Stefnan var tekin á Þingvallahraunið. Athyglinni var einkum beint að þingvallabæjunum og gömlum vegum.
Túngarður í HrauntúniHinar gömlu götur eru fjölmargar í hrauninu, liggja svo að segja til allra átta, en auk Þingvallabæjarins voru nokkrir aðrir bæir við Þingvelli, s.s. Skógarkot, Hrauntún, Litla-Hrauntún, Vatnskot, Arnarfell, Gjábakki, Þórhallsstaðir, Bolabás og Svartagil, sem vert er að gefa gaum.
Í Skógarkoti var byggð fyrr á öldum stopul en telja má líklegt að það hafi verið notað til selstöðu frá Þingvöllum. Í Hraunkoti var beitiland ágætt en frekar erfitt var um heyskap og vatnsöflun. Í dag má allt um kring um hin gömlu bæjarstæði sjá handbragð liðinna kynslóða í hlöðnum veggjum og rústum.
Þá liggja um Þingvallahraun götur og stígar til allra átta svo og hinir elstu akvegir. 

Sjá meira undir Lýsingar.