílómetra belti út frá Reykjanesskaga, og þessi virkni færist nær og nær landi.
Fjórða og síðasta hrinan mældist síðan um miðjan nóvember í aðeins 50 kílómetra fjarlægð frá landi. Sterkustu kippirnir í þeirri hrinu mældust 4,5 á Richter.

Samfelld sprungubelti

Karlsgígurinn

Stampahraunið á Reykjanesi.

Lítum aðeins á sprungukerfin á Reykianesskaganum. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós sem styður kenninguna um gliðnunina. Í skýrslu eftir Hauk Jóhannesson jarðfræðing segir: NA-SV sprungureinarnar eru mest áberandi á skaganum og ráða mestu um jarðfræðilega gerð hans. Þegar betur er að gáð, koma í ljós aðrar sprungur sem einnig gegna þýðingarmiklu hlutverki í sama tilliti.

Grindavík

Grindavík – gjár, sprungur og misgengi.

Þetta eru sprungur sem stefna norður – suður og eru yfirleitt lítið áberandi. Þær raða sér saman í stuttar reinar sem ekki eru skýrt afmarkaðar en skera sig þó nokkuð úr NA-SV-sprungunum. Þær eru tiltölulega stuttar eins og áður er nefnt, um 5-10 km. Þessar N-S reinar virðast vera framhald af þeim sprungum sem Suðurlandsskjálftarnir eiga upptök sín í og má e.t.v. líta svo á að þessar sprungur myndi nær samrellt belti frá Suðurlandsundirlendi og út á Reykjanes, þótt ekki sjáist sprungur á því öllu.
Þegar dreifíng N-S sprunganna er borin saman við dreifingu jarðskjálfta á Reykjanesi, kemur mjög glöggt samband í íjós. N-S sprungurnar falla nær alveg saman við skjálfta á Reykjanesi á árabilinu 1971-75. Skjálftarnir raða sér á mjótt belti sem liggur nær austur-vestur þvert á NA-SV reinarnar. Af þessu má draga þá ályktun að N-S brotabeltið sé í orsakasambandi við skjálftana.

Sprungur

Hraunsprunga Við Kaldársel.

Á Suðurlandsundirlendi er einkar glöggt samband milli „-Sprungureinanna og jarðskjálfta. Slíkt samband er einnig hægt að sjá á Reykjanesi. Í skjálftahrinu sem varð á tímabilinu 3. ágúst til 13. september 1972 yst á Reykjanesi, urðu flestir skjálftanna á Reykianesrein en þar sem NS-sprungurein sker hana austan á Reykjanestánni leiddu skálftarnir út í N-S sprungurnar.
Reykjanesskaginn er hluti af sprungukerfi, sem liggur um Atlandshaf endilangt og tengir saman svonefndan Reykjaneshrygg, þar sem áðurnefndir skálftar voru í haust, og gosbelti Íslands. Sprungureinarnar einkennast af opnum sprungum og gjám. Þær eru mislangar, 25 – 50 km og yfirleitt 5-7 km. breiðar. Svæðið er því allt „sundurskorið“ og sprungubeltin eru stærst þar sem talið er að Reykjanesskaginn muni klofna frá meginlandinu.
Þá er ónefnd ein sprungurein, sem veita ber athygli með hliðsjón af draumafrásögnunum hér til hliðar. Það er hin svonefnda Krýsuvíkur – Trölladyngjurein. Reinin er mjög löng, eða a.m.k. 60 km og nær allt upp í Mosfellssveit.

Draumar og fyrirboðar -um náttúruhamfarir á Reykjanesi

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjaness.

Fjölmargt fólk með dulskyggnigáfu hefur fengið vitranir eða draumfarir um stórbrotnar náttúruhamfarir á Reykjanesi og benda draumarnir allir í sömu átt.

Í bókinni Framtíðarsýnir sjáenda, sem kom út árið l987, er sérstakur kafli um þetta. Þar skýra sjáendur frá upplýsingum sem þeim hefur vitrast í draumi, og það er einkar athyglisvert hvað draumum fólksins ber saman.

Náttúruhamfarir árið 2020

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – hraun.

Draumspakur maður og dulskyggn með forspárgáfu, segir frá draumi sínum, sem er á þá leið að farið var með hann í flugferð “ um svæðið næst höfuðborginni“. Honum var sagt að þáverandi tímatal væri 2020 og honum voru sýndar breytingarnar sem orðnar voru. Hið helsta úr lýsingunni var það, að Hafnarfjörður var kominn undir hraun að miklu leyti.

Sprunga

Hraunsprunga á Reykjanesskaga.

Byggðin á Seltjarnarnesinu öllu var eydd og gamli miðbær Reykjavíkur sokkinn í sæ. Þéttasta byggðin átti hins vegar að vera kominn í Mosfellsdalinn.
Reykjanesið klofnar frá meginhluta landsins. Annar maður varð fyrir svipaðri reynslu í draumsvefni. Hann segir svo frá:
„Draumurinn var á þá lund, að ég þóttist sjá landabréf af Íslandi, sem var svarthvítt og flatt að öðru leyti en því, að Reykjanesið var marglitt og upphleypt eins og plastkortin líta út.
Þetta var reyndar í fyrsta sinn að ég sá upphleypt kort, þ.e. í draumnum. Mörkin milli litaða svæðisins og þess svarthvíta á kortinu voru lína sem lá í suðvestur-norðaustur og lá nokkurn veginn með Kleifarvatni endilöngu og síðan í norður í átt til Straumsvíkur. Eftir því sem ég heyrði fleiri frásagnir af draumum varðandi þetta mál allt, þýddi ég drauminn á þann veg að Reykjanesið muni klofna frá meginhluta landsins í stórbrotnum náttúruhamförum“. Sami aðili segir að atburðarrásin verði þannig: „Eftir Vestmannaeyjagosið verður gos í Kröflu. Þar á eftir verður svo Suðurlandsskjálfti og Kötlugos. Nokkru síðar verður gos í Bláfjöllum“.

Grindavík horfið með öllu

Grindavík

Grindavík – loftmynd.

Kona sem er skyggn sá Reykjavík og nágrenni í framtíðarsýn. Henni virtist Reykjanesið hafa orðið fyrir stórfelldri jarðfræðilegri röskun.

Reykjavík

Reykjavík og Seltjanarnes.

Hún segist ekki geta fullyrt hvenær þetta verði, né hvort breytingarnar gerist með snökkum hætt eða smám saman. Frásögn hennar er á þessa leið: „Stór hluti Reykjavíkur er kominn undir sjó. Öskjuhlíðin og Langholtið eru óbyggðar eyjar.
Valhúsarhæðin og ýmsir aðrir staðir standa líkt og sker upp úr sjónum. Það er byggð í útjaðri Breiðholts, en þó fyrst og fremst við Úlfarsfell, upp Mosfellsdalinn og meðfram Kjalarnesinu. Égsé að það hafa orðið miklar jarðhræringar og eldsumbrot á Bláfjallasvæðinu. Það leggur hraunstraum niður Elliðaárdalinn. Hafnarfjörður er í eyði og Grindavík hefur horfið með öll. Það er engu líkara en að Reykjanesið hafi færst til í gífurlegum náttúruhamförum“.

Gerist fyrirvaralaust – stutt í atburðinn

Reykjavíkursvæðið

Reykjavíkursvæðið – Viðeyjargígur.

Ung kona sem er berdreyminn og hefur margsinnis orðið fyrir sálrænum viðburðum, segir frá reynslu sinni á þennan veg:
„Áður en Vestmannaeyjagosið varð dreymdi mig það í þrjár nætur samfellt. Síðustu nóttina sá ég hvernig fólkið flúði í átt að bryggjunni og þegar ég vaknaði um morguninn leið mér vel því ég vissi að enginn hafði farist.

Eldgos

Eldgos ofan Grindavíkur.

Skömmu síðar var ég á ferð um landið og var þá bent á þá staði þar sem yrðu eldsumbrot. Ég vissi að eftir Vestmannaeyjagosið yrði gos í Kröflu og því næst í Heklu. Þá verður einnig mikið eldgos nálægt Reykjavík.
Rúmlega tvítug bjó ég í Efra-Breiðholti og dreymdi á þennan draum: Mér rannst ég rísa úr rúmi mínu og ganga fram í stofu, að stofuglugganum. Þá sá ég sjón sem ég gleymi ekki á meðan ég lifi. Ég sá fólk flýja skelfingu lostið í átt að Mosfellssveit. Í áttina að Hafnarfirði var eldur og óhugnanlegur reykjamökkur, sem færðist nær með braki og brestum. Vegna þess að flest af því sem mig hefur dreymt um framtíðina hefur komið fram, varð ég mjög óttaslegin vegna þessa draums. Í margar vikur á eftir hafði ég alltaf til taks það allra nauðsynlegasta, ef til þess kæmi að ég þyrfti að flýja.
Í nóvember árið 1987 dreymdi mig aftur Reykjavíkurgosið. Í Elliðaám sá ég glóandi hraunstraum. Þetta gerist að nóttu til án nokkurs fyrirvara. Rafmagnið fer og og ég skynjaði hvernig undarleg og óþægileg lykt mengaði andrúmsloftið. Margir verða að flýja heimili sín. Mér finnst vera stutt í þennan atburð“.

Suðurlandsskjálftinn 2000

Afleiðingar Suðurlandsskjálftans 17. júní árið 2000.

Í Árbók VFÍ/TFÍ árið 2001 er sagt frá Suðurlandskjálftunum 17. júní og 21. júní 2000:
„Suðurlandsskjálftarnir 17. júní og 21. júní 2000.

Jarðskjálfti

Suðurlandsskjálftinn árið 2000.

Í júní 2000 urðu tveir stórir jarðskjálftar á Suðurlandi með upptök nálægt Þjórsárbrú. Fyrri skjálftinn var 17. júní, kl. 15:40. Hann var af stærðinni 6,6 (Mw) með upptök nálægt Skammbeinsstöðum í Holtum (63,97°N og 20,36°V) um 16 km norðaustur af brúarstæðinu. Upptakadýpi var um 6,3 km. Jarðskjálftinn var svokallaður hægri handar sniðgengisskjálfti og mátti sjá merki um yfirborðssprungur á um 20 km löngum kafla.“

Ekki er minnst á svipuðan jarðskjálfta undir Sveifluhálsi við Kleifarvatn nokkrum mínútum á eftir framangreindum skjálfta.

„Seinni jarðskjálftinn var 21. júní, kl. 00:51. Þessi skjálfti var af stærðinni 6,5 (Mw) og með upptök rétt sunnan við Hestfjall á Skeiðum (63,97° N og 20,71° V) um 5 km norðvestur af brúarstæðinu. Upptakadýpi skjálftans var 5,1 km. Jarðskjálftinn var eins og sá fyrri hægri handar sniðgengisskjálfti og mátti sjá merki um yfirborðssprungur á um 23 km löngum kafla.“

Heimildir:
-Bæjarblaðið. 4. tbl. 30.01.1991, Suðurlandsskjálfti árið 2020? og Draumar og fyrirboðar um náttúruhamfarir á Reykjanesi, bls. 10-11.
-Árbók VFÍ/TFÍ, 1. tbl. 01.06.2001, Suðurlandskjálftarnir 17. júní og 21. júní 2000, bls. 302.

Viðeyjareldstöðin

Viðeyjareldstöðin.

Þingnes

Eftirfarandi úrdráttur úr dagbók eins FERLIRsfélaga á vettvangsnámskeiði fornleifafræðinema í Þingnesi dagana 17. 21. maí 2004 er birtur hér til að gefa áhugasömu fólki svolitla innsýn í „líf“ fornleifafræðinnar, en hún er ein þeirra fræðigreina sem krefst mikillar þolinmæði, nákvæmni, ákveðins verklags og skilyrðislausrar þekkingar á viðfangsefninu.

Vettvangsnámskeið í Fornleifafræði á Þingnesi
17.-21. maí 2004.

Inngangur
Vettvangsnámskeiðið á Þingnesi er liður í námi í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
Nemendum hafði áður verið bent á fyrirlestur Guðmundar Ólafssonar, fornleifafræðings, um Þingnesið, sem hann hélt síðan í Kórnum, Safnahúsinu í Kópavogi laugardaginn 8. maí s.l. Þar gaf Guðmundur ágætt yfirlit um rannsóknirnar sem og helstu niðurstöður. Komið verður inn á þær í dagbókalýsingu fyrsta dagsins hér á eftir. Þá var nemendum gert að afrita Vettvangshandbók (Arcaelogical Field Manual) af vefnum og lesa hana vel fyrir námskeiðið. Í handbókinni er m.a. fjallað um undirbúning uppgraftar, uppgöftinn sjálfan og skráningaraðferðir, vettvangsskráningu, muni er finnast og sýnatökur. Hún er tekin saman af Gavin Lucas fyrir Fornleifastofnun Íslands.
Við undirbúning var einnig lesin rannsóknarskýrsla Guðmundar Ólafssonar um fornleifarannsókn og vettvangsæfingu fornleifafræðinema í Þingnesi árið 2003. Í henni kynnir Guðmundur m.a. helstu niðurstöður þeirrar rannsóknar.
Í rannsóknarskýrslunni lýsir Guðmundur aðdraganda vettvangsnámskeiðanna og hvernig hið fyrra gekk fyrir sig í megindráttum. Þar kemur fram að rannsóknin sé skráð í Sarp-menningarsögulegan gagnagrunn minjavörslunnar og hefur þar fengið rannsóknarnúmerið 2004-26. Við rannsóknina 2003 voru teiknaðar 19 flatateikningar og 2 sniðteikningar. Teknar voru tvær filmur, samtals 75 myndir og þær skráðar í Sarp. Opnuð voru tvö svæði til rannsóknar. Annað var um 28 ferm. svæði í suðausturhluta rústar nr. 9 á yfirlitskorti og hitt var um 7 m langt þversnið yfir rúst nr. 12 á yfirlitskorti.
Leiðbeinendur á vettvangsnámskeiðinu eru, auk Orra Vésteinssonar, þeir Guðmundur Óskarsson, Howell Roberts og Oscar Aldred.

DAGBÓK.

Dagur eitt – 17.05. – 09:00-16:30.
Orri Vésteinsson, lektor, tók á móti hópnum, kynnti Þingnesið, tóftirnar og söguna og fór yfir verkefni dagsins. Undirritaður naut þess að hafa skömmu áður farið á fyrirlestur Guðmundar Ólafssonar, fornleifafræðings, um sama efni í Listasafni Kópavogs, en þar lýsti hann mjög vel möguleikum Þingnessins sem þingstaðar, breytingum og hugsanlegri nýtingu svæðisins sem og helstu niðurstöðum fornleifarannsókna þar.
Um var að ræða fjóra hópa er hver um sig fengu ólík verkefni frá degi til dags. Undirritaður var svo heppinn að lenda í hópi nr. 2 þar sem fyrir voru fjórar valkyrjur til verka.
Verkefni hópsins þennan dag var uppgröftur í rúst nr. 12. Leiðbeinandi var Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur. Rústin er neðarlega í hallanum niður að vatninu um 6 m austan við rúst nr. 13. Hún er um 12 m löng og um 6 m breið og snýr í A – V. Rústin er allgreinileg á yfirborði og var mæld inn árið 1984 í mælikvarða 1:50 (1984-386-14). Af yfirborði virtist hún vera um 1,5 x 5.3 m að innanmáli. Við rannsókn 2003 var tekið 6.7 m langt og 75 cm breitt þversnið í gegn um rústina frá N – S. Það var í raun útvíkkun í litlum sniðskurði sem byrjað var á sumarið 1986, en var ekki kláraður og ekki teiknaður upp. Þverskurðurinn 2003 var teiknaður upp bæði í fleti og í sniði og kom þá í ljós að rústin er 2.4 m breið að innanmáli. Veggirnir hafa verið hlaðnir úr torfi og grjóti og eru 1.3 m breiðir.
Neðst í veggjunum við innri og ytri veggjabrún er einföld röð steina. Þar ofan á eru torf og grjót til skiptis og á milli hefur verið fyllt upp með mold. Þrjár raðir steina voru hver upp af annarri, þar sem mest var. Efsti hluti veggjanna hafði hrunið til beggja hliða og lá ýmist innan í rústinni eða fyrir utan hana.
Innan í rústinni mátti greina óljóst mannvistarlag. Það var að sjá sem fjölmargar örþunnar brúnar, ljósbrúnar og dökkbrúnar rákir. Lagið er um 10 cm þykkt. Litabreytingar eru samt mjög litlar og reyndist mjög erfitt að greina lagið frá öðrum jarðlögum.
Í þversniði rústar 12 kemur uppbygging rústarinnar glögglega í ljós. Ytri og innri veggjarbrúnir eru hlaðanar grjóti og torf og moldarfylling þar á milli. Rist hefur verið torf innan úr rústinni og það sennilega lagt á veggina. Þá sést að steinar hafa verið að hrynja úr veggjum hússins á löngum tíma, og að það er löngu orðið að rúst þegar Katla~1500 fellur á svæðið. Í rannsóknarskýrslu Guðmundar Ólafssonar fyrir Þingnes árið 2003 er rannsókninni lýst sem og einstökum lögum í þversniði rústar nr. 12. Þar kemur m.a. fram að jarðlögin gefi til kynna að rústin sé líklega hlaðin og í notkun á 10. öld (900-1100). Hún hafi löngu verið komin úr notkun og hrunin þegar gjóskulagið Katla~1500 fellur. Samkvæmt innbyrðis greiningu mannvistarlaga megi ætla að rúst 12 hafi verið upphaflega hlaðin á fyrri hluta 10. aldar. Óvíst er hversu lengi hún var í notkun, en sennilega er það í mesta lagi um ein öld. Þunn og slitrótt mannvistarlög benda fremur til þess að ekki hafi verið um samfellda heilsárs notkun að ræða, heldur árstíðabundna notkun.
Ekki verði enn hægt að slá neinu föstu um hlutverk minjanna í Þingnesi, en eftir því sem meira hefur verið grafið hallast höfundur æ meir að því að þarna hafi verið þingstaður, fremur en t.d. sel eða útihús.
Þessi rannsókn hefur fengið rannsóknarnúmerið 2004-26 í SARPUR.
Byrjað var á því að taka upp frágang síðasta árs í þverskurði N – S. Einnig var tekið upp úr skurði A – V, hann breikkaður og grafið í hann. Ætlunin var m.a. að kanna hvort dyragat kynni að leynast á suðurveggnum, en yfirborðið bar ekki augljóslega með sér hvar það væri á rústinni. Skafið var með veggjum S – N skurðarins og sýndi Guðmundur og útskýrði jarð- og gjóskulögin, sem í þeim eru. Katla~500 er svart öskulag, nokkuð ofarlega, en landnámslagið ljósleitt og einnig dökkleitra neðst, ofan á óhreyfðum jarðvegi.
Þegar grafið var ofan af suðurveggnum kom Katla~500 í ljós ofarlega milli grjótsins. Eftir að hafa grafið þvert á suðurvegginn, hreinsað ofan af og grafið beggja vegna veggjarins, rúmlega meterlengd sunnan hans, komu í ljós slétthliða steinar neðst og aðrir, eru virtust vera hrun, ofan á. Ekki voru þó steinar á milli þeirra sléttu er sáust neðst, er bent gæti til þess að þar væri dyragat. Landnámslagið var sunnan við vegginn, ofan á óhreyfðu dekkra morldarlagi. Ofan á var ljósleitari fokmold. Síðan kom þunnt lag af ryðleitri mold er gæti hafa verið fyrrum mýrartorf. Ofan á því var fokmold, Katla~500 og síðan fokmold og torf. Dýpt skurðarins var um 60-70 cm og breidd um 70 cm.
Guðmundur leiðbeindi nemendum vel og vandlega hvernig haga ætti uppgreftinum og hvað þyrfti helst að varast, ekki síst er kæmi að hugsanlegum mannvistarlögum. Þá tók hann hæðarpunkt (78 m.y.s.) á línu með norðurbrún S – N skurðarins, snúraði rústina út skv. hniti og mælipunktum og lagði fyrir gerð þversniðs og flatarteikningar. Náðist að ljúka hvorri teikningu fyrir sig áður en vinnudegi lauk. Það verður síðan í höndum næsta hóps að lyfta grjótinu af suðurveggnum og rannsaka hvort dyragatið leynist þar. Einnig er ætlunin, ef tími leyfir, að grafa í suðausturfjórðung rústarinnar.
Áhugaverður og fróðlegur dagur.

Dagur tvö – 18.05. – 09:00-16:30
Í dag fékk hópur 2 tækifæri til að læra á og nota hæðarmælikíki, leggja út hnitakerfi, draga upp minjasvæði og gera “örvateikningu” af því.
Orri Vésteinsson útskýrði hvernig setja ætti upp “TÆKIД, þ.e. hæðarkíkinn, stilla og nota, hvort sem er til hæðarmælinga, fjarlægðarmælinga eða hornamælinga (nota kíkinn sem gráðuboga). Einnig útskýrði hann meginmuninn á hæðarkíki og alstöð (sjá dagur 4). Síðarnefnda tækið er fjölhæfara, en bæði dýrara og vandmeðfarnara. Fram kom hjá Orra að ýmsar aðferðir væru notaðar til að mæla upp rústir, s.s. með alstöð, kíki eða málbandi. Að þessu sinni átti að gefa hópnum tækifæri til að reyna bæði hina fyrstnefndu sem og þá síðastnefndu.
Í framkvæmd var nemum kennt að að nota kíkinn til að lesa hæðarkvarða af mælistiku og færa punkt, í þessu tilviki frá vatnsborði Elliðavatns upp á gróið klapparholt allnokkru sunnar. Hæðarmismunurinn reyndist, skv. mælingunni, vera 18.48 m. Þurfti að mæla af stikunni 12 sinnum til að finna út hæðarmismuninn (3.34-0.13+3.21-0.29+3.91-0.28+3.84-0.13+3.97-0.70+1.56-0.40=18.48). Var það gert með því að leggja kerfisbundið saman og draga frá til skiptis þangað til “flutningum” var lokið.
Kennt var í framkvæmd að nota kíkinn til fjarlægðamælinga með því að draga neðri tölu frá efri tölu tveggja strika mælistikunnar ofan við miðjustrikið á kíkinum þegar horft er í gegnum hann og margfalda með tölunni 100. Þannig var miðjustrikið t.d. á 1.70, efra strikið á 1.76 og neðra strikið á 1.62. Þetta gaf töluna 0.14×100=14. Fjarlægðin frá kíkinum að stikunni var því 14 metrar.
Þá fékk hópurinn að aðstoða annan hóp, sem vann við rúst 9, til að hæðarmæla rústina, eins og hún leit út þá. Fyrst var hæðarpunkturinn fenginn af hæl undir alstöðinni (TH=0.93 (TBM á ensku)) og síðan var tekið mið af honum við mælinguna. Teknir voru 17 hæðarpunktar á skipulegan hátt í rústinni og færði leiðbeinandinn þá samviskusamlega inn á uppdrátt (sjá meðfylgjandi riss).
Hópurinn fékk æfingu í að setja út punkta (8×8), bæði með því að nota kíki og málbönd sem og nota Pýþagórsarregluna (langa línan á þríhyrningi þar sem 1×1=1.41 eða 8×8=11.28).
Þá fékk hópurinn það verkefni að setja út mælilínur og teikna upp minjasvæði með málbandi. Orri útskýrði framkvæmdina og sýndi dæmi, bæði við framkvæmdina og fráganginn, þ.e. notkun tákna. Hópnum var skipt í tvennt og fékku undirritaður það verkefni ásamt Ernu að mæla upp tvær rústir (14 og 15) á landföstum tanga á vestanverðu minjasvæðinu. Lögðum við út mælilínu eftir endurlöngum miðveggnum og mældum síðan rústirnar út frá henni (sjá meðfylgjandi riss (ekki í mælikvarða)) og gerðum uppdrátt í mælikvarðanum 1:100. Það gekk vel eftir að hafa komist upp á lag með að nota aðferðina.
Tækifærið var notað og kíkt af og til á gang mála ú rúst nr. 12. Þar var smám saman að koma í ljós dyradag, auk þess viðakolsleifar fundust við gröft.

Dagur þrjú – 19.05. – 09:00-16:30
Howell Roberts, fornleifafræðingur, tók á móti hópnum um morguninn í Þingnesi. Verkefni dagsins var að fræðast um alstöðina, möguleika hennar og notkun.
Alstöð sú, sem notuð var (Fastmap 700 – DTM 750) er , að sögn Howells, flóknasta vettvangstækið við fornleifarannsóknir. Það mælir hæðir, fjarlægðir og horn, auk þess sem hægt er bæði að finna áður mælda staði og leggja út línur svo eitthavð sé nefnt. Alstöðin er jafnframt eitt viðkvæmasta tækið, sem notað er við vettvangsrannsóknir. Um er að ræða tiltölulega einfaldan tölvubúnað er gengur fyrir rafhlöðum og einnig er alstöðin viðkvæm og vandmeðfarin svo að mörgu þarf að hyggja. Einnig þarf að gæta varúðar við meðferð hennar, ekki síst við uppsetningu og upphafsstillingar. Alstöðin er fimm ára gömul og kostaði u.þ.b. tvær milljónir króna. Í dag eru til fullkomnari alstöðvar er hafa m.a. skynjara er fylgt getur sjálfvirkt þeim, sem staðmælir, og skráð mælinguna. Upplýsingarnar eru skráðar jafnóðum og afritaðar. Síðan er hægt að fara með minnisspjaldið í tölvu og vinna upplýsingarnar þar til frekari nota, samanburðar og úrvinnslu.
Howell leiðbeindi hópnum hvernig setja ætti alstöðina upp; staðsetja þrífótinn, sem hún hvílir á, með nákvæmni, koma alstöðinni fyrir á honum, grófstilla og fínstilla og hverjar hreyfingar eru mögulegar og hverjar takmarkanirnar eru.
Þá er mælt frá punkti (jörð), í þessu tilviki stöð (station) nr. 9004, upp í alstöðina með málbandi og upplýsingarnar skráðar í upphafsstillingu ásamt hæð á mælistikunni (1.5), staðsetningu (nr. stöðvar/staðsetningar), staðarheiti, því sem á að mæla og fleiri grunnupplýsingum eftir efnum og ástæðum.
Venjulega er mælt út frá uppgefnum hæðarpunktum í fyrirfram ákveðnu hnitakerfi, s.s. Reykjavíkurborgar (sveitarfélaga), Landmælinga Íslands eða Vegagerðar ríkisins. Í þessu tilviki var fastur punktur “sóttur” út í “stöð” 9006 á landfasta tanganum (E214.980 – N:562.250 – Z:081.265 þar sem E stendur fyrir austur og N fyrir norður). Stöng með “sól” eða kringlóttum spegli, staðsett á punktinum, endurkastar innfrarauðum geisla, sem alstöðin sendir frá sér, til baka og stöðin reiknar út fjarlægðina. Howell sýndi hvernig hægt var að mæla fjarlægðarpunkta, hæðarpunkta og gráður með því að hreyfa einstaka hluta tækisins. Tölvan sér síðan um útreikningana og birtir þá á skjánum.
Alstöðin mælir áttir fullkomlega. Við uppsetninguna kom í ljós að dagana tvo á undan hafði ekki verið tekið mið af höfuðáttunum af þeirri nákvæmni sem alstöðin gaf nú til kynna. Þannig lá svonefndur S-N skurður í rúst 12 ekki lengur í suður og norður, heldur fremur austur og vestur. Þarf að hafa hliðsjón af því er framangreint er lesið (dagbókinni verður ekki breytt þar sem hún er skrifuð jafnóðum – einungis leiðrétt).
Fram kom hjá Howell að hyggja þarf vel að áttum. Annars geta mælipunktar lent röngum megin við línu, sem síðan getur verið fyrirhöfn að leiðrétta síðar. Í alstöðina er hægt að safna nálægt 900 mælipunktum áður en upplýsingarnar eru afritaðar.
Howell sýndi hversu erfitt getur verið að ákvarða útlínur og innlínur gróinnar tóftar eða rústar. Sagði hann það vel geta verið matsatriði hjá hverju og einum hverjar hann telur útlínurnar vera. Í rauninni er ekkert til sem heitir ranglegra en annað í þeim efnum, en mikilvægt væri að reyna að átta sig á hvað kynni að tilheyra hverjum stað, sem mæla ætti. Þá skipti þéttleiki mælipunkta máli þegar kæmi að skjámyndinni, sem birtist á alstöðinni. Þéttleikinn mætti ekki vera og lítill (því þá tæki mælingin óþarflega langan tíma) og ekki heldur og mikill (því þá væri ónákvæmnin meiri). Fjöldi punktanna, þrátt fyrir tímalengdina, yki þó á nákvæmni mælinga. Beinar línur væri fljótlegra að mæla en t.d. hringi, bugður og beygjur. Ef einhver væri í vafa hvað ætti að mæla væri ávallt betra að taka fleiri punkta en færri. Það gæti sparað aðra ferð á vettvang. Punktmælingin kæmi með æfingunni eins og annað í þessu fagi.
Hægt er að stilla alstöðina þannig að hún dregur punktalínu, strikalínu eða sambland þeirra, á milli punktanna og getur þannig mynd af útlínum þess sem mælt er.
Tækifærið var nota, fyrst búið var að stilla alstöðinni upp á stöð 9004, að aðstoða við að taka tvo punkta á sýnastöðum í rúst 9 (find 9 and 10), en þar hafði fundist málmur og glerbrot (sennilega hvorutveggja frá 20. öld, en allur er varinn góður).
Þá var alstöðin tekin niður og sett upp að nýju yfir stöð 2007 á vestanverðum tanganum, vestan rústar nr. 16. Aftur var farið yfir grundvallaratriðin varðandi uppsetninguna og stillingar. Staðsetningin var nákvæmlega yfir stöðinni (hæll) og eftir fínstillingar varð skekkjan sú minnsta hugsanlega (eða 0.00). Gengið var með mælistikuna með útlínum rústar 16. Upplýsingarnar voru skráðar í alstöðina jafnóðum. Þá var innlínur mældar með sama hætti. Að því loknu sýndi Howell hvernig mæld rústin lítur út á skjámynd tækisins. Niðurstaðan var allsennileg.
Í framhaldi af þessu var, að beiðni Guðmundar, hafist handa við að staðsetja sumarbústaðinn í Þingnesi. Var það gert með því að setja mælistikuna á hvert sýnilegt horn hans (norðurhliðina) og mæla fjarlægðina.
Í framhaldi af þessu var ákveðið að færa stöð 9007 suður fyrir bústaðinn til að mæla horn á vestur og suðurhliðum. Áður þurfti að búa þar til nýja stöð (2008). Gengið var þangað, hæll rekinn niður og hann markaður. Hann var síðan mældur út með alstöðinni við stöð 9007. Alstöðin var síðan tekin niður, færð yfir 2008, sett upp að nýju, stillt og síðan fjarlægðin mælt frá henni í stöð 2007. Að því búnu var hinar hliðar sumarbústaðarins mældar og skráðar.
Howell útskýrði hvernig hægt er að nota alstöðina til að finna punkta og setja út línu. Tók hann æfingu með hópnum í því. Gekk það greiðlega. Loks var nálæg strönd Elliðavatns mæld, skráð og dregin með aðstoð alstöðvarinnar.
Gögn dagsins voru afrituð og Howell nýtti þann tíma, sem eftir var dagsins, til að fara yfir og útskýra skjámynd alstöðvarinnar og möguleika hennar.
Enn einn áhugaverður og fróðlegur dagur við fornleifarannsóknir í Þingnesi.

Dagur fjögur – 20.05. – 09:00-16:00
Oscar Aldred, fornleifafræðingur, tók á móti hópi 2 við rúst nr. 9. Framundan var uppgröftur í rústinni undir hans stjórn. Uppgraftarsvæðið er hluti tóftar. Sýnilegar voru útlínur miðveggs og hluti útveggjar. Ljósmynd var tekin frá norðvesturhorni uppgraftarsvæðisins til að bera saman við útlit þess að vinnudegi loknum (sjá mismuninn).
Oscar byrjaði á því að útskýra verkefnið framundan. Fram kom að grafið væri í svonefndri “single context”, þ.e. grafið lag eftir lag. Uppgraftarsvæðið var hluti stórrar tóftar og var það allt opið. “Fletta” átti lagi ofan af (context nr. 10) og skrá lagið, sem fjarlægja átti. Fyrra lagið (ofan á) hafði verið nr. 9. Gerður hafði verið uppdráttur (flatarteikning) af uppgraftarsvæðinu, eins og skilið hafði verið við það áður þar sem útlínur, steinar og annað, sem skipti máli, var sýnt. Lýsti Oscar hvað hafði verið gert á svæðinu fram að þessu, kynnti moldina, steinana og fyrri fundi til sögunnar og leiðbeindi um næsta skref, þ.e. að fjarlægja lausa steina úr vesturhluta rústarinnar.
Áður en kom að því að fjarlægja steinana fékk Oscar hópinn, sem var að æfa sig í notkun alstöðvarinnar, að taka 17 punkta í rústinni. Þar með voru mælipunktarnir orðnir 277 talsins. Hnitin voru færð á uppdráttinn og mælingarniðurstöðurnar skráðar. Bent var að betra væri að taka fleiri punkta en færri til öryggis ef eitthvað kynni að fara úrskeiðis.
Garfið var frá steinunum með múrskeið og mold fjarlægð þangað til þeir urðu lausir. Voru steinarnir teknir upp hver á fætur öðrum og komið fyrir í kesti við suðurenda rústarinnar. Oscar lýsti muninum á ljósari moldinni og þeirri dekkri, hvaða steinar teldust geta verið í “röð og reglu” og myndað útlínur og hvernig sjá mætti torflög og gjóskuna í þeim. Torfið er mýrartorf, en í því má sjá ljós og grænleit öskulög (landnámsöskulagið) og einnig ryðbrúna tauma (járn). Steinarnir í vesturhlutanum eru hrun úr veggjum og líkast til torfið einnig. Sást móta fyrir útvegg í norðausturhorni uppgraftarsvæðisins, en “veggurinn” í miðjunni virtist vera miðveggur eða gangur.
Sýnt var teikniblaðið og hvað myndi verða skráð á það. Þá sýndi Oscar graftæknina og benti á að ekki væri nóg að horfa á flötinn, sem verið væri að fjarlægja; einnig þyrfti að hlusta vel og reyna að finna þegar umskipti yrðu.
Við skafið fundust viðarkol (smáagnir og ein stærri) á víð og dreif, lítil beinbrot (gulbrún) og lítill ryðgaður málmhlutur (gat verið hluti úr spennu eða sylgju). Síðastnefndi hluturinn var mældur, skráður og fjarlægður, færður í poka, sem var merkturmeð uppgraftarnúmeri (ÞNG04, rústarnúmeri (9), fundarnúmeri (find number) (11), innihaldi (Fe) og tegund hlutar (óljóst í þessu tilviki). Jafnframt voru hnitin skráð á pokann. Hluturinn verður færður til sérfræðings svo fljótt sem verða má. Til að loft léki um gripinn gerði Oscar gat á plastpokann.
Oscar tók yfirlitsmynd og útskýrði jafnframt að ljósmyndnir í uppgrefti væru notaðar í mismunandi tilgangi. Þær geta verið með eða án fólks; til að sýna fólk að störfum eða til skráningar án þeirra og annars, sem því fylgir.
Eftir uppgröftinn skráði Oscar fyrirliggjandi upplýsingar á skráningarblað og færði nauðsynlegar upplýsingar inn á uppdráttarblað, sem ætlunin er að ljúka við á morgun. Ákvað hann að breyta contextnúmerinu úr 10 í 11 og gefa eystri hluta uppgraftarsvæðisins (austan við miðvegginn) sérstakt númer, sem er 10. Á skráningarblaðið færi hann m.a. contextnúmerin og tegund (surface). Oscar benti á að best væri að nota H4 blýant við skráninguna (máist síður og þolir bleytu).
Á uppdráttarblaðið skráði Oscar m.a. tengund teikningar (flatarteikning), uppgraftarnúmerið (ÞNG04), einingarnúmerið (context 11) og type (deposit). Benti hann á að mikilvægt væri að gera uppdráttinn eins fljótt og kostur er á vettvangi þar sem hægt væri að bera hann saman við fyrirmyndina.
Oscar sýndi og dró upp matrixinn af uppgraftarsvæðinu þar sem efsta torflagið er [1] og lagið, sem síðast var fjarlægt [11]. Ofan á því er [9] og ofan á því er [8]. Matrix nr. [10] er til hliðar. Matrixinn lýsir jarðlögunum, bæði innan og utan rústarinnar, í réttri röð. Um væri að ræða svonefndan “vinnumatrix”, sem gæti breyst, sbr. framangreint.
Þá lýsti Oscar með hópnum helstu einkennum uppgraftarins og skráði á uppgraftarblaðið (8 viðmiðunarliðir); 1. Þéttleiki jarðvegs (miðlungs), 2. Litur (dökkbrúnn, með ýmsum litbrigðum, s.s. ljósu, grænleitu og ryðbrúnu), 3. Samsteining (silt – sandleir/fínn), 4. Meðtalning (steinar, ávalir), 5. Þykkt – fjarlægt (10-15 cm), 6. Skil (greinileg, bein í miðvegg að austanverðu), 7. Samhengi (svipað yfir allt), 8. Röskun (erfitt að segja til um á þessu stigi).
Jafnframt þarf að lýsa eftirfarandi: Öskulögin, sem fundust eru að öllum líkindum landnámslagið (ljósleitt og grænleitt). Það var einkar áberandi í torfinu, sem fjarlægt var, ein og áður hefur komið fram. Hlutir, sem fundust; málmhlutur, viðarkolsagnir og smá beinbrot (ekki mælanleg). Sýni var einungis tekið af málmhlutnum. Svæðið var handgrafið og teiknað upp í matrix. “Innviðir” þess (uppgraftarsvæðisins) voru steinar og torf, sem hvorutveggja hafa hrunið inn úr veggjum (og hugsanlega þaki).
Enn einn lærdómsríkur dagurinn að síðdegi kominn.

Dagur fimm – 21.05. – 09:00 – 16:30
Lokadagur vettvangsnámskeiðsins var að morgni kominn. Byrjað var við rúst 9, þar sem endað hafði verið daginn áður. Oscar leiðbeindi hópnum hvernig leggja ætti út mælilínur. Í þessu tilviki voru notaðir þrír hælar, sem aðrir höfðu áður notað, auk þess sem fjórði hællinn var settur niður til að mynda ferning (5×5). Þá voru hornpunktarnir staðsettir á mæliblaðið (frá neðst til vinstri) og undirbúin mæling í 1:20.
Mældar voru útlínur uppgraftarsvæðisins að vestan og norðanverðu, sem og steinar, sem höfðu uppgötvast við gröftin í vestanverðri rústinni daginn áður. Allt var þetta skilmerkilega fært inn á teikniblaðið. Þá var syðri og austari hlutar rústarinnar hæðarmældir. Settur var upp þrífótur, kíkirinn ofan á og hann stilltur. Þá var TBM mælt (80.74), BS skráð (0.88) sem og IH (81.82). Að því búnu fór mælingin fram. Mælt var á 18 stöðum í rústinni, ýmist gólf eða steinar. Punktarnir (1. 0.90, 2. 0.94, 3. 1.06, 4. 1.02, 5. 1.05, 6. 1.00, 7. 0.98, 8. 1.00, 9. 0.71, 10. 0.86, 11.1.05, 12. 0.87, 13. 1.05, 14. 0.93, 15. 0.89, 16. 0.86, 17. 1.13 og 18. 1.00). Gengið var frá uppdráttarblöðum, mælilínur teknar upp og gengið frá áhöldum.
Howell leiðbeindi hópnum um notkun ljósmyndavélar. Fór hann yfir helstu atriði er gæta þarf að, s.s. að hafa ekki fólk, fötur og annað inn á yfirlitsmyndum af einstökum rústum eða gripum. Jafnframt hversu mikilvægt væri að huga að mælikvarða og staðsetja hann rétt m.v. fyrirhugaða afstöðu myndar. Huga þyrfti að áttum, sólstöðu o.fl. Stillingar á myndavélinni væru og mikilvægar og fór hann yfir hvernig þær virkuðu.
Gengið var frá rústunum með því að leggja “drendúk” yfir uppgraftarsvæðin og þekja síðan með torfinu, sem tekið hafði verið upp úr þeim á fyrsta degi eða fallið hafði til síðar í uppgreftinum. Svæðið var snyrt og áhöld voru til handargangs, fötur, skóflur og skeiðar þvegnar og gengið frá eins og leiðbeiningar kveða á um.
Loks var haldið niður að Ægisgarði við Reykjavíkurhöfn. Þar fór Sirrý (kynnti sig sem slík) yfir það helsta er lítur að fleytingu. Í gámi við vinnusvæðið var fjöldi hvítra (10 lítra) plastfatna með mold í úr ýmsum uppgröftu, s.s. Sveigakoti, Hofstöðum og einnig frá uppgreftinum á Þingnesi 2003. Sérhver fata er m.a. merkt með uppgraftarstað, númeri, dags. og hlutatölu af heild. Áður en hvolft er úr fötunni í fínryðið net efst í vatnstunnu, hagalegu gerðu íláti (sjá mynd), eru upplýsingar á fötunni bornar saman við skráningarblað, merkt við og álnúmer í fötunni tekið (en það fylgir síðan með því sem verður eftir úr fleytingunni). Samviskusamlega er moldin hreinsuðu frá öðru (eða öfugt), grófari “afurðirnar”, s.s. þræðir, bein eða gripir, falla í fat með sigti í botninn, en fíngerðari “afurðir”, s.s. frjókorn, verða eftir í enn fíngerðara sigti þar undir. Eftir að skolun úr fötunni er lokið, eru “afurðirnar” skolaðar vel og síðan hvor um sig færðar í fínar grisjur þar sem númerið er tilheyrði fötunni, fylgir með eins og fyrr sagði. Þær eru síðan hengdar upp til þerris áður en innihaldið verður skoðað nánar af sérfræðingi. Sjá mátti m.a. bein, smásteina, gróðurleifar o.fl. verða eftir í sigtunum áður en innihaldinu var komið fyrir í grisjunum.
Sirrý benti á að jafnan þyrfi að taka lítið sýni úr hverri fötu, merkja það og geyma, ef eitthvað kynni að fara úrskeiðis.
Enn einum áhugaverðum degi lokið – fyrr en varði.

Lokaorð
Framangreind lýsing dagbókarinnar er fyrst og fremst yfirlit yfir það sem hópur nr. 2 fékkst við á vettvangsnámskeiðinu. Hvorki er farið út í einstök smáatriði eða einstöku verki lýst í smáatriðum. Skrifin voru færð inn eftir hvern dag þannig að innihaldið ætti að vera nokkuð nálægt lagi. Textanum fylgja nokkrar yfirlitsmyndir, en þeim er einungis ætlað til að gefa mynd af einstökum stað eða hlut án mælikvarða eða viðmiðana.
Kennararnir á námskeiðinu voru hver öðrum betri, yfirvegaðir, þægilegir og gefandi. Þeir miðluðu nemendum af reynslu sinni og fróðleik. Tímanum var vel varið til að fara yfir það sem máli skiptir, hvort sem það lítur að því sem þarf að gera á vettvangi eða að því hvers ber að varast við framkvæmd fornleifauppgraftar, sem er ekki síður mikilvægt.