FERLIR vinnur nú að gerð uppdráttar af Þórkötlustaðanesinu í Grindavík.
Um er að ræða lið Uppdráttur af huta Þórkötlustaðaness austanverðuí að setja upp örnefnakort í öllum meginhverfum bæjarins sem og á helstu sögustöðunum. Kort í Járngerðarstaðahverfi endurspeglar sögusvið Tyrkjaránsins 1627, kort í Þórkötlustaða-
hverfi segir frá upphafi byggðar í Grindarvík og þróun hennar og Þórkötlustaðaneskortið mun segja frá sögu sjósóknar, útgerðar, fiskvinnslu og sjósköðum við Grindavík. Væntanlegt kort í Stóru-Bót mun endurspegla sögusvið Grindavíkurstríðsins 1532 og kort í Staðahverfi mun lýsa verslun og mikilvægi Grindavíkur sem útflutningsstaðar fyrr á öldum. Með því að tengja Hópssvæðið með korti af frumbýlunum og hafnargerð í Grindavík ætti að verða tiltölulega auðvelt að gefa út heilstætt örnefna- og sögukort af byggðarlaginu í heild sinni, sem verður líklega að teljast til nýlundar hér á landi.

Sjá meira undir Lýsingar.