Hrauntún

Stefnan var tekin á Þingvallahraunið. Athyglinni var einkum beint að þingvallabæjunum og gömlu vegum.
Hinar gömlu Hrauntún-loftmyndgötur eru fjölmargar í hrauninu, liggja svo að segja til allra átta, en auk Þingvallabæjarins voru nokkrir aðrir bæir við Þingvelli, s.s. Skógarkot, Hrauntún, Litla-Hrauntún, Vatnskot, Arnarfell, Gjábakki, Þórhallsstaðir, Bolabás og Svartagil. sem vert er að gefa, a.m.k. svolítinn, gaum.
Í Skógarkoti var byggð fyrr á öldum stopul en telja má líklegt að það hafi verið notað til selstöðu frá Þingvöllum. Í Skógarkoti var beitiland ágætt en frekar erfitt var um heyskap og vatnsöflun. Í dag má allt um kring í Skógarkoti sjá handbragð liðinna kynslóða í hlöðnum veggjum og rústum. Í bókinni Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson er rakin saga Skógarkots og fólksins sem þar bjó á 19. öld.
Í Hrauntúni má sjá rústir af koti sem var reist um 1830. Hrauntún var í eyði um aldir og árið 1711 var það einungis þekkt sem örnefni í skóginum. Erfitt var um alla aðdrætti í Hrauntúni og þótti það afskekkt. Árið 1828 flutti Halldór Jónsson í Hrauntún og eftir það var samfelld byggð í Hrauntúni í um 100 ár. Í dag bera veggjarbrot og tún enn merki um búskaparhætti þar.
Austur af Víðivöllum og Stóragili í Ármannsfelli má finna örnefnið Litla-Hrauntún. Þar eru óglöggar rústir.
Talið er að Vatnskot á norður bakka Þingvallavatns hafi verið hjáleiga frá Þingvallastað. Þar hefur sennilega verið búið um aldir þrátt fyrir að á 19. öld hafi Vatnskot lagst í eyði en þó var þar þurrabúð með veiðirétti.
Gjábakki er eyðibýli skammt austan við Hrafnagjá. Á Gjábakka Skógarkot - loftmynder talið að kirkja hafi staðið á fyrri tímum. Ekki er nánar vitað um staðsetningu hennar. Íbúðarhúsið á Gjábakka eyðilagðist í eldi haustið 2001.
Arnarfell er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norðaustanvert Þingvallavatn. Útsýni af Arnarfelli er gott, ef veður leyfir sést þaðan allt vestur til Esju, norður í Þórisjökul og niður á Suðurlandsundirlendið. Jörðin Arnarfell var ávallt í eigu Þingvallakirkju en byggð var þar stopul. Talið er að þar hafi verið sel frá Þingvallabæ en Arnarfell er með betri veiðijörðum við vatnið. Á 20. öldinni var reynt að rækta hreindýr á fjallinu og um tíma lifðu þar nokkur dýr. Síðan 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Ef gengið er í austur frá Skógarkoti er komið að hinu forna eyðibýli Þórhallastöðum með túngarði um kring að hluta. Samkvæmt Ölkofraþætti bjó Þórhallur nokkur á Þórhallastöðum eða á Ölkofrastað en hann var uppnefndur Ölkofri eftir húfu sem hann bar jafnan á þingum.  Hann bruggaði öl í þingheim en sagan segir að hann hafi sofnað við kolagerð og brennt skóg nokkurra goða sem þeir höfðu keypt til nytja á þingi. Ölkofra þáttur rekur þrautagöngu Ölkofra við að leita sátta við goðana.
Leifar af eyðibýli eru við Bolabás. Þá eru tóftir Svartagils við samnefnt gil og var búið þar fram yfir 1970.
Á Þingvöllum eru fjölmargar götur og leiðir. Ofan við Hallinn lá t.a.m. ein þeirra. Þar hjá er lítil grjótvarða, sem er til merkis um merkan stað. Þarna er skarð í gjárvegginn, og um hann Minjar í Hrauntúniliggur stígur niður í gjána. Stígurinn er lagður grjóti því um hann lá aðal leiðin að vestan og sunnan niður á Vellina. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu að vestanverðu, en árið 1789 urðu jarðskjálftar á Þingvöllum, svo miklir, að vatnsbakkinn seig um alin (rúml. 60 cm) samkvæmt frásögn Sveins Pálssonar læknis. Þá fór þessi gata undir vatn og var ófær. Var þá reynt að komast með hesta niður Kárastaðarstaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu og var það lagað og gert hestfært. Stígurinn heitir Langistígur.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1928 og gengu þau í gildi tveimur árum síðar. Þá voru þrjú býli í byggð á svæðinu; Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Búskapur lagðist strax af á tveimur þeirra fyrrnefndu en lengur var búið í Vatnskoti.
Gengið var að Hrauntúni eftir Hrauntúnsgötu (ekki Nýju Hrauntúnsgötu. Gatan er ómerkt, en tiltölulega auðvelt er að fylgja henni upp að bæjarstæðinu. Þegar komið er að Efstubrún sést heim að Hrauntúni. Þar er varða, reyndar ein af landamerkjavörðum bæjarins og Skógarkots, sem þarna liggur til austurs og vesturs. Vörðurnar á mörkunum eru enn heilar og eru stórar og myndarlegar.
Fyrrum var þar allt fullt af lífi í Hrauntúni, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er þetta allt horfið og túnið og Garður í Hrautúnirústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Gaman er að skoða vatnsbólið í Hrauntúni, sem er í djúpri holu suðvestanvert við bæjarrústirnar.
Eftir hæfilega dvöl í Hrauntúni var Gaphæðaslóða fylgt til austurs. Slóðinn er ómerktur, en greinilegur á köflum. Skyggnisvarða er austan við túngarðinn. Þar sést stígurinn t.a.m. mjög vel. Áður en komið er upp í Gaphæðir er farið yfir a.m.k. þrjár gamlar götur er liggja frá Ármannsfelli með stefnu í Stóragil og áfram að brú á Gaphæðargjá.. Sú vestasta er greinilegust og sjáanlega nýlegust. Hinar eru reiðleiðir með sömu stefnu.
Gengið var til baka með stefnu á Skógarkot. Landamerkjavörðurnar gefa stefnuna til kynna. Þegar komið var að þeirri næstu kom í ljós hið ágætasta útsýni niður að Skógarkoti.
Þegar komið var að Gjábakkavegi var gengið svo til beint inn á Hrauntungugötuna. Gatan, þótt ómerkt sé, er greinileg alla leið að Skógarkoti. Nokkru áður en komið er að Skógarkoti er farið við yfir veg, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut ætti að vekja til nokkurrar umhugsunar um þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa urðu á landinu á 20. öldinni.
Skyggnisvarða austan HrauntúnsRétt við túngarðinn er akvegur. Í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé.
Sunnan við túngarðinn liggja Veiðigata (austar) og Vatnskotsgata í áttina að Þingvallavatni. Sú fyrrnefnda er stikuð, en ekki sú síðarnefnda, enda óþarfi vegna þess hversu greinileg hún er.
Í Skógarkoti eru ummerkin mjög áþekk og í Hrauntúni, en þó hefrur steinsteypan verið notuð við byggingu íbúðarhússins. Frá þessum stað blasir við hinn fagri fjallahringur sem umlykur Þingvallasveitina.
Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir neðan túnið í Skógarkoti. Um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og konungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að
Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Þá var mikið um að vera við Almannagjá, þann 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum. Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi Gaphæðaslóðihonum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að fylgja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.
Ekki kemur fram í Landnámu hver hafi numið landið norðan og austan við Þingvallavatn en í Íslendingabók skýrir Ari fróði frá Þóri kroppinskegg, sem átt hafi land í Bláskógum, sem lagt hafi verið til neyslu Alþingis. Fræðimenn hafi greint á um hvar umrætt land sé og hvaða þýðingu það hafi að Íslendingabók greini að landið hafi verið lagt til Alþingis neyslu.
Björn Þorsteinsson telur í riti sínu Þingvellir, að Þórir kroppinskeggur hafi átt það land, sem lá undir jörðina Þingvelli og hjáleigur hennar. Einnig telur Björn að landamerki Þingvalla, eins og þeim sé lýst í landamerkjaskránni frá 1896, hafi að mestu leyti verið þau sömu og í upphafi. Greind ummæli Íslendingabókar telur Björn að feli í sér að ábúandi hafi þurft að þola tilteknar kvaðir og Alþingishald bótalaust en jörðin Þingvellir hafi að öðru leyti verið venjuleg eignarjörð.
Vitað er að um 1200 hafi verið prestsskyld kirkja á Þingvöllum og þá er vitað með vissu að Brandur Þórsson hafi búið á Þingvöllum um 1200 og heimildir geti einnig um að á seinni hluta 12. aldar hafi búið þar Guðmundur Ámundason gríss.
Í Vilchinsmáldaga frá 1397 sé ekki minnst á land jarðarinnar, hins vegar er ljóst samkvæmt Gíslamáldaga frá 1575 að jörðin hafi verið komin í eigu kirkjunnar á ofanverðri 16. öld, þar segi orðrétt: “Kirkian a Thijingvelle. a heimaland alltt med gögnum og giædum. Skjalldbreid.”
Í Vísitasíubók Jóns biskups Árnasonar frá 1726 sé að finna sömu tilgreiningu auk þess sem þar sé getið jarðanna Vatnskots, Skógarkots og Svartagils, sem sagðar eru Bæjarhóllinn í Skógarkotibyggðar í heimalandi jarðarinnar.
Í lögfestu Markúsar Snæbjörnssonar frá 1740 sé lýst landamerkjum jarðarinnar og sé þar að finna fyrstu lýsinguna á landamerkjum Þingvalla. Lögfestan sé í samræmi við landamerkjaskrána frá 1886 og allt land innan merkja lýst eignarland kirkjunnar. Hér veki það athygli að ekki sé greint á milli heimalands og afréttarlands auk þess sem landamerkin, sem byggt er á, séu mjög skýr.
Í landamerkjaskrá prestssetursins Þingvalla frá 1. september 1886 sé land jarðarinnar án nokkurrar aðgreiningar í heimaland og afréttarland en hjáleigurnar Arnarfell, Skógarkot, Hrauntún og Svartagil, séu taldar liggja innan marka jarðarinnar. Landamerkjabréfið hafi verið þinglesið 7. júní 1890 og innfært í landamerkjabók sýslumanns. Lýsing á merkjum Þingvallatorfunnar sé í góðu samræmi við eldri heimildir um landamerki hennar, sbr. lýsingu í lögfestunni frá 1740 varðandi umrætt svæði.
Í fyrrgreindum heimildum hafi því verið gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Björns Pálssonar fyrir Þingvallasókn frá 1840 sé að auki getið töluverðs fjölda hjáleigna og eyðibýla, sem eigi að hafa legið í landi Þingvalla.
VatnskotsgataÍ kjölfar þess að landamerkjalögin tóku gildi 1882 var gert landamerkjabréf fyrir Þingvallakirkjuland. Loks geta heimildir einnig um að bændur í Þingvallasveit og í Grímsneshreppi hafi rekið fé til beitar á landsvæði, sem talist hafi til Þingvallalands, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Þingvallasóknar.
Hjáleigur hafa ekki verið stofnaðar í afréttarlandi heldur hafi þær átt óskipt beitiland með aðaljörðinni. Hjáleiguformið hefur síðan horfið um og upp úr aldamótum 1900 með sölu þjóðjarða og kirkjujarða til ábúenda. Algengt er að til séu sameiginleg landamerki fyrir svonefndar torfur, þ.e. sameiginleg ytri landamerki. Sú staðreynd að hjáleigur hafi verið byggðar út úr landi Þingvallajarðarinnar og þær ekki stofnaðar í afréttarlandi bendi til þess að allt land Þingvalla hafi legið innan eiginlegs heimalands.
Í þeim heimildum, sem getið hefur verið um, sé gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla, eins og t.d. Vatnskoti, Hrauntúni, Skógarkoti og Svartagili. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem samin hafi verið á árunum 1706-1711, segi um hjáleigurnar að þær séu byggðar úr landi Þingvalla og að afréttur hafi til forna verið brúkaður í Skjaldbreiðarhrauni. Af öðrum ummælum í jarðabókinni kemur fram um hjáleiguna Vatnskot: „Haga á jörðin í betra lagi mikla og góða. Útigangur á vetur er hjer góður og er hverki sauðfje nje hestum fóður ætlað.“ Um hinar hjáleigurnar sé vísað til þess sem ritað var um Vatnskot. Í jarðabókinni segi jafnframt að Þingvellir hafi átt afrétt á „ … Skjaldbreiðarhrauni en hefur ekki verið brúkaður yfir 40 ár, lætur nú presturinn brúka fyrir afrétt
Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði“. Í jarðabókinni og sóknarlýsingu Þingvallasóknar sé að auki getið um fjölda annarra hjáleigna og eyðibýla, sbr. t.d. Fíflavelli, landsuður undir Skjaldbreið, Ölkofra, Þórallarstaði, Múlakot eða Mosastaði, Grímastaði, Bárukot og Þverspirnu.
Samkvæmt jarðabókinni hefur afrétturinn á Skjaldbreiðarhrauni ekki verið brúkaður yfir 40 ár, m.a. vegna snjóþyngsla fram á sumar og uppblásturs. Þingvellir Heimtröðin að Skógarkotiásamt hjáleigum sem og jarðir í einkaeigu hafa verið sagðar eiga umræddan afrétt. Þegar hætt hafi verið að nýta Skjaldbreiðarhraunið sé líklegt að beitt hafi verið í landi Þingvalla og það verið notað til beitar, ekki einungis fyrir Þingvallatorfuna ásamt hjáleigum, heldur einnig aðrar jarðir.
Sturlubók 9. kap. og Þórðarbók 60. kap. segi, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfussár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út“. Í Hauksbók 9. kap. sé landnámsmörkunum lýst svo, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Hranna Gjollnes“. Hranna Gjollnes standi sjálfsagt fyrir „Hrannagjá ok öll nes“. Allar þrjár Landnámugerðirnar telji landnámsmörkin að austan að neðanverðri Ölfusá, hvort sem átt sé eingöngu við Sogið, eða þann hluta Hvítár sem nú er kallaður Ölfusá ( þ.e. Hvítá eftir að Sogið fellur í hana og til sjávar) eða ef til vill bæði Ölfusá og Sogið. Þingvallavatn hafi verið kallað Ölfossvatn í fornöld og sunnan við vatnið standi enn bærinn Ölfusvatn. Vatnsfall það, sem nú sé kallað Sogið hafi líklega verið nefnt Alfossá eða Ölfossá í öndverðu. Hvernig sem öllu þessu hafi verið varið sé langlíklegast að austurmörk landnáms Ingólfs hafi verið að Langistígurneðanverðu austan megin núverandi Ölfusár og síðan Sogið upp í núverandi Þingvallavatn. FERLIR er því þarna enn innan upphaflegs markmiðs, þ.e. að skoða fyrrum landnám Ingólfs heitins.
Um austurmörkin að ofanverðu skilji heimildarritin nokkuð á. Eftir Sturlu- og Þórðarbók mætti ætla, að Ingólfur hefði helgað sér landið sunnan og vestan vert við Þingvallavatn og norðan við það allt til Öxarár. Hafi Öxará þá runnið í forna farveginum í Þingvallavatn, þá hafi landnám Ingólfs eftir Sturlu- og Þórðarbók aðeins náð austur fyrir Kárastaði og Brúsastaði, en hafi hún þá runnið svo sem hún renni nú, þá hafi Ingólfur helgað sér land upp að ánni frá Brúsastöðum og að Almannagjá og síðan að ánni um gjána og niður til vatnsins að vestanverðu árinnar. Ekki verður séð, að landið norðanvert við Þingvallavatn, austur frá Öxará, samkvæmt forna eða nýja farveginum, og að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, að minnsta kosti ekki í öndverðu.
Hauksbók telur mörkin nokkru austar. Eftir því að dæma hafi Ingólfur helgað sér landspilduna allt frá Öxará til Hrafnagjár sem gangi upp frá vatninu rétt fyrir vestan bæinn Gjábakka. Eftir Sturlu- og Þórðarbók hafi Þingvöllur og umhverfi hans hið næsta alls ekki verið í landnámi Ingólfs, en eftir Hauksbók taki landnám hans einnig yfir Þingvöll. „Hrannagjá“ gæti þó verið misritun fyrir Hvannagjá sem sé einn hluti Almannagjár, er þá væri landnámsmörk. Verði ekki úr því skorið, hvor sögnin sé rétt.
Bent hefur verið á að hvort sem Ingólfur hafi helgað sér landið milli Öxarár og Hrafnagjár eða einungis land til Öxarár, þá virðist ritarar landnámabóka ekki hafa vitað til þess að nokkur hafi helgað sér land austan Öxarár, hvort sem hún hefur þá runnið í forna eða nýja farveginum og allt til Lyngdalsheiðar. Land þetta hafi þó ekki lengi verið óbyggt með öllu, eftir því sem Ari fróði segi. Frásögn hans sé á þá leið, er hann lýsi setningu Alþingis, að maður nokkur að nafni Þórir kroppinskeggi er land átti í Bláskógum hafi orðið sekur um þrælsmorð eða leysings og hafi land hans síðan orðið allsherjarfé. Land Þóris þessa Rústir á Þórhallastöðumhafi að sögn Ara verið lagt til Alþingisneyslu. Ekki sé vitað hversu vítt land Þóris hafi verið, en getum hafi verið leitt að því að það hafi að minnsta kosti verið milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Það skiptir miklu máli að átta sig á nýtingu lands, þegar greina eigi á milli eignarlanda og þjóðlendna. Því þurfi að skoða hvernig nýtingu þrætulandsins sé háttað. Allt frá lokum landnámsaldar og fram að 21. öldinni hafi löggjafarvaldið sett ýmsar reglur um nýtingu þeirra landsvæða sem nú heiti þjóðlendur. Um nýtingu eignarlanda hafi hins vegar ekki verið settar nýtingareglur, nema þær sem teljist til grenndarréttar. Eitt meginatriði skilji á milli eignarlanda og þjóðlendna, en það sé að allt frá Jónsbókartíma hafi eigandi átt að smala eignarland sitt, en þjóðlendan sem svo heiti nú, hafi verið smöluð sameiginlega af fjallskilastjórn.
Í umfjöllun um landnámsheimildir í Þingvallasveit kemur glöggt fram að litlar líkur séu á að nám lands þar hafi náð til þrætulandsins í vestri og sé þá ljóst að grundvöllinn undir eignaréttarkröfu stefnanda, landnámið sjálft, vanti.
Merkjavarða í ÞingvallahrauniKirkja var reist á Þingvöllum eftir kristnitökuna og var hún verið gjöf Ólafs Haraldssonar Noregskonungs. Þetta hefur verið almenningskirkja. Þannig hefur hún verið allsherjarfé eins og talið sé að jörðin sjálf hafi verið. Til þess að hægt væri að reisa kirkju og efna til kirkjuhalds þá hafi orðið að vera bær á staðnum. Engin dæmi séu þess að kirkjur hafi verið reistar á eyðistað þar sem enginn maður hafi verið til að sjá um hana að staðaldri. Eins og aðrar slíkar stofnanir hafi kirkjan orðið að geta staðið undir sér. Því liggi fyrir að kirkjunni hafi verið lagðar til einhverjar eignir, hvort sem um hafi verið að ræða beitilönd, búsmala eða einhver réttindi sem verðmæt hafi getað talist. Í upphafi muni öll þessi réttindi hafa verið óskráð.
Elstu heimildir um máldaga Þingvallakirkju sé að finna í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397. Þar sé ekki minnst á að kirkjan eigi afrétt og þar séu heldur ekki neinar upplýsingar um að kirkjan eigi hlut í heimalandi. Næstur komi máldagi 20 Gísla Jónssonar biskups í Skálholti frá 1575 og þar komi fram að kirkjan eigi heimaland allt með gögnum og gæðum og einnig Skjaldbreið og ýmsar jarðir. Árið 1746 komi síðan erindisbréf konungs handa biskupum. Samkvæmt 16. gr. erindisbréfsins séu Vilchins- og Gíslamáldagar taldir áreiðanlegir og löggiltir og skuli allar þrætur um eignir kirkna, Varða á Gaphæðréttindi og kúgildi, er standi á jörðum léns- og bændakirkna dæmd og útkljáð eftir þeim.
Á þessum tíma hafi Þingvallakirkja verið lénskirkja og hafi ofangreint erindisbréf konungs, sem gert var á einveldistíma, lagagildi um eignarhald að heimajörð og eignum þar. Hafi á þessum tíma verið einhver vafi um eignarrétt kirkjunnar á jörðinni sjálfri, þar sem landið hefði verið gert að allsherjarfé og lagt til allsherjarneyslu, þá séu öll tvímæli tekin af með erindisbréfinu því samkvæmt konungsboði eigi Þingvallakirkja beinan eignarrétt að heimalendunni, að minnsta kosti. Eignarrétturinn sé því óvefengjanlegur en eftir standi spurningin, hversu langt þetta land hafi náð sem eignarland. Ennfremur standi eftir ýmis álitamál varðandi það útlendi, eða afrétti, sem á síðari tímum hafi verið tileinkað Þingvallakirkju.
Nær samhljóða Gíslamáldaga sé lýsing Þingvallakirkju í vísitasíubók Brynjólfs Sveinssonar frá 25. apríl 1644. Tveimur áratugum síðar hafi sami máldagi verið færður óbreyttur inn í vísitasíubók Þórðar biskups Þorlákssonar, nema hvað þá hafi fleiri jarðir verið eignaðar Þingvallakirkju.
Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segi að kirkjustaðurinn á Þingvöllum hafi átt afrétt á Skjaldbreiðarhrauni, Merking við Skógarkotsem hafi ekki verið brúkaður yfir 40 ár. Þar standi: “Lætur prestur brúka fyrir afrétt Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði.“ Í jarðabókinni komi líka fram, að fleiri jarðir hafi átt afrétt í Skjaldbreiðarhrauni. Þetta hafi ekki aðeins verið hjáleigur Þingvallakirkju, heldur einnig jarðir í einkaeign í Grímsnesi og víðar sem einnig hafi átt þennan upprekstur í Skjaldbreiðarhrauni og virðist svo hafa verið frá fornu fari. Á þessum tíma hafi gróðurfari eitthvað verið farið að fara aftur þannig að not hafi verið minni en áður var, ef þau hafi þá nokkur verið.
Björn Pálsson, prestur á Þingvöllum, hefur þurft að gera grein fyrir mörkum sóknar sinnar árið 1840. Hann hefur fylgt lýsingu bóndans í Oddgeirshólum, en bætt þó aðeins við með því að færa merkin úr skurði norðaustur í Fanntófell áður en þau sveigðu í Eiríksnípu.
Þegar fyrstu lögin um landamerki voru sett 1882 hefur þurft að semja landamerkjabréf fyrir Þingvelli. Sú skrá hafi verið gerð 1. september 1886 en sumarið áður hafi presturinn helgað landamörk Þingvallakirkjulands í austri og norðri með merkjareið, „allt frá því að Gjábakkaland þrýtur og alla leið inn fyrir Skjaldbreið“, eftir að hafa látið boð út ganga til eigenda tiltekinna jarða í Laugardal.
HrauntúnEkki er vitað hvernig Þingvallakirkja hafi eignast sína afrétti í öndverðu. Við samanburð máldaga megi ætla að afrétturinn hafi komist undir eignarráð kirkjunnar á 15. öld eða í byrjun 16. Þó geti verið um það vafi. Benda megi á að eigi síðar en á 14. öld hafi skipting landsins í afrétti verið komin nokkurn veginn í fast horf og fyrir siðaskipti hafi flestar kirkjur fengið þær eignir og hlunnindi sem þær bjuggu að síðar, jafnvel öldum saman. Það sé nokkuð sennilegt að kirkjan hafi frekar eignast afrétt eða beitarítök, þó þess sé ekki getið í Vilchinsmáldaga, og það hafi kannski ekki alltaf verið þörf á að skrásetja allt sem hafi verið á allra vitorði. Þegar frá leið aftur hafi þótt tryggara að færa það allt í letur sem kirkjunni var eignað.
Almennt hefur landnám verið frumstofn eignarréttar á landi. Byggir hann á því, að mörk eignarlanda og þjóðlendu séu þau sömu og landnámsmörk. Í úrskurði óbyggðanefndar eru raktar heimildir um landnám landsvæðisins sem liggur að Þingvöllum eða getgátur um landnám þar. Kemst stefndi að þeirri niðurstöðu að ekki sé að finna heimildir um að land hafi í öndverðu verið numið norðan Lyngdalsheiðar. Þá verði ekki séð að land Í Hrauntúniaustan Öxarár að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, en þetta svæði í vestri telur hann afmarkast af landnámi Ingólfs. Þó er einnig vísað til frásagnar Íslendingabókar um land Þóris kroppinskeggja, og getum að því leitt að það hafi að minnsta kosti náð yfir svæðið á milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Af lýsingum þessum er ljóst að óvissa er um nám hins umdeilda landsvæðis í upphafi byggðar á Íslandi. Verður ekki framhjá því litið að tilvitnaðar sagnir eru ekki samtímaheimildir. Sögnin um Þóri kroppinskeggja í Bláskógum virðist hins vegar benda til landnáms á Þingvöllum, en að engu er getið hversu langt inn til landsins það kann að hafa náð.
Allt gerðist þetta áður en fjöllin fæddust. Skrásetjarnir vissu á ekki væri endilega mark takandi á þeim er töluðu mikið, því þeir vissu jafnan lítið. Þeir hlustuðu á þá fáorðu – og skráðu hvert orð.
Ætlunin er að ganga fljótlega um stíg til norðurs frá minjum við Klukkuhólsstíg við Gjábakkaveg, milli Gildruholtsgjáar og Hrafnagjáar, um þriggja km leið að Gaphæðum. Útsýni og landslag á þeirri leið tekur fáu fram.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl. 9. ágúst 1979.
-Landnáma.
-Óbyggðanefnd – úrskurðarorð.

Þingvellir

Þingvallarétt.